Tíminn - 02.09.1995, Blaðsíða 19

Tíminn - 02.09.1995, Blaðsíða 19
Laugardagur 2. september 1995 19 7 7 af 28 grunnskólum Reykjavíkur einsetnir í vetur: Nýjar kennslu- stofur fyrir 1000 nemendur Á þessu skólaári veröa 11 af 28 grunnskólum Reykjavíkur einsetnir. Engjaskóli er tekinn til starfa í fyrsta sinn og loka- áfanga Húsaskóla er lokiö. Alls verbur 830 milljónum króna variö til skólabygginga í höfuöborginni á þessu ári en reikna má meö að um 5 mil- jaröa þurfi til aö allir skólar borgarinnar veröi einsetnir. Þær nýbyggingar sem teknar eru í notkun nú í haust eru: Lokaáfangi Húsaskóla, 2. áfangi Rimaskóla, viðbygging Breiö- holtsskóla og færanlegar kennslustofur viö Engjaskóla. Alls eru teknar í notkun 53 nýj- ar kennslustofur, bæöi almenn- ar og sérgreinastofur. Sigrún Magnúsdóttir, formaöur Skóla- málaráðs Reykjavíkur, segir aö meö þeim sé stigið stórt skref í átt að einsetningu skóla borgar- innar. „Þetta eru kennslustofur fyrir um þúsund nemendur. í vetur eru 11 af 28 skólum borgarinnar einsetnir, þar á meðal Húsaskóli sem er nú starfræktur sem full- búinn skóli í fyrsta sinn og Breiðholtsskóli sem er einn af eldri skólum borgarinnar. Þann- ig þokast þetta allt í rétta átt þótt við eigum enn langt í land með einsetningu í borginni." Engjaskóli er starfræktur í fyrsta sinn í vetur og verður hann til bráöabirgða í tólf fær- anlegum kennslustofum. í skól- anum verða um 220 nemendur í 1. til 6. bekk í 11 bekkjadeild- um. Sigrún segir þennan hátt hafðan á til að koma til móts við íbúa í nýjum hverfum enda telur hún þetta betri lausn en að senda börnin út úr hverfunum í skóla. Síðastliðinn vetur var Engjaskóli, nýjasti skóli borgarinnar. I baksýn má sjá til Korpúifsstaba. haldin samkeppni um hönnun Engjaskóla sem áætlað er að taka í notkun árið 1997. Samkvæmt grunnskóialögum eiga allir grunnskólar að vera einsetnir um aldamótin. Sigrún segir að reynt verði að standa við það ákvæði. „Það er yfirlýst stefna bæði Reykjavíkurlistans og Sjálfstæð- isflokksins. Þetta er samt gífur- lega stór pakki. Mér sýnist sam- kævmt lauslegum tölum, miðað við nýja skóla sem þarf að byggja uppp og viðbyggingar við aðra, að þetta geti verið pakki upp á fimm milljaröa. Fjárhagur borgarinnar er nú ekki beysinn eins og borgarbúar vita þannig aö við verðum að sjá til hvernig við getum gert þetta. í því sambandi er búið að setja á fót sérstaka byggingar- nefnd skóla og leikskóla og jafn- framt höfum við falið verktök- um aö gera húsrýmisáætlanir fyrir skólana til að athuga heiid- stætt hvar er ef til vill hægt að hagræða." Bundnir vinnudagar kennara veröa fimm á skólaárinu: Abeins tveir á skólatíma Landssamtökin Heimili og skóli fagna þeirri breytingu á skólaár- inu sem samið var um í síbustu kjarasamningum kennara. Með henni er bundnum vinnudögum kennara fækkað úr tólf í ellefu og af þeim eru abeins fimm innan skólaársins. Á skólaárinu sem hófst í gær verbur nemendum gefið frí í tvo daga vegna vinnu- daga kennara. í kjarasamningum kennara frá því í vor var í fyrsta skipti samiö um bundna vinnudaga kennara (sem hingab til hafa oft verið kallaðir starfsdagar). Samkvæmt samningn- um verba bundnir vinnudagar 11 á hverju skólaári en hingað til hafa þeir verið allt upp í tólf. Samkvæmt upplýsingum frá Kennarasambandi íslands eiga. sex bundnir vinnudagar að liggja að skólaárinu. Þeir fimm dagar sem eftir eru raðast inn á skólaárið sjálft. Á skólaárinu sem nú er að hefjast verða bundnir vinnudagar 1. des- ember, öskudag og þriðjudaginn eftir hvítasunnu og gefið verður frí í tvo daga. Guðrún Ebba Ólafsdóttir, vara- formaður K.