Réttur


Réttur - 01.10.1970, Blaðsíða 36

Réttur - 01.10.1970, Blaðsíða 36
pólitíska, hefði forustu, er vaeri einbeitt í því hvert hún stefndi, — þ.e. fram til sósíalisma, — kynni að skilgreina allar aðstæður í auðvaldsskipu- laginu og að móta út frá þvi á hverjum tíma bar- dagaaðferðir verklýðsstéttarinnar, með öðrum orðum: hefði marxistíska forustu. Við kommúnistarnir höfðum byrjað á því að kynna íslenzkri alþýðu marxismann og reyna að ala upp og þjálfa sjálfa okkur og aðra, svo sósíalistísk verklýðshreyfing gæti eignast það mannval, er hún þurfti til að geta rækt hlutverk sitt. Það varð prófstemn á þann sósíalistíska þroska í forystu hreyfingarinnar að kunna á árinu 1930 að sjá hvað framundan var í efnahagsþróun og þarmeð hverskonar baráttu alþýðan yrði að heyja á næstu árum. Við kommúnistarnir héldum því fram að framundan væri ægileg heimskreppa, er bærist til Islands og verkalýðurinn yrði því að búast til hinnar hörðustu stéttabaráttu. Við höfð- um sýnt fram á þetta að því er okkur fanst með óyggjandi rökum í Rétti og Verklýðsblaðinu og gerðum þetta að einu höfuðmálinu á 10. flokks- þinginu (ASl-þingij í nóvemberlok 1930. En hægri foringjar Alþýðuflokksins vísuðu öllum slíkum ,,ill- spám'' á þug. Og Ólafur Friðriksson mótaði fyrir þeirra hönd hin fleygu orð: ,,Kreppan er hvergi til nema í kollinum á Brynjólfi Bjarnasyni", — nógu vel sagt til að geymast og nógu vitlaust til að verða hinum ,,æfðu stjórnmálamönnum'' Alþýðu- flokksins til ævarandi skammar. Hin unga marxistíska vinstri forusta I Alþýðu- flokknum hafði þegar í Krossanesverkfallinu sum- arið 1930 sýnt festu sína og forustuhæfileika til að geta leitt erfitt verkfall til algers sigurs. Og hin unga forusta, er varað hafði verkalýðinn við hvað framundan væri, sýndi er kreppan var skollin yfir með atvinnuleysi og launakúgun, að hún hafði kjark og kraft til að hvetja til baráttu og leiða hana. [ hinum hörðu átökum kreppuáranna mótaðist og þroskaðist hið marxistíska mannval verklýðs- hreyfingarinnar. Hörðustu átök stéttabaráttunnar á þessari öld, atvinnuleysisbaráttan 7. júlí og 9. nóv- ember 1932 og Dettifossslagurinn og Novubar- daginn 1933—34 o.fl. sönnuðu verkalýðnum áræði og baráttuþrótt Kommúnistaflokksins. Víðfeðma samfylkingarbarátta hans fylkti síðan vaxandi hluta verkalýðsins saman á árunum 1934 til 1937, þegar sú þarátta leiddi til sigursins í þingkosningum 20. júní 1937, sem aftur varð orsök sameiningarinnar haustið 1938. 172 Tímabilið 1930—42 hefur stundum verið kallað hetjutímabil verklýðshreyfingarinnar. Það var skeið hinna hörðustu átaka íslenzkra stjórnmála og lykt- aði með mesta sigri, sem verklýðshreyfingin hefur unnið á þessari öld. Sú forusta og það fólk, — er hertist í eldi þeirra átaka, lærði að meta rétt allar aðstæður hverju sinni og beita réttri bardagaað- ferð, — sýndi það í skæruhernaðinum 1942 og sigr- inum yfir gerðardómum Ihalds og Framsóknar þá hvað samtaka, vígreifur verkalýður undir marxist- ískri og markvissri forustu megnaði. BARÁTTAN UM SKIPULAGSMÁLIN Alþýðuflokkurinn (þ.e. Alþýðusambandið) var á þessum árum skipulagslega séð óskapnaður. Flokkurinn samanstóð fyrst og fremst af verk- lýðsfélögum. Þau undarlegu fyrirbrigði gátu þvi gerzt að flokkurinn fengi færri atkvæði við kosn- ingar en félagar voru í honum. Jafnframt stóð þetta annarsvegar pólitiskri þroskun flokksins fyrir þrif- um og hinsvegar tafði það fyrir því að sameina alla stéttina í verkalýðsfélögum. Kommúnistarnir lögðu til að skipulagið yrði þann- ig að annarsvegar væru pólitísku félögin (jafnaðar- mannafélögin) sem hin raunverulegu flokksfélög og hinsvegar verklýðsfélögin. Verkalýðsfélögin væru í óháðu verkalýðssambandl, er kosið væri til á jafnréttisgrundvelli, en jafnframt gætu þau verk- lýðsfélög, er það vildu, verið í flokknum. (Þannig er t.d. skipulag brezka Verkamannaflokksins). Upphaflega hafði Alþýðuflokkurinn staðið utan allra alþjóðasambanda, en eftir 1920 haft nokkurt samband við Alþjóðasamband kommúnista og Ól- afur Friðriksson, cem þá var aðalleiðtogi flokksins, mætti á heimsþingum þess 1921 og 1922. Kom til fyrsta beina klofningsins 1922, þegar Jafnaðar- mannafélagið I Reykjavík sendi hann til Moskvu og hægri menn flokksins klufu það þessvegna og stofnuðu Jafnaðarmannafélag Islands („heldri manna félagið"). Voru nú tvö jafnaðarmannafélög úr Reykjavík í flokknum og ekkert var í lögum þá, er bannaði að það væru fleiri en eitt frá sama stað. Það var nú vissulega helzt til ráða, ef halda átti hreyfingunni sameinaðri að halda Alþýðu- flokknum utan alþjóðasambanda og leyfa fleiru en i

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.