Tíminn - 11.11.1995, Qupperneq 8

Tíminn - 11.11.1995, Qupperneq 8
8 Laugardagur 11. nóvember 1995 Framsóknarflokkurinn Kristjana Kjördæmisþing framsókn- armanna í Noröurlandi vestra haldib a& Hótel Læk, Siglufir&i, 11. og 12. nóvember 1995. Dagskrá: Laugardagurinn 11. nóvember Kl. 14.00 Þingsetning og kosning starfsmanna. Kl. 14.10 Skýrsla stjórnar, umræbur og afgrei&sla. Kl. 15.00 Sérmál þingsins: Þróun atvinnulífs í kjördæminu til aldamóta. Framsöguma&ur: Páll Pétursson félagsmálará&herra. Kl. 16.00 Kaffihlé. Kl. 16.30 Frjálsar umræ&ur. Kl. 18.00 Lög& fram drög a& stjórnmálaályktun. Kl. 18.30 Kosning nefnda og nefndarstörf. Kl. 20.30 Kvöldver&ur og kvöldskemmtun í umsjón heimamanna. Sunnudagurinn 12. nóvember Kl. 10.00 Nefndarstörf. Kl. 11.00 Nefndir skila áliti, umræ&ur og afgrei&sla nefndarálita. Kl. 12.00 Matarhlé. Kl. 13.30 Ávörpgesta: Egill Hei&ar Císlason, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins. Kristjana Bergsdóttir, formabur LFK. Gu&jón Ólafur jónsson, forma&ur SUF. Kl. 13.50 Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrig&is- og tryggingamálará&herra. Kl. 14.10 Stjórnmálaumræ&ur. Framsöguma&ur: Gu&mundur Bjarnason, landbúna&ar- og umhverfisrá&herra. Kl. 15.00 Frjálsar umræ&ur. Kl. 17.00 Kosningar. Kl. 17.30 Önnurmál. Kl. 18.00 Þingslit. Frá Framsóknarfélagi Rangæinga Fyrsta félagsvist vetrarins verbur spilub í Hvoli sunnudagskvöldib 12. nóvember n.k. kl. 21. Næstu spilakvöld verba 26. nóvember, 3. desemberog 10. desember. Vegleg kvöldver&laun. Stjórnin Kópavogur Bæjarmálafundur ver&ur haldinn a& Digranesvegi 12, mánudaginn 13. nóvember kl. 20.30. Stjórn bœjarmálarábs framsóknarfélaganna I Kópavogi Gubmundur Halldór Gubjón Olafur Egill Hei&ar Ingibjörg Kristiana Kjördæmisþing framsókn- arfélaganna á Vesturlandi ver&ur haldiö a& Kirkjubraut 40 á Akranesi, laugardaginn 11. nóvember 1995 og hefst kl. 10.00 árdegis. Dagskrá: Venjubundin þingstörf, skýrslur og reikningar, lagabreytingar, ávörp þingmanna og gesta, framsaga um stjórnmálavi&horfib, afgrei&sla tillagna og stjórnmálaályktunar. Gestir þingsins ver&a: Halldór Ásgrímsson, formabur Framsóknarflokksins, Egill Heibar Gíslason, framkvstj. flokksins, Kristjana Bergsdóttir, forma&ur LFK, Gubjón Ólafur-jónsson, forma&ur SUF, og alþingismenn Framsóknarflokksins íVestur- landskjördæmi, Ingibjörg Pálmadóttir og Magnús Stefánsson. Fulltrúar eru hvattir til a& mæta vel og stundvíslega. Stjórn KSFV Mynd fyrir bömin í fullorönu fólki Benjamín dúfa, kvikmynd eftir Gísla Snæ Erlingsson, er önnur ís- lenska stórmyndin sem fram kemur á þessu hausti, en sú fyrri var Tár úr steini. Full ástæöa er til aö óska aðstandendum Benjam- íns dúfu til hamingju meö stór- brotiö verk i hæsta gæöaflokki. Eins og jafnan í góðum kvik- myndum er grundvöllur vel- gengninnar gott handrit og góö saga, en myndin byggir sem kunnugt er á samnefndri verð- launasögu Friðriks Erlingssonar. Friörik sá sjálfur um aö skrifa kvikmyndahandritið eftir sög- unni og viröist vera bókinni nokkuö trúr, sem var skynsamleg ákvörðun. Góður leikur Leikurinn í myndinni er af- burða góður og drengirnir fjórir sem eru í aðahlutverkum, þeir Sturla Sighvatsson, Gunnar Atli Cauthery, Sigfús Sturluson og Hjörleifur Björnsson, fara hrein- lega á kostum. Þaö er í rauninni ótrúlegt að sjá svo unga pilta leysa mjög erfið og fjölbreytt leikatriði. Á aöra leikendur reynir ekki eins mikið, en þeir leysa sín hlutverk á óaðfinnanlegan hátt. Sérstaklega Guörún Þ. Stephensen í hlutverki Guölaugar gömlu (þrátt fyrir full- mikla og nánast væmna senu á spítalanum, þegar hún vill ekki fara á elliheimili). Myndatakan er sömuleiðis skemmtileg og augljóst að þar stýröu landsins reyndustu menn handverkinu. Sumar senur er mjög eftirminnilegar, einkum úr Slippnum. Myndmál og músík hljómuðu sérstaklega vel saman, en tónlist Ólafs Gauks náði að magna upp