Tíminn - 02.09.1995, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.09.1995, Blaðsíða 5
Laugardagur 2. september 1995 5 Tímamynd C 5 Jón Kristjánsson: Naflaskoðunin heldur áfram Naflaskoöun A-flokkanna hefur nú kom- ist á nýtt stig eftir aö fundur var haldinn á Kornhlööuloftinu í vikunni um hugs- anlega sameiningu flokkanna á vinstri væng stjórnmálanna. Jón Baldvin hélt þar mikla ræöu aö vanda og haföi aö vonum áhyggjur af því hvernig ætti aö koma sauöþráum fram- sóknarmönnum út úr Stjórnarráöinu. Þaö vekur athygli aö Sjálfstæöisflokkur- inn eöa ráöherrar hans eru ekkert nefnd- ir í þessu sambandi, en jafnmargir af þeim flokki eru í Stjórnarráöinu, þar á meöal forsætisráöherrann sjálfur. í frétt- um af fundinum var ekkert getiö um brýna nauösyn þess aö draga þessa menn upp úr stólum sínum. Af þessu er ljóst aö hræringar á vinstri væng stjórnmálanna snúast um þaö aö safna liöinu saman, til þess aö fá styrk til þess aö setjast í stjórn meö Sjálfstæðis- flokknum eftir næstu kosningar. Þegar grannt er skoðað, blasa þessar hillingar viö sjónarrönd. Foringjar eba fólk Það hefur löngum loöaö viö íslensk stjórnmál aö foringjar flokkanna fá mikla athygli. Minna fer fyrir greiningu um afstöðu þess fólks og lífsskoðanir sem kjósa flokkana. Stjórnmál eru lífsviöhorf og enn er til fjölmargt fólk, sem velur sér flokk eftir lífsviöhorfi sínu en ekki frama- vonum. í öllum flokkum er að finna stór- an kjarna fólks sem hefur ekki hátt, held- ur fylkir sér um flokkinn vegna ákveð- innar afstöðu til lífsins og tilverunnar, sem því finnst eiga mesta samsvörun í viðkomandi flokki. Mitt pólitíska umhverfi er á lands- byggðinni. Eftir áralöng samskipti og pólitískar umræöur viö fólk úr öllum flokkum, þykist ég vita nokkurn veginn hvernig landið liggur þar. Ég viðurkenni hins vegar aö ég er ekki eins kunnugur bakgrunni og hugsunarhætti fólks í stjórnmáium hér á Reykjavíkursvæöinu, þótt sitthvaö hafi skýrst fyrir mér í þeim efnum á þeim árum sem ég hef veriö viö- loðandi hér í borginni. Hitt er víst, að ef sameining flokka á aö vera meira en nafnið eitt, þarf að sameina meira en for- ingjana og útnefna leiðtoga. Þaö þarf aö sameina fólkiö, sem í flokkunum er, í eina fylkingu. Því er ekki úr vegi aö leiða hugann aö hugsunarhætti krata og al- þýöubandalagsmanna á landsbyggðinni og velta fyrir sér hvernig muni ganga að sameina þetta fólk undir einu merki jafn- aöarmanna. Þjóðleg viðhorf og aljþjóðahyggja Aöur en ég hætti mér út í þessa grein- ingu, er ekki úr vegi aö rifja upp stærstu málin sem viö er aö glíma í stjórnmálum í dag. Þar vil ég fyrst nefna afstöð- una til alþjóðlegs sam- starfs og áherslur í því efni. í ööru lagi afstöð- una til ríkisafskipta og einkavæðingar. í þriðja lagi með hverjum hætti á aö varðveita velferðarkerfiö í landinu. í fjórða lagi afstaöan til atvinnuveganna, einkum landbúnaðar og sjávarútvegs. Hinn dæmigerði alþýöubandalags- maöur á landsbyggðinni er dálítill þjóð- ernissinni. Hann gefur lítiö fyrir samn- inga um EES, telur þá í mesta lagi illa nauðsyn, ef hann er ekki algjörlega á móti þeim. Hann er gjörsamlega andsnú- inn aðild aö ESB. Hann telur ríkisvaldið hafa mikið hlutverk, er á móti einkavæö- ingu og afstaða hans til atvinnulífs og menningar er á þjóðlegum nótum. Biliö á milli þessara manna og alþjóðasinn- aðra og landlausra krata hér á suðvestur- horninu er breitt, og ætla mætti aö álíka auðvelt væri að sameina