Tíminn - 02.09.1995, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.09.1995, Blaðsíða 7
Laugardagur 2. september 1995 W99m9tU 7 Fimmfaldur fyrsti vinningur í lottóinu: Gæti hugs- anlega gefib 20 milljónir í annab skipti í sögu íslenskr- ar getspár er dregiö um fimm- faldan fyrsta vinning á laug- ardagskvöldið. Möguleiki er á ab einn þátttakandi veröi 20- 23 milljón krónum ríkari þaö kvöld. _ Bjarni Guðmundsson, mark- aðsstjóri Lottósins, sagði í sam- tali vib Tímann að áhugi al- mennings væri greinilega mik- ill. Salan hefði gengið vel alla vikuna og hafi stigmagnast. Salan á föstudag og laugardag yrði fyrirsjáanlega mikil allt fram að lokun kassanna kl. 20.20 á laugardagskvöldið. Á söludögum sem þessum vill það brenna við ab menn komi ab lokuðum kössum, það er því vissara að kaupa með fyrra fall- inu. Menn - spekúlera nú hvaða möguleiki sé á ab íslenska lottó- ib verði með sexfaldan fyrsta vinning að viku, en það yrbi í fyrsta skipti sem það gerðist. „Líkurnar eru nánast engar, kannski um 1%, en tæplega meiri. Það bendir því allt til að stór vinningur fari frá okkur að þessu sinni, og mér þykir trú- legt að hann hreppi tveir eða fleiri," sagði Vilhjálmur Bjarni Vilhjálmsson, forstjóri íslenskr- ar getspár, í samtali við Tímann í gær. Hann sagði að menn vildu fyrir alla muni að stóri vinningurinn gengi út, og það myndi hann að öllum líkind- um gera. ■ Utanríkisráöherrar funda í Danmörku: Ánægja með sam- skipti við Eystra- saltslönd í vikunni áttu utanríkisráð- herrar Norðurlandanna fund með sér í Kolding í Dan- mörku. Halldór Ásgrímsson átti ekki gengt á fundinn, þar sem hann var með forseta ís- lands í Kína, og norski utan- ríkisráðherran, Björn Tore Go- dal, þurfti snemma fundar ab snúa aftur til síns heima vegna mikilla anna. A fundi ráðherranna var rætt um almennt samstarf Norður- landa og Eystrasaltsríkja, örygg- ismál við Eystrasalt og evrópska samrunaþróun. Fram kom hjá xáðherrunum mikil ánægja með þróun mála í samskiptum ríkj- anna sem verður æ nánara. ■ Innflutningur aukist tvöfalt meira en útflutningur í ár: „Transitfiskur" 800 milljónir á Um 3,7 milljörðum (6%) meira fékkst fyrir vöruútflutn- ing landsmanna fyrstu sjö mánuði ársins en á sama tíma í fyrra. Viðbótin er öll fengin fyrir ál og sölu á þotu, en verb- mæti sjávarafurða er nú 400 milljónum kr. minna en í fyrra. Innflutningurinn óx hins um 8,2 milljarða (17%) á sama tíma. Mest er hún hlut- fallslega í fólksbílum, 34% milli ára, en 9% í almennum neysluvörum og 4% í mat- og drykkjarvörum. Þá hefur fjórbungi meira farib til olíu- kaupa og 18% meira í annan almennan innflutning. Og innflutningur til stóriðju er nú fjórðungi meiri. Hagstofan hefur nú til leið- réttingar lækkað áður birtar út- flutningstölur um 800 milljónir á fyrri helmingi þessa árs og um 900 milljónir á síöasta ári, sem er andvirði sjávarafurða sem komu til landsins í „transit", þ.e. sem fara beint til áfram- haldandi útflutnings úr land- inu. Þessi útflutningur var ekki aðgreindur sem slíkur á toll- skýrslum og því meðtalinn í öbrum útflutningstölum. fyrir árinu í krónum talið nam vöruút- flutningurinn 66,6 milljörðum króna fyrstu sjö mánuði ársins. Þar af fóru 57,6 milljarðar til að greiða fyrir innflutningsvörurn- ar. Afgangur á vöruviðskiptum er því um 9 milljarðar það sem af er árinu, en á sama tíma í fyrra átti þjóðin 13,5 milljarða í afgang. Meöferöarheimiliö Tindar reyndist gott heimili en „óhagkvœm rekstrareining". Barnaverndarstofa: 70 milljónir í súginn Á blaðamannafundi Barna- verndarstofu vegna lokunar Tinda þann 31. ágúst, með- ferbarheimilis fyrir unglinga á Kjalarnesi, kom fram ab um 70 milljónir hefbu fariö til kaupa og endurbóta á húsnæbi Tinda svo hægt yrbi ab hýsa þar meb- ferbarstofnun fyrir unglinga. Starfsemin var tilraunaverk- efni til þriggja ára og nibur- staðan er