Réttur


Réttur - 01.10.1970, Blaðsíða 34

Réttur - 01.10.1970, Blaðsíða 34
EINAR OLGEIRSSON: STRAUMHVÖRF SEM K.F.Í. OLLI Þa5 eru nú liðin 40 ár síðan Kommúnista- flokkur Islands (K.F.I.) var stofnaður þann 29. nóv. til 3. des. 1930. Stefna og starf þess flokks olli straumhvörfum I íslenzkum stjórnmálum. Það er þjóðinni holt og sérstaklega öilum þeim nauð- syn, sem I sósíalistískri verkalýðshreyfingu starfa, að kynna sér þau straumhvörf á hinum ýmsu svið- um íslenzks þjóðlífs. VERKALÝÐSFORUSTA í VINSTRI HREYFINGU Kommúnistarnir í Alþýðuflokknum og siðan K.F.I. boðuðu það að verkalýðurinn yrði að verða sjálf- stætt stjórnmálaafl, er tæki forustuna fyrir öðrum vinnandi stéttum í markvissri baráttu fyrir sósialist- ísku þjóðfélagi. I baráttunni fyrir að gera verklýðn- um þetta forystuhlutverk hans Ijóst, skarst I odda jafnt við vald Framsóknarflokksins og áhrif for- ystumanna hans, fyrst og fremst Jónasar frá Hriflu, á forustuna I Alþýðuflokknum, sem og við sósialdemókratana sjálfa. Jónas frá Hriflu hafði í ríkum mæli haft hönd í bagga við stofnun Alþýðuflokksins 1916 og hafði í tímamótagrein sinni „Nýr landsmálagrundvöllur" I Rétti 1918 markað Alþýðuflokknum þann þrönga bás smávægilegra umbóta, sem hann hugðist halda flokknum á. Jónas gerði þar sjálfur grein fyrir því að fyrir „milliflokkinn" sem sé Framsókn, væri nauðsyn á því að skipuleggja verkamenn á sósíal- istískum flokksgrundvelli, til þess að hindra að ihaldið í bæjunum næði tökum á verkamönnum ósamtaka og óþroskuðum. En jafnhliða var mein- ingin að hafa slikan „hemil" á þessum verka- mannaflokki að hagnýta mætti hann i átökunum við burgeisastétt bæjanna, en hindra sjálfstæða pólitik hans. Tök Jónasar á Alþýðuflokknum voru leið að því marki. Barátta kommúnistanna, stofnun K.F.I. og stefna þess síðan var þvi að einu leyti einskonar flokks- leg sjálfstæðisbarátta verklýðsstéttarinnar, upp- reisn gegn yfirdrottnun Framsóknar yfir Alþýðu- flokknum og þarmeð þeim borgaralegu áhrifum, sem fram komu í afstöðu sósialdemókratísku for- ingjanna. Og þessi uppreisn tókst og bar árang- ur. Og hún endurtók sig síðan í Alþýðuflokknum 1938, þegar vinstri armur hans reis upp og tók höndum saman við Kommúnistaflokkinn um mynd- un Sósíalistaflokksins. Það er engin tilviljun að bók sú, sem er reikningsskil Héðins Valdimars- sonar við hægrimennskuna I Alþýðuflokknum, ber nafnið: „Skuldaskil Jónasar Jónssonar við sósíal- ismann". Jónas frá Hriflu var I krafti síns mikla persónuleika og þess valds, er Framsókn var, hinn sterki maður á bak við afsláttarstefnu hægri Alþýðuflokksforingjanna. *) Þessvegna var sameiningin 1938 sigur barátt- unnar fyrir sjálfstæðri verklýðsstétt og sigurinn *) Ég hef reynt að skilgreina þessa þróun I grein í Rétti 1939, er heitir „Valdakerfið á Islandi 1927—39", og er 4. kaflinn þar i sérstaklega um alla þessa baráttu og heitir „Viðureignin við verkalýðinn. Alþýðuflokkurinn gerður að annexiu i Framsókn." Hlutverk Jónasar sem valdsmanns I ís- lenzku stjórnmálalífi er og nokkuð skilgreint þarna, hinsvegar ekki hinn mikli og merkilegi þáttur hans sem brautryðjanda í alþýðuhreyfingum 1911—27. 170

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.