Réttur


Réttur - 01.10.1970, Blaðsíða 42

Réttur - 01.10.1970, Blaðsíða 42
Baathflokkarnir (eins og í Sýrlandi og Irak) eru hinsvegar mjög afturhaldssamir, þó þeir kalli sig sósíalista. Til er að vísu í þeim vinstri armur, en í Irak sérstaklega eru of- sóknirnar gegn kommúnistum ægilegar. GUINEA CABRALS Landið heitir á opinberu máli „Portúgalska Guinea", er á vesturströnd Afríku. Þar eru 900.000 íbúar, sjö þjóðflokkar, og áður en frelsishreyfingin hóf starf sitt voru 99% íbúanna ólæsir og óskrifandi. Portúgal hefur arðrænt þessa frumstæðu íbúa, sem enn standa víða á ættasamfélagsstigi. Aðalútflutningur eru hnetur, áður þrælar. Nauðungarvinna og pyndingar eru aðferðir Portúgala til „upp- eldis". Eftir einnar aldar nýlendukúgun var þarna, áður en frelsishreyfingin hófst handa: eitt sjúkrahús, bara fyrir hvíta menn, 18 læknar, tvær lyfjabúðir og 30.000 holdsveikir menn. Meðalaldur var 30 ár. Verkalýður er raunverulega ekki til. En frelsishreyfing var hafin og leiðtogi hennar er Amilcar Cabral, eini verkfræðingur landsins. Hann er einn af beztu þjóðfrelsisleiðtogum hinna kúguðu þjóða og hefur kunnað með ágætum að sameina hina frumstæðu bændur og aðra íbúa til baráttunnar gegn Portúgöl- um. Víða er jörðin enn sameign og ættir aðal- heild fólksins, en í þessari frelsisbaráttu er einmitt þjóðin að verða til. Það er hugmynd Cabrals að tryggja að [x'gar sigurinn í þjóð- frelsisbaráttunni vinnst, þá rísi ekki upp borg- arastétt og skapist stéttaskipting, heldur fái þjóðfélagið að þróast á grundvelli jafnaðar, samvinnu og sameignar. Frelsissamtökin heita „Afríkanski Sjálfstæð- isflokkurinn fyrir Guinea-Bissau og Græn- höfðaeyjar", skammstafað PAIGC. Þau voru mynduð 1959- Þá var verkfall við höfnina í Bissau, — en það er höfuðborgin — kæft í blóði. Skæruhernaður hófst. 1964 kom til fyrstu raunverulegu orustunnar. Með mikilli þolinmæði var hinum frumstæðu bændum, sem flestir höfðu aldrei séð úr, eða vél, sýnt fram á nauðsynina á að berjast og hrekja ný- lenduherinn burt. Og portúgalski herinn hef- ur orðið að láta undan síga. Hann heldur sig nú mest í höfuðborginni Bissau. Fjórir fimmtu hlutar landsins hafa verið frelsaðir undan nýlenduoki Portúgala. Þar eru nú engin fangelsi lengur, engin nauðung- arvinna. Viðskipti eru skipulögð á samvinnu- grundvelli. Bændur fá meira fyrir afurðirn- ar en áður og fá vörurnar ódýrari. I fyrsta sinn sjá börnin í sveitaþorpunum mjólk og sykur. Það er unnið af kappi að bæta úr afleiðing- um nýlendukúgunarinnar. 1968 voru á frjálsa svæðinu 200 hjúkrunarkonur, 100 sjúkra- hjálparar, fjögur sjúkrahús og einn læknir lærður erlendis. Og þarna eru nú 157 skólar, 15000 nemendur og 220 kennarar og út er komin fyrsta kennslubókin í sögu landsins. Fátæk og frumstæð þjóð er að rísa úr kútn- um og brjótast áfram til menningar og frelsis. Og hver er aðstoð „hámenningar-þjóð- anna", hinna „frelsis- og lýðræðis-unnandi Nato-ríkja"? Aðstoðin eru napalmsprengjur til að tæta í sundur líkama fólksins og brenna eigur þess, sprengjur, sem Portúgalar kasta, en Bandaríkjamenn, Englendingar, Þjóðverjar, Belgir og Italir og aðrar Natoþjóðir útvega. Hinir ríku níðingar eru ekki „frumstæðir", jxir hafa morðtækni á háu stigi. ✓ Og það eru til Islendingar svo djúpt sokkn- ir að þeir skammast sín ekki fyrir að vera í þessum Nato-félagsskap. Og þó hafa íslend- ingar kynnst kúgun sem nýlenda í sex aldir, en er það gleymt, ef hent er í þá dollurum eða Morgunblöð bundin fyrir augun? 178

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.