sú, fjörum árum og átta mánuöum eftir opnun Tinda, ab starfsemin sé óhag- kvæm. Starfsemi á Tindum hófst í byrjun árs 1991 og síðan þá hef- ur vistrýmum fækkað úr 15 nið- ur í 10. Sömuleiðis hefur stöðu- gildum fækkað úr 14 í 12. Ástæð- ur þessa er að eftirspurn eftir vistun hefur verið talsvert minni en áætlað hafbi verið. Meðalnýt- ing rýma síðastliðna 12 mánuði hefur verib 5,7. Alls hafa 184 einstaklingar innritast í mebferb á Tindum en heildarfjöldi inn- lagna var 332, þar af voru endur- innlagnir 148. Éin af ástæðum þess að færri unglingar hafa leitaö til Tinda en.áætlað hafði verib er sú að SÁÁ hefur tekið á móti um helm- ingi þeirra unglinga sem leita sér meðferðar vegna vímuefna- vanda. Skyndiathugun sem gerð var 2. ágúst sl. leiddi í ljós að 14 unglingar undir 18 ára aldri voru í meðferð þann dag. Þar af voru 7 hjá SÁÁ, 5 á Vífilsstöðum og 2 á Tindum. Kostnaður á legudag á með- ferðarheimilum SÁÁ á Staðarfelli og Vík var sex til sjö sinnum minni en á Tindum. Én þess má geta að Vík er næsta hús við Tinda. Slök nýting er megin- ástæða fyrir meiri kostnaði Tinda en að sögn Óttars Guð- mundssonar, læknis, ber þó ab líta til þess að stór hluti af rekstr- arkostnaði Tinda er fólginn í gíf- urlega góðu fjölskyldustarfi sem þar er rekið. Árangur af ung- lingameðferðinni á Tindum þyk- ir góður og er þab því ekki ástæða lokunarinnar. Fyrstu þrjú árin hættu 30 af 132 einstakling- um alveg að drekka. Taka verður fram að með lok- un Tinda er alls ekki verib að skrúfa fyrir þá þjónustu sem unglingum með vímuefnavanda og fjölskyldum þeirra hefur ver- ið veitt á Tindum. Framkvæmdir við nýja meðferbarstöb, sem staðsett verður í Grafarvogi, eru Heimiliö Tindar á Kjalarnesi, rekiö í„samkeppni" viö nœsta nágranna, Vík, sem SÁÁ rekur. Tímamynd CS þegar hafnar og áætlað er að hún taki til starfa þann 1. ágúst 1996. Stöðin í Grafarvogi mun þjón- usta þá unglinga sem hingab til hafa sótt til Tinda, meðferðar- heimilisins að Sólheimum 7 og móttökudeildarinnar vib Efsta- sund 86. Þessar þrjár deildir munu því sameinast undir eitt þak sem kosta mun um 80 millj- ónir með útveggjum og öllu til- heyrandi. Nýja byggingin verður fjármögnub með sölu á húsnæði Tinda, Sólheima og Efstasunds sem og 30 milljóna króna fram- lagi frá ríki. Áætlað er ab meb því að koma þremur deildum fyrir í einni rekstrareiningu nemi sparnaður í rekstri um 30-40 milljónum á ári. Rekstur Tinda kostaði um 50 milljónir króna á ári. Til að brúa bilið sem myndast milli lokunar Tinda og opnunar meðferðarheimilisins í Grafar- vogi verður starfrækt dagdeild í kjallara Barnaverndarstofu við Suðurgötu 22. Starfsemin þar verður með svipuðu sniði og hef- ur verið á Tindum að því undan- skildu að unglingar munu ekki vistast til langs tíma heldur verða þeir til heimilis hjá að- standendum. Reyndar kom fram í máli Óttars Guðmundssonar að þróunin í nágrannalöndunum væri sú að stytta vistunartíma á spítölum og meðhöndla fólk fremur á dagdeildum. Þar með væri hægt að meðhöndla fleiri fyrir mun minna fé. Þetta þykir þó ekki vænlegt til árangurs í unglingamebferð enda verða 8-10 föst vistunar- rými á meðferðarstöðinni í Graf- arvogi og 2-4 neyðarvistunar- rými. Að sögn Braga Guðbrands- sonar, forstöðumanns Barna- verndarstofu, hefði þó ekki verið að hægt að nota húsnæði Tinda í þessa nýju allsherjarmeðferöar- stöð „vegna húsaskipunar og aksturskostnaðar". Vatnslitamynd eftir Sigurbjörn Eldon Logason. Múrari og málari Hann Sigurbjörn Eldon Loga- son er listamúrari, en líka listagóður listmálari og fer skemmtilega með vatnslitina. Hann opnar sína áttundu einkasýningu í skemmtilegu kaffihúsi, Við fjöruborðib á Stokkseyri, í dag. Sigurbjörn sýnir langmest landsiag á ís- landi á ýmsum árstímum. Sýn- ingin er opin frá 13 til 23 til 23. september. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.