Réttur


Réttur - 01.10.1970, Blaðsíða 18

Réttur - 01.10.1970, Blaðsíða 18
a8 framþróun hins vísindalega sósíalisma. Árið 1870 fór Engels búferlum til Lundúna og allt til 1883, er Marx dó, vöruðu þar andleg samskipti þeirra þrungin þrotlausu starfi. Ávöxtur þessa starfs var — hvað snertir Marx — „Auðmagnið", stærsta afrek okkar tíma á sviði pólitískrar hagfræði, og hvað Engels snerti fjöldi rita, stórra og smárra. Marx vann að rannsóknum á flóknum fyrirbrigðum hins kapítalíska hagkerfis. En Engels brá birtu ó víðtækustu vandamál vísindanna og h:n ólíkustu fyrirbrigði fortíðar og nútíðar í anda söguskoðunar efnishyggjunnar og hagfræðikenningar Marx. Rit hans voru frábærlega glæsilega skrifuð og oft i formi ritdeilu. Hér skal nefna þessi af ritum Engels: ádeiluritið gegn Duhring (þar er fjallað um dýpstu vandamál heimspekinnar, náttúru- og félagsvísind- anna1), „Uppruni fjölskyldunnar, einkaoignarinnar og ríkisins" (rússnesk þýðing 3. útgáfa, St. Péturs- borg 1895), „Lúðvík Feuerbach" (rússnesk þýðing með athugasemdum Plechanovs, Genf 1892), grein um utanríkisstefnu rússnesku ríkisstjórnarinar (í rússneskri þýðingu í „Sósíaldemókratanum" I Genf, nr. 1 og 2), hinar ágætu greinar um íbúðavanda- málin og að lokum tvær litlar en mjög verðmætar greinar um efnahagsþróun Rúcslands („Friðrik Engels um Rússland", þýddar á rúsnesku af V. I. Sassúlits, Genf 1894). Marx dó án þess að hafa fullgengið frá hinu mikla verki sínu um auðmagnið. Fyrsta uppkasti að því var þó þegar lokið. Og nú tókst Engels á hendur, eftir dauða vinar síns, það erfiða verk að vinna úr og gefa út II. og III. bindi „Auðmagnsins". Hann gaf II. bindið út árið 1885, III. bindið 1894 (hann komst aldrei til að vinna úr IV. bindinu2). Austurríski sósíaldemókratinn Adler hefur réttilega látið svo ummælt að með útgáfu II. og III. bindis hafi Engels reist hinum snjalla vini sín- um stórbrotinn minnisvarða og letrað sitt eigið nafn óafmáanlegum stöfum án þess að sú væri tilætlun hans sjálfs. i sannleika sagt eru þessi tvö bindi „Auðmagnsins" verk tveggja manna: Marx og Eng- !) Þetta er furðulega innihaldsmikil og lærdómsrík bók. Því miður hefur aðeins stuttur kafli úr henni verið þýddur á rússnesku. Hann inniheldur sögulegt yfirlit um þróun sósíalismans. 2) Með IV. bindi „Auðmagnsins" á Lenín við — og styðst þá við orð sem Engels eitt sinn lét falla — rit Marx: „Kenningar um verðmætisaukann". Þýð. 154 els. Forn ævintýri geyma margar heillandi frásagnir um vináttu. öreigastétt Evrópu getur fullyrt að vís- indi hennar voru mótuð af tveim lærdóms- og bar- áttumönnum sem tengdir voru þvilikum böndum að hjartnæmustu ævintýri fornaldar um mannlega vin- áttu hverfa í skuggann. Engels taldi — og það, almennt séð, fyllilega réttilega — Marx sér ævin- lega fremri. Hann skrifaði gömlum vini sínum: „Meðan Marx lifði lék ég aðra fiðlu". Ást hans á Marx meðan hann lifði og virðing hans fyrir minn- ingu hans að honum látnum éttu sér engin tak- mörk. Þessi harðsnúni baráttumaður og strangi hugsuður gat unnað frá dýpstu hjartarótum. I útlegðinni eftir hræringarnar 1848—49 fengust Marx og Engels ekki einvörðungu við vísindastörf. Marx stofnaði 1864 „Alþjóðasamband verkamanna" og stýrði þeim félagsskap í fullan áratug. Engels tók einnig drjúgan þátt í starfi hans. Starfsemi „Al- þjóðasambands verkamanna", sem samkvæmt áætl- un Marx átti að sameina öreiga allra landa, hafði gífurlega víðtæk áhrif á þróun verkalýðshreyfing- arinnar. En enda þótt „Alþjóðasamband verka- manna" væri leyst upp á áttunda áratug aldarinnar hættu Marx og Engels ekki störfum sínum í þágu einingar verkalýðsstéttarinnar. Þvert á móti má segja að mikilvægi þeirra sem andlegra forystu- manna verkalýðshreyfingarinnar hafi stöðugt farið vaxandi vegna þess að hreyfingin sjálf var einnig i stöðugum vexti. Eftir dauða Marx hélt Engels einn áfram því starfi að vera ráðgjafi og forystu- maður sósíalista í Evrópu. Til hans leituðu um ráð og leiðbeiningar jafnt þýzku sósíalistarnir, er jafnt og þétt óx fiskur um hrygg þrátt fyrir ofsóknir ríkisstjórnarinnar, sem og fulltrúar vanþróaðra ríkja, t.a.m. Spánverjar, Rúmenar og Rússar sem þurftu að ígrunda og yfirvega sín fyrstu skref. Allir jusu þeir af hinum auðuga nægtabrunni þekkingar og reynslu gamla Engels. MARX, ENGELS OG RÚSSLAND Marx og Engels, sem báðir voru kunnugir rúss- neskri tungu og lásu rússneskar bækur, höfðu geysimikinn áhuga á Rússlandi. Þeir fylgdust sam- úðarfullir með rússnesku byltingarhreyfingunni og héldu uppi sambandi við rússneska byltingarmenn. Béðir höfðu breytzt úr lýðræðissinna í sósíalista og hin lýðræðislega haturstilfinning gagnvart stjórn- málalegu gerræði var ákaflega sterk hjá báðum. ■

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.