Tíminn - 02.09.1995, Blaðsíða 4
4
Laugardagur 2. september 1995
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Útgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: Jón Kristjánsson
Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson
Fréttastjóri: Birgir Guömundsson
Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík
Sími: 563 1600
Símbréf: 55 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Mynda-, plötugerö/prentun: ísafoldarprentsmi&ja hf.
Mánaöaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verö í lausasölu 150 kr. m/vsk.
Sameiginlegir
hagsmunir
Sauöfjárbændur hafa þingað um sín mál undanfarna
daga og sjá lítiö framundan annaö en samdrátt og tekju-
skerðingu. Neysla á dilkakjöti fer hraðminnkandi og
þrátt yfir að sauðfé fækki ár frá ári er offramleiðslan nær
óyfirstíganlegt vandamál. Sýnilegt er að nýr búfjár-
samningur leysir ekki vandamálin.
Annað slagið er verið að efna til átaka til að örva sölu
á íslensku dilkakjöti á erlendum mörkuðum og er þá
mikið vitnað um gæði þess og hreinleika. Erlendir menn
vitna um að íslenska kjötið beri af sams konar vöru frá
öðrum löndum og sölusamningar og bjartari tíð eru
gjarnan rétt handan við næsta leiti. Samt tekst ekki að
selja nema svolítið magn, varla meira en prufusending-
ar, og til þessa hefur lítið orðið af frekari markaðssetn-
ingu þótt oftlega sé verið að tilkynna hve átökin og til-
raunirnar með útflutning hafi tekist vel.
Kjötframleiðendur lifa því ávallt í voninni um að út-
lendu markaðarnir séu að taka við sér og aö sölutregð-
unni linni. Nú er til dæmis stungið upp á því, eins og
stundum áður, að útflutningsbætur verði greiddar til að
losna við þær miklu umframbirgðir sem nú eru í land-
inu í byrjun sláturtíðar.
En samkeppnin á mörkuöum með búvörur er harðari
en látið er í veðri vaka hérlendis og ekki auðhlaupið að
því að vinna nýja markaði, jafnvel ekki þótt varan sé
niðurgreidd.
Bændur fjalla um sín vandamál og afurðastöðvar um
sín og ríkið með allan sinn fjárlagahalla reynir að rétta
hjálparhönd og er ætlast til meiru af ríkissjóði til að
styrkja kjötframleiðslu en hann fær undir risið.
Neytendur er sjaldnast dregnir inn í umræðuna, en
það eru einmitt þeir sem eru að breyta neysluvenjum og
liggur rót vandans að mikfu leyti í því í hver stórum
mæli þeir snúa sér að öðrum matvælategundum og að
öðru vísi kjötvörur eru teknar fram yfir dilkakjöt.
Flestum ber saman um að íslenskt lambak'jöt sé af-
bragðsgott. En það er einfaldlega of dýrt fyrir almenna
neyslu. Þá er framreiðsla vörunnar ekki alltaf sérlega
kræsileg fyrir nútímamanninn. Skæklar og banakringl-
ur, mör innan á hryggjum með tilheyrandi kirtlum og
þverhandarþykkir bringukollar, eru ekki þær krásir sem
eitt sinn þóttu. Ættu nú bændur að brýna vinnslur og
kjötkaupmenn að framreiða kindakjöt á eins geðslegan
hátt og flestar aðrar kjöttegundir. En satt best að segja er
talsverður misbrestur á að svo sé.
Tími er til kominn að fulltrúar bænda og neytenda
fari að ræða saman, helst milliliðalítið. Semja má við
eigendur kjötfjallanna, hverjir sem það eru, um að setja
þau á markað fyrir sanngjarnt verð. Það verður hvort
sem er engin roksala í nýja kjötinu á háu verði þegar
fólk veit af rúmum 2 þúsund tonnum í geymslu sem
enginn veit hvað á að gera við.
Það er tilraunarinnar virði að auka á ný neyslu dilka-
kjöts með því að gefa fólki kost á aö rifja upp hve gott
það er. Bændur og neytendur eiga sameiginlegra hags-
muna að gæta. Framleiðendur þurfa markað fyrir sína
vöru og neytendur þurfa að eiga kost á góðri búvöru á
viðráðanlegu verði.
Bændur og neytendur eiga aö nálgast hvorir abra og
eiga helst ekki ávallt að hafa ríkisvaldið og skara milli-
liða eins og stuðpúða á milli sín.
Birgir Guömundsson:
Hjólaskófla, jarðýta
og flóttinn mikli
Um síöustu helgi voru sagöar af því
miklar fréttir þegar 12 fangar brut-
ust út úr fangelsi í Kaupmannahöfn
meö ævintýralegum hætti. Þessum
flótta hefur síöan veriö fylgt eftir í
fréttatímum fram eftir vikunni og
skilmerkilega greint frá því hvaöa
þróun málið hefur tekið.
