Réttur


Réttur - 01.10.1970, Blaðsíða 8

Réttur - 01.10.1970, Blaðsíða 8
BJÖRN ÞORSTEINSSON OG ÖLAFUR R. EINARSSON: ÖRBIRGÐ EÐA RÉTTLÆTI II / upphafi þessa greinaflokks var fjalla'Ö um arðrán ríkra þjóða (höfuðhólanna) á hinum snauðu þjóðum (hjáleigunum) og dregin upp mynd af vœntanlegri fólksfjölgun í heimin- um. Að þessjt sinni mun í greinaflokknum henl á misskiptingu heimsins gceða milli hinna auðugu iðnaðarþjóðfélaga og hráefnafram- leiðanda þróunarlandanna. Einnig er núver- andi þróunaraðstoð svipt dýrðarljóma sínum og fjallað um spekilekann, erlent fjármagn og fjarstæðukenndar fjölskylduáœtlanir. MISSKIPTING HEIMSINS GÆÐA Tölur einar gefa óhugnanlega mynd af misskiptingu heimsgæðanna, en nægja þó ekki til að draga upp hina raunverulegu mynd ástandsins. Þjóðir Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku eru aðeins 18% af íbúum jarðar, en taka þó til sín um 61% heimstekn- anna. Vissulega er það staðreynd að styrkur þessara þjóða liggur í hinni efnahagslegu fjölhæfni þeirra, hæfileikum þeirra til að flytja til vinnuafl og fjármagn eftir þörfum markaðsins. Hinar snauðu þjóðir, þróunar- löndin hafa aftur á móti enga slíka mögu- leika, eina kunnátta þeirra er, hvernig frarn- leiða á vissar tegundir hráefnavarnings og landbúnaðarafurða. Orsaka þessa ástands má rekja afmr til nýlendutímabilsins þegar ný- lendurnar voru notaðar sem ódýrir hráefna- framleiðendur fyrir vaxandi iðnað í Evrópu. Meðan gengdarlaus kúgun og þrælkun átti sér stað á íbúum nýlendnanna efldist iðnaður og verzlun í Evrópu og Norður-Ameríku svo ekki sé talað um bætta menntunaraðstöðu íbúanna og bætt heilbrigðisástand, en allt var þetta á kostnað nýlendnanna, þar sem nátt- úruauðlindir þeirra voru gjörnýttar til vel- sældar hins vestræna heims. Síðustu 50 árin hafa fært sönnur á, að þróunarlöndin, sem hafa orð'ð að leggja allt traust sitt á einhæfa framleiðslu hráefna- og landbúnaðarafurða, eru vægast sagt illa stödd og eiga allt sitt undir „miskunnsemi" hinna ríku þjóða. Hver er svo miskunnsemin? Vissulega hafa flestar nýlendur hlotið sjálfstæði og hinn blóðugi ferill gömlu nýlendustefnunnar hef- ur runnið sitt skeið. En því miður er sjálf- stæðið aðeins á yfirborðinu og landabréfun- um en ekki bókhaldinu, því upp hefur komið 144

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.