Réttur


Réttur - 01.10.1970, Blaðsíða 19

Réttur - 01.10.1970, Blaðsíða 19
 r.t \j:T° ■ [ - Íf J WvsmK&fc' , 7.., - 1 Engels í hópi þýzkra félaga í ágúst 1893 í sambandi við þing II. Alþjóðasambandsins í Ziirich. Frá vinstri til hægri: Friedrich Simon, Frieda Simon, dóttir Bebels, Clara Zetkin, Engels, Julia og August Bebel, Ernest Schaffer, Regine og Eduard Bernstein. Þessi ósvikna pólitiska skynjun í tengslum við djúpstæðan fræðilegan skilning á samhenginu milli pólitisks gerræðis og efnahagslegrar undirokunar, ásamt með hinni rikulegu lífsreynslu, gerðu það að verkum að Marx og Engels voru einstaklega næmir einmitt í pólitisku tilliti. Þessvegna fögnuðu þessir reyndu byltingarmenn innilega hetjulegri baráttu hins fámenna hóps rússneskra byltingarmanna gegn hinni voldugu stjórn zarsins. Á hinn bóginn þótti þeim sú tilhneiging náttúrlega grunsamleg að snúa baki við nærtækasta og mikilvægasta verkefni rúss- neskra sósíalista — að ná fram stjórnmálalegu frelsi — vegna hugsanlegra efnahagsávinninga. Þeir litu reyndar á það beinlinis sem svik við hina fé- lagslegu byltingu. „Frelsun verkalýðsstéttarinnar getur aðeins orðið verk verkalýðsstéttarinnar sjálfr- ar", kenndu Marx og Engels ævinlega. En til þess að berjast fyrir efnahagslegri frelsun sinni verður öreigastéttin að komast yfir viss pólitísk réttindi. Auk þess sá jafnt Marx sem og Engels að hin pólitiska bylting í Rússlandi mun einnig hafa gifur- lega víðtæka þýðingu fyrir verkalýðshreyfingu Vest- urevrópu. Rússneska einveldið hefur frá alda öðii verið hið trausta vigi alls afturhalds í Evrópu. Hin einstaklega hagstæða aðstaða Rússlands á alþjóða- vettvangi er leiddi af stríðinu 1870, sem olli lang- varandi fjandskap milli Þýzkalands og Frakklands, jók auðvitað aðeins mikilvægi rússneska einveldis- ins sem afturhaldsrikis. Einungis frjálst Rússland, sem hvorki þarf á því að halda að undiroka Pól- verja, Finna, Þjóðverja, Armena og aðrar smáþjóðir, né heldur að etja Frökkum og Þjóðverjum saman i sífellu, mun létta núverandi stríðsklyfjum af Evrópu, veikja öll öfl afturhaldsins í Evrópu og efla ev- rópsku verkalýðsstéttina. Af þessum sökum óskaði Engels þess innilega í þágu árangursrikrar verka- lýðshreyfingar á Vesturlöndum að stjórnmálalegt frelsi mætti halda innreið sina í Rússlandi. Með honum hafa rússneskir byltingarmenn misst bezta vin sinn. Eilíf sé minning hins mikla baráttumanns og læri- föður öreiganna, Friðriks Engelsl Skrifað haustið 1895. Fyrst birt 1896 i safnritinu ,,Rabotnik" (Verkamaðurinn), nr. 1 og 2. 155

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.