í fljótu bragði virðist tvennt
standa upp úr í umræðunni um
þennan flótta. Annars vegar er þaö
ástand fangelsismála í Danmörku,
hvernig glæpamenn hafa orbiö for-
hertari á seinni árum á sama tíma
og yfirvöld hafa ekki mætt þessari
forherslu með auknu eftirliti. Þykir
skipulag flóttans og ævintýraleg til-
þrif einmitt benda til að stjórnvöld
þurfi ab hugsa upp góðan mótleik
gegn breyttu ástandi. Þessari um-
ræbu hefur einnig skotið upp með
abeins öðru sniði hér á íslandi upp
á síbkastið, þá í tengslum við fíkni-
efnaneyslu og aukið ofbeldi og og
vanbúna löggæslu til að mæta því.
Hitt atriðiö sem er athyglisvert
varðandi flóttan mikla í Kaup-
mannahöfn um síöustu helgi er
meðferðin á blabamönnunum sem
fengið höföu ábendingu um að eitt-
hvaö fréttnæmt væri í aðsigi við
fangelsismúrinn. Kvikmyndatöku-
maður lítillar sjónvarpsstöbvar náði
flóttanum á myndband og blaba-
ljósmyndari náði einnig myndum
af því þegar hjólaskófla braut niður
fangelsismúrana.
Ákærbir sem vitorðs-
menn
Báðir þessir aðilar hafa nú verið
kærðir fyrir aðild ab flóttanum í
ljósi vitneskju þeirra um að eitt-
hvað stæði til viö fangelsib og eiga
nú yfir höfði sér að verða dæmdir
sem vitorösmenn strokufanganna.
Vissulega eru myndirnar sem þeir
náðu einstakar og hafa vakið verð-
skuldaba athygli um heim allan.
Viðbrögð yfirvalda gangvart þeirri
staðreynd, að þessir blaðamenn
fengu veður af því að þarna yrði
fréttnæm uppákoma, eru forkastan-
leg, jafnvel þótt þó þau kunni að
vera skiljanleg.
Eftir því sem næst verður komist í
þessu máli vissu ljósmyndarinn og
myndatökumaðurinn ekki fyrir-
fram hvað var í uppsiglingu við
fangelsiö og því voru það afar tak-
markaðar upplýsingar sem hægt
hefði verið að miðla til yfirvalda
hvort sem var. Tilhneigingin virðist
hins vegar vera að gera fjölmiðla-
mennina ábyrga eða samábyrga fyr-
ir flóttanum sjálfum. Einn þing-
maður Framfaraflokksins hefur ef
til vill á sinn hrjúfa hátt tjáð tilfinn-
ingar kerfisins þegar hann vildi láta
svipta sjónvarpsstöð kvikmynda-
tökumannsins sjónvarpsleyfi fyrir
að hafa gert dönsk fangelsis- og lög-
regluyfirvöld að athlægi í sjónvarpi
út um allan heim!
Húsleit í Belgíu
í hneykslismálum í Belgíu í sum-
ar stóbu stjórnvöld jafnframt ráb-
þrota gagnvart leka til fjölmiðla úr
sínum eigin herbúðum, sem leiddu
til þess að í blööunum mátti lesa
hvers kyns hluti sem voru afar við-
kvæmir inni í stjómsýslunni. Þá var
gripið til þess óyndisúrræðis að
framkvæma húsleit hjá fjölmibla-
mönnum í tilraun til ab svipta þá
því tæki að veita ákveðnum heim-
ildarmönnum sínum nafnleynd
sama hvað á gengi.
Til þessa hefur það verið nánast
óhugsandi að stjórnvöld í vestrænu
lýðræbisríki væru svo augljóslega
tilbúin til að leggja til atlögu gegn
fjölmiblamönnum fyrir það að þeir
hafi náð sér í upplýsingar sem yfir-
völd hafa ekki getað orðið sér úti
um. Þetta virðist hins vegar vera að
breytast eitthvað og full ástæða er
til þess að hafa áhyggjur af slíkri
þróun.
Þannig hefur hinn sögulegi flótti
óforbetranlegra sakamanna í Kaup-
mannahöfn, orðið ab gagnlegu inn-
leggi í fjölmiblaumræbuna í Dan-
mörku og raunar miklu víðar —
nokkuð sem erfitt er að hugsa sér ab
skipuleggjendur flóttans hafi tekið
með inn í sínar áætlanir.
Umræðan hingað
Hér á landi hefur raunar ekki
mikið reynt á þessi nafnleyndarmál
í neinum stórum málum gagnvart
stjórnvöldum þó íslenskir blaða-
menn virði að sjálfsögöu trúnab vib
sína heimildarmenn. Eitt dæmi hef-
ur þó komið fyrir dómstóla og þau
eiga eflaust eftir að verða fleiri.
Reynslan kennir okkur ab um-
ræða af þessu tagi berst hingab til
lands fyrr eða síðar og því er þess
trúlega skammt að bíða að menn
setji upp gáfusvip og ræði reynslu
Belga og Dana af því að þrengja ab
starfsskilyrbum blaðamanna.
