Réttur


Réttur - 01.10.1970, Blaðsíða 28

Réttur - 01.10.1970, Blaðsíða 28
STEFÁN BERGMANN: MAÐUR OG UMHVERFI Stefán Bergmann er fceddur í Keflavík 1942. Hann lauk prófi í líffræði við háskólann í Belgrad og hóf kennslu við Menntaskólann í Reykjavík í fyrra, jafnframt því sem hann býr sig undir að Ijúka framhaldsnámi í grein sinni. Enn vantar mikið á að maðurinn skilji stöðu sína meðal lífvera heimsins. Hann getur ekki enn gert sér fulla grein fyrir þeim marg- brotnu tengslum, sem ríkja í milli dauðrar náttúru annars vegar og lífveranna hins veg- ar. Lengst af hefur hann ekki viljað við þetta kannast sem vandamál, en litið á sig sem drottnara jarðar og möguleika sína óendan- lega. Nú er hann neyddur til að viðurkenna vandann og hann stendur frammi fyrir því að skilja, að náttúruauðasfi jarðar eru tak- mörkuð og að þau geta spillzt af gálausu atferli hans sjálfs! Það er vandasamt að yrkja jörðina, stunda fiskveiðar og nýta beitarland rétt; úrgangsefni frá iðnaðarframleiðslu og bústöðum manna raska jafnvægi náttúrunnar eða þeim tengslum á milli lífvera og dauðrar náttúru, raunar einnig milli lífveranna inn- byrðis, sem komizt hefur á við langvinna þróun þessara náttúruþátta. ÖKOLOGÍA* Til þess að sleppa við of langt mál getum við tekið það til, að ökólógían hefur að meg- inviðfangsefni jafnvægi náttúrunnar. Það jafnvægi sem hún leitast stöðugt við að koma á. Vísindagreinin verður t.d. að kanna áhrif þeirra þátta sem veðrátta samanstendur af á lífverurnar. Einnig leitar hún að lögmálum sem kunna að ríkja í samskiptum milli líf- veranna. Þess vegna kemur offjölgun í henn- ar verkahring, þ.e. að lýsa afleiðingum af sam- keppni lífveranna um ákveðið fæðumagn og takmarkað landrými til búsetu. Hún útskýrir * Erfitt er að komast hjá því að nota þetta orð. Stofn þess er grískur — oikos — og þýðir hús. Þetta verða því fræðin um húsið en útfært frekar mætti kalla greinina umhverfisfræði. Gallinn við það orð er sá, að það gefur ekki nægilega vel til kynna að hér er einnig átt við lifandi verur sem umhverfi öðrum lifandi verum. 164

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.