Tíminn - 25.11.1995, Side 17

Tíminn - 25.11.1995, Side 17
Laugardagur 25. nóvember 1995 17 IVIeð sínu nefli í vikunni var útför Ellyar Vilhjálms gerð í kyrrþey, en hún lést sem kunnugt er langt fyrir aldur fram í fyrri viku. Elly -var ein virtasta og dáðasta dægurlagasöngkona Islands um árabil og gerði mörg lög vinsæl. Hún hóf söngferil sinn meb KK- sex- tettinum, söng síðan ein auk þess sem hún söng mörg lög með bróður sínum Vilhjálmi. Meðal vinsælustu laga Ellyar er tví- mælalaust lagib „Lítill fugl". Lagið er eftir Sigfús Halldórsson, en ljóbið er eftir Örn Arnarson. Sem lítilsháttar virðingarvottur við minningu Ellyar verður einmitt lagið „Lítill fugl" lag þátt- arins að þessu sinni. LITILL FUGL C Dm Lítill fugl á laufgum teigi G C losar blund á mosasæng, Dm heilsar glaður heiðum degi, G G7 hristir silfurdögg af væng. C X 3 2 0 1 C Dm Flýgur upp í himinheiðiö G C hefur geislastraum í fang, Dm siglir morgunsvala leiðið, G G7 C sést á háan klettadrang. D G Þykist öðrum þröstum meiri, D G þenur brjóst og sperrir stél, E Am vill að allur heimur heyri D7 G hvab hann syngur listavel. Skín úr augum skáldsins gleði, skelfur rödd vib ljóðin ný, þó ab allir þrestir kveði þetta sama dirrin dí. 2 10 0 0 3 D X C O 1 3 2 1 > ( »< » 0 2 3 1 0 0 Dm Am Litli fuglinn ljóða vildi listabrag um vor og ást. ;; Undarlegt að enginn skyldi að því snilldarverki dást.;; Forstööumaður Sýslusafns Austur-Skafta- fellssýslu Laus er staba forstöbumanns Sýslusafns Austur-Skafta- fellssýslu á Hornafirbi frá 1. janúar 1996 nk. Sýslusafnib skiptist í bæjar- og hérabsbókasafn, hérabs- skjalasafn, byggbasafn, listasafn og náttúrugripasafn. í starfinu felst áætlunargerb og dagleg stjórnun stofnun- arinnar. Einnig umsjón meb útgáfu ársritsins Skaftfell- ings og fleira. Forstöbumabur Sýslusafnsins er jaínframt starfsmabur Menningarmálanefndar Austur-Skaftafellssýslu. Leitab er eftir áhugasömum einstaklingi meb háskóla- próf í bókasafnsfræbi, sagnfræbi eba skyldum greinum. Umsóknarfrestur rennur út 10. desember nk. Nánari upplýsingar veita Sturlaugur Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri Sýslunefndar Austur-Skaftafellssýslu, í síma 478-1500 og Gísli Sverrir Arnason, forstöbumabur Sýslusafns Austur-Skaftafellssýslu, í síma 478-1850. F.h. Sýslunefndar, Sturlaugur Þorsteinsson rf&//?//As&Así?/^////? // Dgta-„ oufíjffé Fyrir 4 3 msk. smjör 3 msk. hveiti 2 1/2 dl mjólk 1 tsk. salt 4 egg 250 gr niburrifinn ostur Smjörið er brætt í potti. Hveitinu bætt út í og hrærður jafningur með mjólkinni, þar til úr verður þykk sósa. Látið sjóða. Eggin eru abskilin, eggjarauðunum og ostinum hrært saman við (það má bæta 1-2 msk. af koníaki út í). Bragðiö til með salti. Eggja- hvíturnar stífþeyttar og þeim blandað varlega saman við sósuna. Hræran sett í vel smurt „soufflé"-form og bök- ub í ofni við 175° í ca. 60 mín. þar til „soufflé"-ið hefur hefast vel og er orðið stíft. Borið fram strax með brauði og salati. Aftraiaia 125 gr smjör 