En fyrir gamlan jarðýtustjóra og
vélamann úr vegavinnu á Vestur-
landi eins og þann sem þetta ritar
eru það þó öllu hversdagslegri hlut-
ir úr þessum fréttaflutningi öllum
sem valda áhyggjum. Allir íslensku
fjölmiðlarnir, utan einn, tölubu um
það daginn út og daginn inn, að
jarðýta hafi verið notuð til að brjóta
nibur fangelsismúrinn í Vridslose-
lille ríkisfangelsinu í Kaupmanna-
höfn. Þessu var haldið blákalt fram í
sjónvarpi á sama tíma og sýndar
voru myndir af hjólaskóflu brjóta
niður fangelsismúrinn. í öllu fjöl-
miðlaflóðinu á íslandi var aðeins
einn fjölmiðill sem gerði greinar-
mun á hjólaskólfu og jarðýtu, sem
eru þó gjörólíkar vinnuvélar. Eflaust
hafa margir lent í því sama og und-
irritaður, að gera sér kolranga mynd
af því sem gerðist vegna þess að
hann heyrbi fréttina fyrst í útvarpi
en sá ekki strax myndirnar sem
fylgdu í sjónvarpinu.
í þessu tilfelli er e.t.v. ekki um
mjög alvarlegan hlut að ræða og
villan í frásögninni hefur upphaf-
lega komið upp vegna þýðingar-
villu sem endurtekin er út í gegnum
alla fjölmiðlaflóruna í landinu. Og
sennilega hefur fáum fréttamönn-
um fundist mikll munur á hjóla-
skóflu og jarðýtu og einhverjir sjálf-
sagt talið þetta vera sama hlutinn.
En þetta veldur engu að síður mis-
skilningi og með sama áframhaldi
stefnir í ab menn hætta að gera
greinarmun á hlutum eins og hesti
og kú, þorski og ufsa, skipi og bát
eða flóa og firði, svo eitthvað sé tínt
til af handahófi.
Þessa dagana er mikið rætt um
rábningar fréttamanna, ekki síst á
ríkisútvarpib og Sjónvarpið í tilefni
af misvísandi afstöðu útvarpsráðs
annars vegar og svo yfirmanna á
fréttastofunum hins vegar. Gömlu
slagorðin um mikilvægi menntunar
heyrast mikið í þessari umræðu sem
og kunnuglegar upphrópanir um aö
pólitískt kjörið útvarpsráð geti ekki
haft vit á mannaráðningum.
Þab sem mestu skiptir
Sjaldnar er talað um það sem
mestu skiptir varðadi mönnun á
fréttastofum og fjölmiðlum yfir-
leitt, en það er ab þar starfi vel gefið
fólk sem eitthvað getur. Fólk sem
hefur gott vald á málinu og sem
hefur reynslu sem víðast að úr sam-
félaginu. Síst vill sá sem þetta ritar
draga úr gildi langskólagöngu og
háskólamenntunar. Hins vegar er
það ekki síður mikilvægt fyrir fjöl-
miðla að hafa yfir aö ráða mann-
skap sem hefur reynslu og þekkingu
af störfum og starfsháttum sem víð-
ast að úr þjóðfélaginu. Fyrir fjöl-
miðil er slík breidd mikilvægari en
að starfmenn hafi þar allir eitthvert
háskólapróf.
Margir mjög færir starfandi
blaðamenn eru lærðir iðnaðarmenn
eða hreinlega próflausir með öllu
án þess að það hafi komiö niður á
gæðum vinnu þeirra og engum
dytti í hug ab halda því fram að þeir
ættu ekki erindi í blaðamennsku
háskólaprófslausir. Hitt er annað
mál að það er sjálfsagt oftast til bóta
ab hafa háskólapróf þó það eitt og
sér segi ekkert um hversu vibkom-
andi nýtist tilteknum fjölmiðli.
Litlir kassar
Það er stundum sögb gamansaga
af því — og þótti fyndin — þegar
vel menntaður blaðamabur spurði
Ástráð Ingvarsson, sem var hjá
loðnunefnd, hvort loðnuskipin
væru að fá dálítið af loðnu í trollin.
Sá blaðamaður mun aldrei gleyma
muninum á nót og trolli eftir fyrir-
lestur Ástráðs. En Ástrábur flytur
ekki lengur slíka fyrirlestra um
muninn á nót og trolli og enginn
virðist hafa talið ástæðu til að flytja
fyrirlestur um muninn á jarðýtu og
hjólaskóflu. Getur kannski verið að
menn séu það uppteknir af því að
vera „faglegir" að aðeins er ráðið til
starfa á fjölmiðlum vel menntað og
ópólitískt fólk sem passar inn í for-
sniðna litla kassa? Og eru þessir
kassar þá ekki allir eins?
Enn sem komið er þarf tæplega
að hafa áhyggjur af litlum kössum í
blaðamannastétt, þrátt fyrir að
menn rugli saman jarðýtum og
hjólaskóflum. Hins vegar er sá
þrýstingur viðvarandi að koma upp
einhvers konar háskólaprófum og
löggildingum sem yrðu aðgöngu-
miði inn í blaðamannastétt. Slíkt
eru afar varhugaverbar hugmyndir.