Fréttablaðið - 20.03.2009, Page 2
2 20. mars 2009 FÖSTUDAGUR
A
T
A
R
N
A
í mars
Nóatúni 4 · Sími 520 3000
www.sminor.is
Tæki færi
142.900
Síðasti dagur til
að gera góð kaup
á Tækifærisdögum.
Uppþvottavél - SN 45M200SK
Tækifærisverð:
kr. stgr.
(Verð áður: 169.900 kr.)
ÚTFLUTNINGUR Vaxandi útflutning-
ur hefur verið á innmat úr sauð-
fé og stórgripum frá Sláturhúsi
KVH ehf. á Hvammstanga til
landa í Evrópu, Asíu og til Banda-
ríkjanna.
„Við fluttum dálítið af innmat
úr lömbum til Kína í haust,“ segir
Magnús Jónsson framkvæmda-
stjóri. „Kínverjarnir tóku ákveð-
inn afskurð, fitu, nýru og svoleið-
is. Svo erum við að skoða að flytja
þangað vambir og keppi. Það fór
smámagn af því í haust og kemur
til með að verða meira í næstu
sláturtíð.
Til Evrópu sendum við lifur,
þindar og fleira sem væntanlega
er notað í vinnslu til manneldis. Þá
sendum við hrútseistu til Banda-
ríkjanna. Það er eini innmaturinn
sem Bandaríkjamenn kaupa af
okkur. Okkur er sagt að þeir djúp-
steiki þau. Útflutningur á eistum
þangað var í gangi fyrir nokkr-
um árum en lagðist síðan af þar
til nú.“
Magnús segir að það magn af
innmat sem flutt hefur verið út sé
ekki tiltakanlega mikið, en fari þó
vaxandi milli ára.
„Við höfum aldrei flutt innmat
út í eins miklum mæli og í fyrra,“
heldur Magnús áfram. „Að vísu
hafa menn verið að flytja út eitt-
hvert magn sem hefur þá farið í
dýrafóður og annað þess háttar. En
tilgangurinn með þessum útflutn-
ingi er tvíþættur. Annars vegar að
koma þessum aukaafurðum okkar
í verð en einnig erum við að leita
leiða til þess að minnka urðun.“
Magnús segir nauðsynlegt að
skapa verðmæti úr innmatnum
með einum eða öðrum hætti. Til
framtíðar litið verði öll urðun á
honum bönnuð. Tvennt verði því í
stöðunni, að auka útflutninginn eða
vinna hann hér heima í dýrafóður
eða til moltugerðar.
Spurður um hvað fengist hafi
fyrir þann innmat sem fluttur var
út í fyrra segir Magnús það nema
25 milljónum króna. Árið áður hafi
verið flutt út fyrir fimm milljónir.
„Þannig að það eru ákveðin tæki-
færi í þessu,“ segir hann. „Víða eru
stórir markaðir fyrir hendi sem
ganga þarf í að þróa.“
jss@frettabladid.is
Djúpsteikja hrútseistu
Vaxandi útflutningur hefur verið á innmat úr fé og stórgripum til útlanda.
Bandaríkjamenn kaupa einungis hrútseistu hjá sláturhúsinu á Hvammstanga
og djúpsteikja þau. Þjóðir í Evrópu og Asíu kaupa fleiri tegundir af innmat.
VAMBIR OG KEPPIR Fyrirhugaður er aukinn útflutningur sláturhússins á Hvammstanga á vömbum og keppum til Kína. Prufusend-
ing fór þangað í haust.
Dóri, er hann Pinetop ekki
kátur í Reykjavík?
Jú, hann fílar Reykjavík svo lengi
sem hann má reykja hérna.
Pinetop Perkins er 95 ára blúsari sem
reykt hefur í 88 ár en hann er gestur
á blúshátíð sem hér er haldin. Halldór
Bragason, sem er einn mesti blúsari
Íslendinga, er góður vinur Pinetops og
gestgjafi.
STJÓRNMÁL Jóhanna Sigurðardótt-
ir forsætisráðherra ætlar að bjóða
sig fram til formennsku í Samfylk-
ingunni á landsfundi flokksins, sem
fram fer aðra helgi.
Með þessu lætur Jóhanna undan
miklum þrýstingi flokksmanna und-
anfarnar vikur. Enginn annar hefur
lýst yfir framboði til formanns og
litlar líkur taldar á því að annar lýsi
yfir framboði.
Ekki náðist í Jóhönnu í gærkvöldi,
en í tilkynningu sem hún sendi fjöl-
miðlum segir að í ljósi niðurstöðu
prófkjörsins í Reykjavík og þeirrar
miklu hvatningar sem hún hafi feng-
ið hafi hún tekið þessa ákvörðun.
Áður hafði Jóhanna þvertekið
fyrir að til greina kæmi að hún tæki
við formennskunni eftir brotthvarf
Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur.
„Við jafnaðarmenn fengum það
hlutskipti að leiða vinstristjórn
eftir einhver harkalegustu áföll
sem íslenskt efnahagslíf hefur orðið
fyrir. Verkefnið er hins vegar rétt að
hefjast. Brýnt er að því verði fylgt
eftir af festu og að við stjórn lands-
ins fari saman ábyrg efnahagsstjórn
og félagslegar áherslur,“ segir í til-
kynningu Jóhönnu.
