Fréttablaðið - 20.03.2009, Page 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
36,95%
72,75%
Fr
ét
ta
bl
að
ið
M
or
gu
nb
la
ði
ð
Allt sem þú þarft...
Fréttablaðið er með 97%
meiri lestur en Morgunblaðið.
Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgarsvæðið
18-49 ára. Könnun Capacent í nóvember 2008 - janúar 2009.
FÖSTUDAGUR
20. mars 2009 — 69. tölublað — 9. árgangur
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
Fallegt útlit eykur lystina
Hollur morgunverður eykur orku yfir d idóttir n i
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, næringarráðgjafi og heimilisfræðikennari, segir skyrdrykkina vinsæla á sínu heimili. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SVEPPIR eru góðir í margs konar matargerð. Sveppi
sem á að sneiða niður er best að setja bara í eggja-
skerann. Þá fást jafnar og fallegar sneiðar.
framlengt til 29. mars
Hinn árvissi 4ra rétta „Allt í steik“ seðill gleður bragðlaukana. Skyldumæting fyrir alla sem unna góðum mat á góðu verði.
Tilvalið fyrirárshátíðina!
HRÁSKINKA „PROSCIUTTO“með fíkjum, salati og ferskum parmesanostiRJÓMALÖGUÐ HUMARSÚPAmeð humarfrauði
MARINERAÐUR KÁLFAHRYGGUR Á BEINImeð ristuðu grænmeti, kartöflumaukiog hunangskryddsósu (4.590 kr.)
ÖNDmeð appelsínusósu og kartöfluköku (5.590 kr.)
NAUTAL
1
2
3
VELDU MILLI ÞRIGGJA AÐALRÉTTA
VEÐRIÐ Í DAG
GUÐRÚN ÞÓRA HJALTADÓTTIR
Bragðgóðir skyrdrykkir
og gómsætt hafrakex
• matur • helgin
Í MIÐJU BLAÐSINS
Sjá nánar á www.betrabak.is
Færðu gesti?
Svefnsófadagar í mars
Endurholdgun og
tímaflakk
Þórir Sæmundsson
leikari frumsýnir
Eterinn.
TÍMAMÓT 24
Mikil sorg
Leikarar í Vestur-
porti syrgja Natöshu
Richardson. Móðir
hennar hefur sterk
tengsl við leikhóp-
inn.
FÓLK 42
AUÐUR TINNA AÐALBJARNARDÓTTIR
Busi í MH slær í gegn í
Gettu betur
Gæti orðið fyrsta konan til að sigra í keppninni
FÓLK 34
MILT Í dag verður suðaustan 8-13
m/s sunnan og vestan til með
rigningu eða skúrum. Norðan- og
austanlands verður þurrt og skýjað
með köflum. Áfram hlýtt í veðri.
VEÐUR 4
6 12
12
89
föstudagurFYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 20. mars 2009
HÖRÐ KEPPNI FRAM UNDAN
12 Idol-keppendur eigast við í Vetrargarðinum í Smáralind í kvöld, í von um að tryggja sér áfram-haldandi sæti. Plakat fylgir í miðju blaðsins.
IDOL-KEPPNIN
Tólf keppendur
eigast við í kvöld
FYLGIR Í DAG
föstudagur
Í Hreindýralandi
Tilraunakvikmynda- og mynd-
bandahátíð 700.IS Hreindýra-
lands hefst á Héraði á morgun.
MENNING 30
LÖGREGLUMÁL Tveir menn sem
handteknir voru við gríðarstóra
kannabisverksmiðju á miðviku-
dagskvöld voru látnir lausir
um klukkan 19 í gær. Rannsókn
málsins er þó ekki lokið.
Ekki þótti ástæða til að krefj-
ast gæsluvarðhalds yfir mönnun-
um vegna rannsóknarhagsmuna,
segir Karl Steinar Valsson, yfir-
maður fíkniefnadeildar lögreglu
höfuðborgarsvæðisins. Hann
vildi ekki segja til um hvort
mennirnir, sem eru á þrítugs-
aldri, hafi játað sök.
Rannsókn málsins miðar ágæt-
lega, en talsverð tæknivinna er
enn eftir, segir Karl Steinar.
- bj / sjá síðu 16
Teknir við fíkniefnaverksmiðju:
Ekki krafist
gæsluvarðhalds
STJÓRNMÁL „Ég mun í minni setn-
ingarræðu á landsfundi senda
skýr skilaboð um það að við erum
tilbúin að halda þessu stjórnar-
samstarfi áfram,“ segir Stein-
grímur J. Sigfússon, fjármála-
ráðherra og formaður Vinstri
grænna, í ítarlegu fréttaviðtali.
Hann segir flokkinn ekki ganga
bundinn til kosninga en það sé
fullgilt markmið í sjálfu sér að
tryggja það að Sjálfstæðisflokkur-
inn komist ekki til valda í bráð.