180 gr púbursykur 2 egg Rifið hýbi utan af 1 sí trónu 2 tsk. lyftiduft 1 tsk. kanill 1 tsk. negull 75 gr rúsínur 250 gr hveiti 1 dl mjólk Hrærið smjörið vel með sykrinum, bætið eggjunum saman við, einu í senn og hrærið vel á milli. Þurrefnun- um hrært saman við með mjólkinni. Deigiö sett í vel smurt jólakökuform og bakað við 175° í ca. 50-60 mín. Pruf- ið meb prjóni hvort kakan sé bökuð. Losið kökuna frá könt- um formsins, en hvolfib henni ekki úr fyrr en hún hef- ur aðeins kólnaö. > afofoacadí-j tnoagge, Alltaf jafn vinsælt 300 gr subusúkkulabi 3 egg 2 1/2 dl rjómi (1 peli) 1 tsk. koníak Súkkulaðið brotið í smábita og brætt yfir vatnsbaði. Látið kólna aðeins, eggjarauðunum hrært saman vib einni í senn, og koníakinu bætt út í. Stíf- þeyttum eggjahvítunum blandað saman viö hræruna og rúmlega helming af þeytt- um rjómanum. Sett í skálar og skreytt með þevttum rjóma- •topp og gróft söxuðum möndlum. Papriía ttt/ív^k^JónafK 4 rauðar paprikur Ca. 3 dl hrísgrjón, sobin 150 gr sveppir í sneibum 1 saxaburlaukur Smjör, salt, pipar og rifinn mildur ostur Skerið „lokið" af paprikunni og hreinsið innan úr henni. Látið lauk og sveppi krauma í srnjöri og blandiö hrísgrjón- unum saman við. Bragðað til með salti og pipar og sett í paprikuhulstrin. Stráið osti yf- ir og látið inn í heitan ofn þar til osturinn er bráðnaður. Viö brosum ... A: Það er sagt ab ég hafi erft gáfur föður míns. B: En þú hefur áreiðanlega þurft að skipta þeim meb mörg- um systkinum. A: Áttir þú nokkuð í vandræðum með enskuna þína, þegar þið voruð í London? B: Ekki ég, en Englendingarnir. Pétur þótti halla sér helst til mikið ab flöskunni. Læknirinn hans reyndi að tala hann til og stakk upp á ab hann færi að stunda jóga. Nokkru seinna hitti læknirinn konu Péturs. „Og hvernig gengur?" spurði hann. „Ágætlega," svaraði frúin. „Nú getur hann alveg sopið á, þó hann standi á höfðinu." Vissir þú ab ... 1. Höfuðborgin á Kúbu heitir Havana. 2. Söngleikurinn „My Fair Lady" er eftir Alan Jay Lerner (textar) og Freder- ick Loewe (tónlistin). 3. Fyrsti maöur Hallgerbar langbrókar hét Þorvaldur Osvífursson. 4. Eiríksgata er nefnd eftir Eiríki rauða. 5. Það var F.rlingur Páls- son, lögregluþjónn og sundkappi, sem kenndi fyrstur skriðsund á íslandi. 6. Kirkjan, sem nú er í Ár- bæjarsafni, var áöur á Silfrastöðum í Skagafirði. 7. Reikistjarnan Úranus fannst árið 1781. 8. Helgarpósturinn kom fyrst út 1979. Nú skulu kvöldkjólarnir vera hvítir Allt hefur sinn tíma. Svörtu sparikjólarnir og yfirleitt mest af fatnaði undanfarinna ára hefur verib á „dökku nótunum". Frægir tískuhönnubir eins og Calvin Klein og Ralph Lauren, svo ein- hverjir séu nefndir, hafa sent frá sér tískulínu sem minnir á tím- ann í kringum 1930. Einfaidleiki kjólanna er áberandi, en efnin eru kannski silki, shiffon eba blúnda. Svo eru líka notabir há- hælabir bandaskór og gerir þab sitt til ab úr verbur hinn glæsileg- asti kvöldklæbnabur.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.