Réttur


Réttur - 01.10.1970, Blaðsíða 43

Réttur - 01.10.1970, Blaðsíða 43
INNLEND SljB ■ VIÐSJÁ barizt um kjör LAUNAFÖLKS Eins og við mátti búast hefur ríkisstjórnin enn ráðizt að kjörum launafólks, enda er það stefna hennar að níðast á launafólki og sam- tökum þess. Enda þótt samið hafi verið um verðtryggingu launa í sumar hefur sambandi launa og verðlags nú nánast verið rift. I síð- asta hefti Réttar gerði undirritaður stefnu stjórnarinnar að þessu leyti nokkuð að umtals- efni og vísast til þess hér. efnahagsráð- STAFANIR RlKIS- STJÓRNARINNAR Efnahagsráðstafanirnar eru fólgnar í því að ríkisstjórnin ætlar að eyða þeim 6,2 vísi- tölustigum sem gjaldfalla áttu 1. desember samkvæmt framfærsluvísitölunni 1. nóvem- ber. Þessi eyðing vísitölustiga felst í því að ríkisstjórnin greiðir niður verðlag á landbún- aðarafurðum, hækkár fjölskyldubætur og síð- an á launafólk að borga afganginn af þess- um vísitölustigum: Með því í fyrsta lagi að fella niður tvö vísitölustig og í öðru lagi með því að hækkunum á áfengi, tóbaki og iðgjöld- um almannatrygginga er kippt út úr vísitölu- grundvellinum, en á grundvelli hans var sam- ið í vor. Þessi 6,2 vísitölustig sem hér er um að ræða áttu auðvitað að koma fram í hækkuðum launum til launafólks, en ríkisstjórnin losar sem sé atvinnurekendur við þessi útgjöld sem hefðu samsvarað 1500 miljónum króná. Þó verða atvinnurekendur að greiða hækkaðan launaskatt um \ Vi% þannig að í raun sleppa þeir við sem svarar 1200—1300 miljónum króna. Þær aukabyrðar sem launafólk verður að taka á sig samsvara hins vegar rúmum 700 miljónum króna miðað við ár í skerðingu launa vegna hinna þriggja vísitölustiga. Síð- an kemur það fram í greinargerð með frum- varpi ríkisstjómarinnar að hún ætlar ekki að bæta verðhækkanir sem verða kunna á tíma- bilinu til 31. ágúst með kauphækkunum held- ur með niðurgreiðslum eftir að hækkanirnar hafa verið reiknaðar út á venjulegum útreikn- ingstímum framfærsluvísitölunnar. Stjórnarfrumvarp þetta var samþykkt 18. nóv. með atkvæðum stjórnarsinna gegn at- kvæðum stjórnarandstæðinga. Aðaltalsmenn Alþýðubandalagsins í neðri deild, þegar rætt var um frumvarpið, vom þeir Lúðvík Jósepsson og Eðvarð Sig- urðsson. Þegar viðreisnarstjórnin hóf feril sinn setti hún sér það mark að takmarka niðurgreiðslur og uppbætur. Henni hefur tekizt þetta ætl- unarverk sitt þannig að nú eru til dæmis nið- urgreiðslur á smjöri áætlaðar yfir 200 milj- ónir kr. Smjörkíló kostar í búðum í Reykja- vík 130 krónur, en þá hefur verið niðurgreitt sem svarar 204 krónur á kíló! Sýnir þetta litla dæmi hvernig niðurgreiðsluvitleysan er komin út í algerar ógöngur. 179

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.