Steingrímur, sem nú er kom-
inn í þá aðstöðu að hafa aðgang
að upplýsingum um störf fyrri
ríkisstjórna, segist ekki hafa
séð gögn um að reynt hafi verið
að hylma yfir viðkvæm mál er
varða banka- og efnahagshrunið.
„En það er ýmislegt sem er að
koma upp í hendurnar á manni
sem vekur spurningar um hvern-
ig að málum var staðið. [...] Margt
sem maður hefur á tilfinningunni,
og annað sem ég hef séð, vekur
upp spurningar um andvara- og
aðgerðaleysi sem ríkti gagnvart
alvarlegum og versnandi aðstæð-
um í íslenskum efnahagsmálum á
undangengnum árum.“
Steingrímur tekur af allan vafa
um það að rekist hann á gögn sem
gæfu vísbendingar um að reynt
hefði verið að hylma yfir einstök
mál, þá yrðu þau án hiks send
rétta boðleið. „Hér starfar sérskip-
aður saksóknari og rannsóknar-
nefnd og við munum að sjálfsögðu
veita þeim allar þær upplýsingar
sem eðlilegt er að slíkir aðilar fái
í þágu sinna starfa.“
Steingrímur kallar eftir hug-
myndum um hvernig sé mögulegt
að loka risavöxnu fjárlagagati upp
á 150 til 170 milljarða með öðrum
hætti en aðhaldi í ríkisrekstri og
leggja á skatta með réttlátum
hætti. „Ég held að þær séu ekki
til.“
Steingrímur telur eðlilegt að
þak verði sett á laun háttsettra
starfsmanna opinberra stofnana
og fyrirtækja. „Já, ég held að við
eigum að snúa ofan af ofurlauna
vitleysunni sem hér hélt innreið
sína, og var hluti af þessu sjúka
ástandi sem hér myndaðist.“
Hvernig þetta verður framkvæmt
mun koma í ljós.“ - shá / sjá síðu 18
Sendir skýr skilaboð
um stjórnarsamstarf
Steingrímur J. Sigfússon ætlar að senda skýr skilaboð á landsfundi um að hann
vilji sama stjórnarsamstarf. Hann vill ráðast gegn ofurlaunum hjá ríkinu.
Á KJALARNESI Lögreglumaður við vinnu
í kannabisverksmiðjunni á Esjumelum.
Snæfell mæt-
ir Grindavík
Snæfell tryggði sér
í gær sæti í undan-
úrslitum úrslita-
keppninnar með
sigri á Stjörnunni.
ÍÞRÓTTIR 38
TONGA Íbúar eyjunnar Tonga á Kyrrahafi létu sér
flóðbylgjuviðvörun sem gefin var út eftir gríðarstór-
an jarðskjálfta á hafsbotni í léttu rúmi liggja.
Jarðskjálftinn varð um 200 kílómetra suðaustur
af eyjunni, og mældist um 7,9 á Richter-skalanum.
Óttast var að flóðbylgja myndi skella á nærliggjandi
eyjum. Engar fréttir höfðu borist af tjóni af völdum
flóðbylgna í gærkvöldi.
Búist var við að áhrifa skjálftans myndi gæta víða,
og var varað við sterkum hafstraumum á Hawaii,
rúmlega 5.000 kílómetrum frá upptökum skjálftans.
„Fólk er úti á götu og hlær að viðvöruninni,“ sagði
talsmaður lögreglu. „Það færir sig ekki frá ströndinni
þótt það hafi verið varað við öflugri flóðbylgju.“
Skjálftinn fannst á Nýja-Sjálandi, um 3.000 kíló-
metra suður af upptökum skjálftans. - bj
Varað við hættulegum flóðbylgjum eftir harðan jarðskjálfta undir Kyrrahafi:
Hlógu að flóðbylgjuviðvörun
ELDGOS SUÐUR AF TONGA Neðansjávargos um tíu kílómetra suður af Kyrrahafseyjunni Tonga gæti tengst jarðskjálfta sem
mældist 7,9 á Richter og átti upptök sín um 200 kílómetra suðaustur af eyjunni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
VIÐSKIPTI Breskur einkaframtaks-
sjóður, með fulltingi stærsta hlut-
hafa stoðtækjafyrirtækisins Öss-
urar, hefur undanfarnar vikur átt
í viðræðum við aðra hluthafa um
yfirtöku á félaginu.
Eyrir Invest, næststærsti hlut-
hafinn auk stjórnenda, telur til-
boðið of lágt og vísaði því út af
borðinu.
Nokkur áhugi hefur verið
meðal erlendra fjárfesta á Öss-
uri enda gengi hlutabréfa félags-
ins, sem er skráð í krónur, einkar
ódýrt eftir gengishrunið.
Tilboð einkaframtakssjóðsins
er sagt nema um einum Banda-
ríkjadal á hlut, sem er um 50 pró-
senta yfirverð. Fyrir sléttu ári
samsvaraði einn hlutur í Össuri
einum Bandaríkjadal.
- jab / sjá síðu 20
Reynt að taka Össur yfir:
Hagstætt eftir
gengishrunið