Réttur


Réttur - 01.10.1970, Side 41

Réttur - 01.10.1970, Side 41
ERLEND VÍÐSJÁ mmtmm EGYPTALAND Eftir hina þjóðlegu liðsforingjabyltingu í Egyptalandi, er afnam konungsveldið, hefur þróunin þar einkennzt af baráttu gegn erlenda imperíalismanum annarsvegar og vissum ráð- stöfunum innanlands gegn yfirstéttinni: stór- jarðeigendum. Sósíalistabandalagið, sem Nasser var leið- togi fyrir, er hann dó, er eini leyfði flokkur- inn í landinu. Kommúnistaflokkurinn er bannaður og var leystur upp. Ymislegt hefur batnað fyrir alþýðu: all- rnargir bændur hafa fengið eigin jörð, sömu- leiðis áburð. 1967 var hrísuppskeran ferföld og laukuppskeran tvöfalt meiri en 1952. — En íbúatalan hefur líka vaxið um 50%. — Iðnaður hefur aukizt stórum og um 1 Vj millj- ón manna vinnur við iðnað eða um fjórðung- ur alls starfandi fólks. Mikill meirihluti iðn- aðarins er rekinn af ríkinu. En mikið er eftir að laga: Atvinnuleysi er mikið og tilfinnan- legt, lífskjör bændafólksins slæm, 74% bænda eru enn leiguliðar eða landbúnaðar- verkamenn. Og heilbrigðisástand þeirra er slæmt, þó mikið hafi verið gert til áð bæta það. Mestallt bændafólk þjáist af ormaveiki og blöðrusýki og 60% af malaríu. Mörgum marxistanum þykir að liðsforingj- arnir og embættismennirnir nýju hagi sér full- b'kt hinni fornu yfirstétt og þótt þeir tali mik- ið um sósíalisma, þá eigi þeir eftir að læra að framkvæma hann. Sagan segir að Krutstjof hafi sagt um Sadat, sem nú tók við af Nasser: „Hann hefur enga hugmynd um sósíalisma”. Marxista Egyptalands var fyrst og fremst að finna í kommúnistaflokki landsins. Sá flokkur átti við mikla innri erfiðleika að strrða 1939 til 1958, en náði samt nokkru fylgi hjá verkamönnum. A árunum 1952 til ’56 sætti hann ofsóknum af hálfu Nasser- stjórnarinnar og aftur frá 1959 til 1964. Sodi Al Shafei, einn af stofnendum flokksins, sem gerðist formælandi samstarfs við Nasser, var samt drepinn í fangabúðum 19 - 0 og svo fór um fleiri. I apríl 1965 ákvað meiri- hlutinn í forystu Kommúnistaflokksins að leysa hann upp með tilliti til þess að „Arab- iska Sósíalistabandalagið" hefði tekið sósíal- ismann á stefnuskrá sína. En margir komm- únistanna sitja enn í fangabúðum og gagn- rýna mjög stjórnarstefnuna, en aðrir reyna að vinna með stjórnarflokknum — og gagn- rýna líka hina „nýju stétt," er þeim finnst ræna opinberu fyrirtækin í eigin hagsmuna- skyni. — Slíkt kemur fram víðar hjá komm- únistum Arabalanda, t. d. hjá aðalritara Kommúnistaflokks Súdans, Abdal Mabgoub, sem simr í stofufangelsi, en þrír meðlimir flokks hans eru í ríkisstjórninni. Vandamálin í þessum Arabalöndum þjóð- legrar uppreisnar gegn imperíalismanum eru því mjög flókin. Samtímis er svo sá Komm- únistaflokkur Israels, sem berst fyrir sáttum Araba og Israels og gegn amerísku heims- valdastefnunni, — og lýtur forystu Meir Vilners (sbr. Rétt 1967, bls. 198 etc.) — lög- legur, þótt við ofsóknir búi. 177

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.