þá stemningu og til- finningar sem myndin tjáði. Þá er ánægjulegt að hljóð í íslenskum myndum viröist endanlega kom- iö í gott lag. Barist gegn rang- læti Myndin um Benjamín dúfu er allt í senn hugljúf og magnþmng- in, sorgleg og fyndin. Þaö er stutt milli hláturs og gráts hjá áhorf- andanum, enda hrífur myndin Benjamín dúfa ★*** Leikstjóri: Gfsli Snær Erlingsson Handrit: Fri&rik Erlingsson Framlei&andi: Baldur H. jónsson Kvikmyndataka: Sigur&ur Sv. Pálsson Tónlist: Ólafur Gaukur Hljób: Kjartan Kjartansson A&alleikarar: Sturla Sighvatsson, Gunn- ar Atli Cauthery, Sigfús Sturluson, Hjör- leifur Björnsson og Gu&rún Þ. Stephensen KVIKMYNDIR BIRGIR GUÐMUNDSSON hann með sér upp og niður til finningastigann. Söguþráöurinn segir frá fullvöxnum manni, sem heimsækir bernskustöbvar sínar í gamla hverfinu og rifjar upp sum- arið þegar hann var 12 ára. Um þetta sumar snýst myndin. Aðalpersónurnar eru fjórir drengir, Benjamín, Roland, Bald- ur og Andrés, sem stofna riddara- reglu Rauða drekans og „berjast með réttlæti gegn ranglæti". Þetta kjörorö þeirra verður í rauninni meginþemað í öllu sem gerist hjá drengjunum. Það eiga sér stað átök milli hinna réttlátu og rang- látu hliða fjölmargra atburöa, sem drengirnir tengjast þetta sumar. í hápunkti myndarinnar heyr þessi barnslega og einfalda trú á rétt- lætiö sína mikilvægustu orustu við ranglætið, þegar Baldur hvíti er tekinn til fanga af öðrum vond- um riddurum, Svörtu fjöörinni. Þeir stórkostlegu en sorglegu hlut- ir, sem þá gerast, verða til þess að myndin bókstaflega springur út í miklum harmleik, þegar „réttlæt- ið" lætur í minni pokann fyrir „ranglætinu". Gísli Snær sagöist í viðtali við Tímann fyrir nokkru reikna með að myndin yrði flokkuð sem „tíu klúta mynd". Þab er ekki vansagt meö hliösjón af hversu vel tekst að byggja upp myndina fram að því aö hún rís í hápunkt sinn og enginn kemst undan því að verða snortinn. Barnabók: já. Barnamynd: eigln- lega ekki Skáldsagan um Benjamín dúfu var kölluð barnabók og fékk barnabókarverðlaun. Bókin stób undir þessum „barnatitli", en það er alls ekki víst að myndin sé með sama hætti barnamynd. Kvik- myndin er fyrst og fremst mynd fyrir börnin í fulloröna fólkinu. Vegna þess ab á meöan fullorðnir hafa forsendur til að vinna úr harmleiknum undir lokin og þurfa ekki á útskýringum um til- gang og miskunnarleysi dauðans að halda, þá gegnir einfaldlega öðru máli um börnin. Og í því felst líka veikleiki myndarinnar — ef menn vilja á annað borð vera að flokka hana sem „barna- og fjölskyldumynd". Eftir að sigur réttlætisins hefur verið driffjöður framvindunnar út alla myndina, er óvæntur og miskunnarlaus daubi afskaplega ranglátur. Slíkt ranglæti er börnum illskiljanlegt og í bókinni sjálfri spurbu dreng- irnir einmitt þessara spurninga í örvinglun sinni og fengu svör frá foreldrum sínum. Sá eftirmáli og sú „úrvinnsla", sem dauðinn fékk í bókarlok, var tvímælalaust þaö sem gaf bókinni sérstöðu og dýpt á sínum tíma. Þessum eftirmála éða úrvinnslu er sleppt í mynd- inni, sem aftur veldur því að for- eldrar í hópi áhorfenda þurfa að taka að sér þetta „úrvinnsluhlut- verk" gagnvart börnum sínum, sem eru ekki síður bergnumin af mikilvægi réttlætisins en riddarar reglu hins Rauða dreka. Sagan öll Hins vegar þýöir þetta ekki að myndin sé endaslepp, síður en svo, en endirinn er fullorðinsleg- ur (og listrænn!). Sögunni lýkur með rökrænni og fallegri skírskot- un til þess aö lífið haldi áfram, þegar sögumaöur hverfur af vett- vangi á ný í fylgd sonar síns og 10-12 ára drengir eru aö leika sér með flugdreka í portinu, rétt eins og í upphafi myndarinnar. Niðurstaban er því að Benjamín dúfa er frábær kvikmynd. Hún er um börn og hugmyndaheim barna, og þó hún höfði sterkt til barna, er þetta fyrst og fremst mynd sem á erindi við fullorðin börn. ■

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.