Réttur


Réttur - 01.10.1970, Blaðsíða 40

Réttur - 01.10.1970, Blaðsíða 40
eina land sósíalismans í heiminum, umkringd fjand- samlegum rikjum. Tilvist þeirra og þróun var vonin um áframhaldandi sigra sósíalismans á þessari öld. Og þegar auðvaldsskipulagið eftir 1930 flutti vinn- andi stéttum heims í æ ríkara mæli kreppu og at- vinnuleysi, kúgun og svo fasisma, þá sannaði fá- tæka hetjuþjóðin yfirburði sósíalismans á efnahags- sviðinu með framkvæmd fimm ára áætlananna og iðnvæðingu þessarar frumstæðu bændaþjóðar og það vakti eðlilega hrifningu sósíalista. — Alþýðu- flokkurinn hafði fram að 1927 verið vinsamlegur Sovétrikjunum, ætíð minnzt 7. nóvembers sérstak- lega og eftir 1930 héldu enn ýmsir aðilar innan hans („Bókmenntafélag jafnaðarmanna" t.d.) þeirri samúð. En það er mannlegur breyskleiki brautryðjenda að vilja sjá vonir sínar og drauma rætast fyrr og betur en veruleikinn gefur kost á. Svo var og um framkvæmd sósíalismans í Sovétrikjunum. Og hið endalausa og skefjalausa nið svartasta afturhalds- ins um þessi ríki, þjappaði eðlilega vinum þeirra og velunnurum saman til varnar þeim, — lika til að verja í góðri trú það, sem síðar sýndi sig að óverjandi var. Það var vinum Sovétrikjanna erfiðara að sjá þá en nú, að það sama ríkisvald, sem við treystum til að ráða niðurlögum nazismans og gerði það með fádæma fórnum og hetjuskap síðar, skyldi í blindu ofstæki bana mörgum beztu kommúnistum heims og svifta þá heiðrinum um leið. Og enn er það þessi tvískinnungur, — sem að mínu áliti á rót sína að rekja, auk sérstakra aðstæðna, til eðlis ríkisvaldsins, eins og ég hef annarsstaðar reynt að skilgreina — sem mönnum veitist erfitt að skilja í fari Sovétríkjanna: að því sama valdi, sem er trygging og grundvöllur þess að alþýða annarra landa eins og t.d. Kúbu eða nú Chile fær að koma á sósíalisma og að alþýða Vietnam getur varizt og barist gegn níðingsárás Bandaríkjanna, — skuli beitt ranglega og svívirðilega til dómsmorða eins og 1950—53 og til innrásarinnar í Tékkóslóvakiu 1968. Því má það ekki gleymast alþýðu, þegar Sov- étríkin eru gagnrýnd fyrir það, sem þau hafa brotið af sér gagnvart hugsjón sósíalismans, að ef þau væru ekki til sem það mikla vald, er þau eru, myndu auðjöfrar og herdrotnar Bandarikjanna traðka allt mannkyn undir járnhæli valds síns í skefjalausu ofstæki sínu og hroka, sem engra glæpa svífst og ekkert mannlegt virðir eins og Víetnam sannar bezt. En þessi vandamál eru of víðtæk til raunveru- legrar umræðu í þessari tímaritsgrein. 176 Kommúnistaflokkurinn gekk á unga aldri í gegn- um sína barnasjúkdóma, svo sem títt er um slíka flokka. Þeir geta stundum eyðilagt unga flokka ævilangt, eða leitt til bana, en hættulegastir verða barnasjúkdómarnir þó sem kunnugt er, ef þeir leggjast á fullorðna. K.F.I. slapp giftusamlega út úr sínum og lærði af þeim fyrir lífið, en einstaka félag- ar báru þó örin eftir sárin ævilangt. TRYGGÐ OG VÍÐSÝNI Kommúnistaflokkurinn olli miklum straumhvörf- um í þróun verklýðshreyfingarinnar og þar með Islandssögu 20. aldarinnar. Hann varð verkalýðnum dygg forusta i lífs- og frelsisbaráttu hans og hann setti aldrei metnað sinn eða hag ofar hagsmunum og heill verklýðshreyfingarinnar. Það er ekki að ófyrirsynju að sótsvart og myrkfælið afturhaldið sér í öllu því bezta og vigreifasta, sem síðari flokkar sósíalista sýna í baráttu sinni, afturgöngur Komm- únistaflokksins og heldur dyggilega þeim góða sið að heiðra allt róttækt i röðum sósíalista og jafn- vel borgaralegra lýðræðissina með kommúnista- nafngiftinni. Það voru ekki hvað sízt tveir eiginleikar Komm- únistaflokksins, sem gerðu honum kleift að vinna það hlutverk, er hann vann, — eiginleikar, sem hann átti í ríkum mæli á sínu bezta skeiði: sú víð- feðmi í hugsun, sem er skilyrði þess að geta fylkt fjöldanum saman til baráttu fyrir sigri, — og sú sið- ferðilega festa og tryggð við málstað fólksins, sósí- alismann, sem er trygging þess að sigurinn, þegar hann vinnst, verði þess virði að vinna hann. J

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.