Réttur


Réttur - 01.10.1970, Blaðsíða 15

Réttur - 01.10.1970, Blaðsíða 15
sem álitu að nægilegt væri að sannfæra valdhaf- ana og ríkjandi stéttir um óréttlæti núverandi þjóð- skipulags; þá yrði léttur eftirleikurinn að koma á friði og almennri velmegun á jörðinni. Þá dreymdi um sósíalisma sem koma mætti á baráttulaust. Loks litu I þá tíð nær allir sósialistar og aðrir vinir verka- lýðsstéttarinnar á öreigana aðeins sem kýli og virtu fyrir sér skelfingu lostnir hvernig þetta kýli vex samfara vexti iðnaðarins. Þessvegna brutu þeir allir heilann um hvernig takast mætti að halda aftur af þróun iðnaðarins og öreigastéttarinnar, hvernig stöðva mætti ,,hjól sögunnar". Gagnstætt hinum almenna ótta við þróun öreigastéttarinnar byggðu Marx og Engels allar vonir sinar á stöðugum vexti hennar. Því fleiri öreigar, þeim mun öflugri yrðu þeir sem byltingarsinnuð stétt, þeim mun náiægari og raunhæfari yrði sósíalisminn. I fáum orðum má skilgreina afrek Marx og Engels I þágu verkalýðs- stéttarinnar á eftirfarandi hátt: þelr gæddu verka- lýðsstéttina sjálfsþekkingu og sjálfsvitund og settu vísindi i stað draumóra. Þessvegna verða allir verkamenn að þekkja nafn Engels og ævi hans. Og þessvegna hljótum við einnig að birta I safnriti1) okkar, sem eins og öll önnur rit okkar stefnir að því að vekja stéttarvitund rússneskra verkamanna, yfirlit um lif og starf Frið- riks Engels, annars hinna tveggja miklu lærifeðra öreiga nútímans. HEGEL OG ENSKIR ÖREIGAR Engels fæddist 1820 í borginni Barmen i Rinar- héraði, sem þá tilheyrði prússneska konungdæminu. Faðir hans var verksmiðjueigandi. Árið 1838 sá Engels sig tilknúinn, af fjölskylduástæðum, að ráða sig sem skrifstofumann hjá verzlunarfyrirtæki í Bremen. Kaupsýslustörfin komu ekki I veg fyrir að Engels aflaði sér menntunar á sviði vísinda og stjórnmála. Þegar i menntaskóla hafði honum lærzt að hata einveldið og gerræði embættismannalýðs- ins. Heimspekinámið þokaði honum fram á leið. I Þá tið drottnuðu kenningar Hegels yfir þýzkri heim- speki og Engels varð fylgismaður þeirra. Enda þótt Hegel sjálfur dýrkaði prússneska einveldið og starf- ’) Greinin birtist í fyrsta hefti safnritsins ,,Robot- ník" (Verkamaðurinn) sem samband rússneskra sósialdemókrata erlendis gat út óreglulega á árun- um 1896 til 1899. Þýð. Engels 1845. aði I þjónustu þess sem prófessor við Berlinarhá- skóla var kenning hans byltingarsinnuð. Trú Hegels á mannlega skynsemi og rétt hennar, svo og sú grundvallarkenning í heimspeki hans, að í heiminum ætti sér stað stöðug breyting og þróun, beindu huga þeirra lærisveina Berlínarheimspekingsins, sem ekki vildu sætta sig við veruleikann óbreyttan, að þvi, að baráttan gegn þessum veruleika, bar- áttan gegn gildandi órétti og rikjandi böli fælist einnig I heimslögmáli hinnar eilifu þróunar. Ef allt þróast, ef ein skipan leysir aðra af hólmi, því skyldu þá einvaldsstjórnir Prússakonungs og rússneska zarsins, þvi skyldi auðgun hverfandi minnihiuta á kostnað yfirgnæfandi meirihluta, því skyldi drottnun burgeisanna yfir alþýðunni standa að eilífu? Heim- speki Hegels fjallaði um þróun andans og hug- myndanna. Hún var hughyggju-heimspeki. Hún rakti þróun náttúrunnar, mannsins og mannlegra sam- skipta, þjóðfélagsaðstæðna, út frá þróun andans. Marx og Engels, sem gripu hugtak Hegels um hið 151

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.