þetta fólk eins og olíu og vatn. Stuðningsmenn Kvennalistans út um landsbyggðina hafa mjög líkar áherslur í öllum meginmálum og Alþýðubandalag- iö, og reyndar er stutt yfir í Framsókn frá þessu fólki. Módelib úr borgar- málunum Margir skírskota til R-listans varöandi sameiningarmálin. Hann var stofnaöur um þaö verkefni aö koma hreinum meirihluta Sjálfstæðisflokksins frá völd- um eftir langa setu þar, og þar tóku höndum saman flokkar sem voru í minnihluta. Þetta verkefni gekk upp, en þar með er ekki öll sagan sögð. Sveitarstjórnarmál snerta hugsunar- háttinn meö öðrum hætti en landsmál- in. Þar er fleiri stefnumál aö finna, sem fólk er sammála um hvar í flokki sem þaö stendur. Ágreiningur kann aö veröa um áherslur og forgangs- rööun og auðvitaö mynda skoðanirnar í landsmálum bak- grunn. Þrátt fyrir þaö er fullvíst að þaö er barnaleikur fyrir ólíka flokka aö semja sam- eiginlega stefnuskrá í borgarmálum og sveit- arstjórnarmálum hjá því aö komast að sameiginlegri niöur- stööu um stefnu í landsmálum. Mesti þrándurinn í götu þar er þjóðernishyggj- an og alþjóöahyggjan. Djúpar rætur ágreinings Alþýöubandalagsmenn og alþýðu- flokksmenn hafa gengiö sitt hvora göt- una áratugum saman og stjórnmálasaga aldarinnar er vörðuð klofningi á þessum væng stjórnmálanna. Kommúnisminn byggðist í upphafi á alþjóðahyggjunni, samanber kjörorðiö „Öreigar allra landa, sameinist", en síðar var söðlaö um. Sósí- alistaflokkurinn baröist á þjóðlegu nót- unum og færöist í aukana á því sviði eft- ir inngönguna í Nato og hersetu í land- inu. Alþýðubandalagiö tók þessa þjóð- ernishyggju í arf óskipta. Foringjar Alþýðuflokksins voru hins vegar í nánu sambandi viö alþjóöahreyf- ingu jafnaðarmanna og voru duglegir viö aö rækja sambönd á þeim vettvangi. Þeir voru einnig fremstir í flokki í stuðn- ingi viö Nato og erienda hersetu. Afstaða unga fólksins Margir ségja aö þetta sé allt saman löngu liðin tíö og unga fólkið, sem nú er aö koma inn á sviðið, líti allt öðrum aug- um á málin. Ég ætla ekkert aö þræta fyrir aö svo geti veriö. Umhverfið breytist, líka í stjórnmálum, og unga kynslóðin er aö minnsta kosti þar sem ég þekki til um- buröarlyndari heldur en sú eldri. Þrátt fyrir þaö veröur þessi arfur mis- munandi sjónarmiða og klofnings ekki þurrkaður út í einu vetfangi. Ég er því þeirrar skoðunar, aö ef árangur á aö nást, veröi kratar og alþýðubandalagsmenn að liggja í naflaskoðun næstu fjögur árin, og guð einn veit hvort nokkur meiri árang- ur veröur aö þeim tíma liðnum heldur en sá aö koma saman sameiginlegum lista, sem hefur það að markmiöi aö tosa fram- sóknarmenn upp úr stólunum í Stjórnar- ráöinu og setjast þar í félagi viö Sjálf- stæðisflokkinn. Þangaö viröist hugurinn fyrst og fremst stefna. Fólkið kýs foringjann, eða hvab? Jón Baldvin hefur boðað það, aö þeir Svavar Gestsson muni einn góðan veöur- dag knýja dyra í Ráðhúsinu og útnefna Ingibjörgu Sólrúnu sem foringja. Hún hefur hins vegar tekiö það fram, aö hún vilji sinna borgarmálum um sinn, enda kaus fólkið í Reykjavík hana til þess. Hins vegar viröist fólkið í væntanlegum vinstri flokki gleymast og sú staöreynd aö þaö er þess hlutverk að kjósa sér for- ingja, hvort sem þaö er gert með fulltrúa- lýðræöi eöa með beinum hætti. Um ljós- móðurhlutverk Jóns er það aö segja, aö þaö er mikil forsjálni aö kalla í ljósmóður áður en barniö er komið undir. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.