Réttur


Réttur - 01.10.1970, Page 3

Réttur - 01.10.1970, Page 3
MAGNÚS KJARTANSSON: FLOKKSRÆÐI OG ÞINGRÆÐI Athugasemdir um starfshætti Alþingis AFGREIÐSLUSTOFNUN Um nokkurt skeið hefur allmikið verið rætt og ritað um flokksræði á Islandi, ofur- vald stjórnmálaflokka og þá sérstaklega for- usmhópa innan þeirra vébanda. Margt hef- ur verið sagt skynsamlega í þessum umræð- um, og þær hafa tvímælalaust vakið menn til umhugsunar um þessi mikilvægu vanda- mál og gert margvíslegt gagn. Samt hafa um- ræðurnar stundum beinzt um of að næsta ómerkum og yfirborðslegum atriðum, en of lítið hefur verið rætt um þá þætti flokksræð- isins sem skera úr um alla stjórnmálastarf- semi. Þar á ég við stöðu ríkisstjórna og starfs- hætti alþingis. A undanförnum áratugum hef- ur flokksræðið mótað störf alþingis í sívax- andi mæli, svo að þjóðþingið hefur glatað æ meiru af sjálfstæði sínu. Það hefur í staðinn jafnt í raun sem vitund almennings orðið af- greiðslustofnun fyrir ríkisstjórn hverju sinni, þar sem formleg blessun hefur verið lögð yfir ákvarðanir sem áður hafa verið teknar af sér- fræðingum og valdamönnum utan þings. Þessi tilhögun er orðin háskaleg þingræði og lýð- ræði á Islandi, og hún hefur að vonum stuðl- að mjög að því að draga úr virðingu alþing- is í huga almennings, en slík viðhorf bjóða heim hvers konar annarlegum og ólýðræðis- legum sjónarmiðum. ALGER VÖLD MEIRIHLUTANS Hérlendis er sá háttur á hafður svo sem kunnugt er að stjórnmálaflokkar, sem hafa meirihluta alþingismanna innan sinna vé- banda, koma sér saman um að mynda ríkis- stjórn. Þessi sami meirihluti ákveður síðan að taka alla stjórn Alþingis Islendinga í sínar hendur. Hann kýs úr sínum hópi alla forseta og varaforseta, ennfremur formenn og ritara allra nefnda. Þegar meirihlutinn er þannig búinn að taka allt stjórnkerfi þingsins í sínar hendur getur hann ráðið vinnubrögðum þess 139

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.