Réttur


Réttur - 01.10.1970, Page 7

Réttur - 01.10.1970, Page 7
koma sér saman um að mynda ríkisstjórn sem síðan hefur forustu um alla þróun landsmála. Þessi aðferð er á engan hátt sjálfsögð. I Sviss eru ríkisstjórnir til dæmis kosnar af þinginu samkvæmt hlutfallskosningaaðferð, án þess að um sé að ræða samstæðan meirihluta sem standi að stjórninni og komi vilja hennar fram á þingi. Þar verða ráðherrar því að leggja mál sín fyrir þing án þess að hafa fyr- irfram nokkra örugga vitneskju um fram- gang þeirra. Þær ákvarðanir sem yfirleitt eru teknar af ríkisstjórnum eru þannig teknar af þinginu í Sviss fyrir opnum tjöldum, en rík- ísstjórnin er aðeins einskonar framkvæmda- nefnd. Þessu fyrirkomulagi fylgja svo mjög opin ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur, svo að almenningur hefur tök á að hlutast til um ákvarðanir þingsins hvenær sem er á kjör- tímabilinu. Astæða er til að velta því fyrir sér hvort einhver hliðstæð tilhögun kynni ekki að henta hinu örsmáa íslenzka þjóðfélagi. Slík skipan mundi gera þingið að ótvíræðri valda- stofnun og auka jafnframt lýðræðisleg rétt- indi almennings. Hún yrði allavegana hreinni og skýrari en sú aðferð sem nú tíðkast, þeg- ar samsteypustjórnir komast að niðurstöðu með leynimakki og tryggja síðan fram- kvæmdirnar með flokksræði. 143

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.