í. segir ab búast megi við að a.m.k. einn bundinn vinnu- dagur verði að jafnaði á leyfisdög- um nemenda. Hún vill einnig benda á að dagar sem kennarar taka í viðtöl vib foreldra og nemendur eru ekki innan bundnu vinnudag- anna. Unnur Halldórsdóttir, formaður Heimilis og skóla, segist ánægð með útlit þessa skólaárs. „Við fögnum því að náðst hafi samkomulag um að fækka starfs- dögum á skólatíma. Skólaárið er ekki of langt hjá okkur og þess vegna skiptir miklu máli að nýta það eins vel og unnt er. Ég held þ_ab muni sérstaklega mikib um þá starfsdaga sem núna eru settir á daga sem krakkarnir eiga hvort sem er frí," segir Unnur. Unnur segist jafnframt ánægð meb að búið sé að skila þeim kennslutímum sem teknir voru af nemendum í „bandorminum" svo- kallaða árib 1992. Einnig verður bætt við kennslustundum sem eiga að bæta nemendum kennslutap vegna verkfalls kennara síðastliðið vor að hluta. „Kennaraverkfallið var auðvitað stórslys. Um það er engin spurning í mínum huga og sá skaði verður ekki bættur sama hvað gert er. Hins vegar finnst mér þessi tilhögun betri en sú ab fara að kenna í fríum eins og einnig var stungið upp á. Ég held að á þennan hátt sé hægt að vinna heilmikið upp, sérstakiega í yngri deildunum," segir Unnur Halldórsdóttir. ■ DAGBÓK IVJVJUUAAJUVAJVAJUlJj Lauqardaqur 2 september 245. daqur ársins -120 daqar eftir. SS.vlka Sólris kl. 06.11 sólarlag kl. 20.42 Dagurinn styttist um 6 mínutur Fjölskyldudagar við höfnina Fjölskyldudagarnir um s.l. helgi fengu góðar undirtektir. Ákveöið hefur verið að endur- taka þá í dag og á morgun, en meö breyttu sniði. Á Hvalnum, útivistarsvæði Miöbakkans, verða á sínum stað sælífskerin, grunni sælífsbakk- inn með botndýrum og þörung- um hafnarinnar, léttbáturinn, eimreibin og breyttu leiktækin. Þá verður á Hvalnum sjóklár árabátur til sýnis frá 12 til 17 báða dagana með árum, seglum, handfærum, goggi, saxi, seilum, austurtrogi og sýrukút. Sýmna, haröfisk, hákarl og fleira sjávar- fang verður hægt að fá að smakka inni í Miðbakkatjald- inu. Það verkuð flaujað og breiddur og tekinn saman salt- fiskur á Hvalnum upp á gamla mátann. Frá kl. 14 til 16 verða stuttar fjölskyldugönguferðir frá kynn- ingarstandinum. Farið verður um hluta gömlu hafnarinnar og litiö á skip í slipp, farið um borð í hvalbát, vitjað um krabba- gildru í Höfninni og notið út- sýnis yfir Höfnina frá stab meb auðvelda uppgöngu. Ef sjóveður leyfir, verður boð- ið upp á siglingu á morgun, sunnudag, með bryggjum og hafnarbökkum. í Miðbakkatjaldinu verður báða dagana fiskmarkaöur og sala og kynning á öðru sjávar- fangi, lífrænt ræktuöu _græn- meti og kaffiveitingar upp á gamla mátann. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Brids, tvímenningur, í Risinu kl. 13 sunnudag. Þátttakendur eru beðnir að skrásetja sig fyrir kl. 13. Félagsvist fellur niður á sunnudag. Dansaö í Goðheimum kl. 20 sunnudagskvöld. Aöalfundur SSH SSH, Stubnings- og sjálfs- hjálparhópur hálshnykkssjúk- linga, heldur aðalfund sinn mánudaginn 4. september kl. 20 í ÍSÍ-hótelinu, Laugardal. Að abalfundi loknum kemur gestur fundarins, Runólfur Ól- afsson framkvæmdastjóri FÍB. Lu Hong sýnir í Gallerí Fold í dag, laugardag, kl. 15 verður opnuð sýning á blek- og vatns- litamyndum eftir Lu Hong í Gallerí Fold við Rauðarárstíg. Lu Hong er fædd í Kína, en hefur búib hér á landi frá 1990. Hún hefur stundab myndlist frá bárnsaldri og haldið sýningar í Kína, Japan og á íslandi. í kynningarhorni Gallerís Foldar verða sýndar myndir eft- ir Gunnar Á.,Hjaltason. Sýning Lu Hong stendur til 17. september. Opiö er í Gallerí Fold daglega kl. 10-18, nema sunnudaga 14-18. Tríó Reykjavíkur í Hafnarborg Sunnudaginn 3. september kl. 20 verða fyrstu tónleikar vetrar- ins í tónleikaröb, sem Tríó Reykjavíkur og Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, standa að. Tónleikaröðin er nú að hefja sitt sjötta starfsár og verða flytj- endur á þessum tónleikum Edda Erlendsdóttir píanóleikari, Guð- ný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Gunnar Kvaran sellóleikari. Flutt verður píanótríó í c-moll eftir Edvard Grieg, sónata fyrir selló og píanó, „Arpeggione", eftir Franz Schubert, og píanó- tríó í d-moll eftir Felix Mend- elssohn. Skrá yfir alla tónleika í tón- leikaröðinni og nánari upplýs- ingar má fá í Hafnarborg eða í síma 555-0080. FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ * Orösending til atvinnurekenda Félagsmálarábuneytið beinir því til atvinnurekenda ab þeir tilkynni næstu vinnumiblunarskrifstofu um störf sem eru laus til umsóknar. Félagsmálarábuneytib 31. ágúst 1995

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.