„Því tel ég áríðandi að Samfylk-
ingin gegni áfram lykilhlutverki í
endurreisnarstarfinu, með jafnræði
og samfélagslega ábyrgð að leiðar-
ljósi.“ - bj
Jóhanna Sigurðardóttir býður sig fram til formanns Samfylkingarinnar:
Lætur undan þrýstingi flokksmanna
ÞAKKAR TRAUSTIÐ Jóhanna Sigurðardóttir segist þakka það traust sem flokksmenn
sýni sér í yfirlýsingu til fjölmiðla í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
LÖGREGLUMÁL Grímuklæddur maður réðst inn í
verslun úrsmiðsins Franchs Michelsen við Lauga-
veg undir hádegi í gær og úðaði piparúða í augu
Franchs. Ræninginn stökk síðan á brott, að því er
virtist tómhentur. Hann var ófundinn þegar blaðið
fór í prentun.
„Hann tæmdi heilan brúsa í augun á mér,“ segir
Frank. „En ég hékk bara á honum,“ bætir hann við.
Þess vegna hafi ræninginn hrökklast á brott.
Frank segir að reynt hafi verið að ræna sig áður
en aldrei með jafnalvarlegum hætti og nú. Frank
segir að í versluninni sé fullkomið upptökukerfi
þannig að ómögulegt sé að ræninginn hafi ekki
náðst á mynd.
Ræninginn var þögull, og Franch telur hann hafa
verið ungan. Hann segir ræningjann hafa hulið
andlit sitt með dulu og að hann hafi verið klæddur í
dökka hettupeysu. Við leit að manninum fannst slík
peysa á Grettisgötu og er talið mögulegt að ræning-
inn hafi klætt sig úr henni til að villa um fyrir lög-
reglu.
Franch er ánægður með snör viðbrögð lög-
reglu. Hann þrýsti á neyðarhnapp um leið og hann
varð ræningjans var og hann segir að ekki hafi
liðið nema sekúndur þar til lögreglan var komin á
vettvang. - sh
Grímuklæddur maður reyndi að ræna verslun Franchs Michelsen úrsmiðs:
Réðst með piparúða á úrsmið
SÁRT Lögreglan lánaði Franch jakka áður en hann skolaði
piparúðann úr augunum eftir að hafa stökkt ræningjanum á
flótta. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
KÖNNUN Ríkisstjórn Samfylking-
ar og Vinstri grænna fengi sam-
tals 38 þingsæti af 63 yrðu úrslit
kosninga í takt við könnun Capac-
ent-Gallup, sem gerð var fyrir
Ríkisútvarpið og Morgunblaðið.
Samfylkingin mælist með 31,2
prósent atkvæða og 21 þingmann.
Um 26,5 prósent sögðust styðja
Sjálfstæðisflokk sem myndi skila
18 á þing. Vinstri græn njóta
stuðnings 24,6 prósenta og fengju
17 þingmenn. Framsóknarflokk-
urinn mælist með 11,3 prósent og
fengi 7 þingmenn. Aðrir flokkar
næðu ekki manni. 64,3 prósent
sögðust styðja ríkisstjórnina, en
35,7 voru henni andvíg. - bj
Ný könnun Capacent-Gallup:
Stjórnin með
meirihluta
ÍSRAEL Ísraelskir hermenn sögðu
frá óhæfuverkum sem þeir
frömdu í innrás Ísraelsmanna á
Gasa. Hermennirnir voru gestir
á námskeiði í ísraelska herskól-
anum Oranim og hafa frásagnir
þeirra verið gefnar út. Þetta
kemur fram á fréttavef BBC.
Þeir sögðu frá konu og tveimur
börnum sem voru myrt af leyni-
skyttum eftir að hafa misskilið
í hvaða átt þau ættu að fara frá
heimili sínu. Þá voru hermenn
sendir upp á þak til að drepa
gamla konu sem gekk á veginum.
Ísraelsk mannréttindasamtök
hafa gagnrýnt stjórnvöld fyrir að
rannsaka ekki ásakanir á hendur
hernum. - kóp
Sögur ísraelskra hermanna:
Hermenn játa
óhæfu á Gasa
RÚSTIR Ísraelskir hermenn hafa sagt frá
óhæfuverkum sem þeir hafi unnið á
Gasa. Leyniskyttur hafi skotið á konur og
börn. Hér er föngum bjargað úr fangelsi
eftir loftárás Ísraela. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
DUBAI Perluteppið frá Baroda verð-
ur boðið upp í Katar á næstunni.
Teppið er gert úr tveimur milljón-
um perlna og skreytt hundruðum
verðmætra steina, að því er segir á
fréttavef BBC.
Maharajann í Baroda á Indlandi
lét gera teppið á sjöunda áratug 19.
aldar. Teppið átti að skreyta graf-
hvelfingu Múhameðs, en mahara-
jann lést áður en af því varð.
Uppboðið verður í Doha næsta
fimmtudag og er lágmarksboð um
fimm milljónir dollara. Uppboðs-
haldarar búast við að það seljist
á að minnsta kosti fjórfalt hærri
upphæð. - kóp
Fornt teppi boðið upp:
Perluteppi frá
Indlandi selt
GERSEMI Ekki þykir ólíklegt að 20 millj-
ónir Bandaríkjadala fáist fyrir teppið.
NORDIC PHOTOS/AFP
Páfinn fyllti fótboltavöll
Um 60 þúsund manns fylltu fótbolta-
völl í höfuðborg Kamerún í fyrstu
messu Benedikts XVI páfa í Afríku.
Páfi sagði Afríku „álfu vonarinnar“, en
gagnrýndi efnishyggju og fólksflutn-
inga til stórborga, og varaði við áhrif-
um þessa á fjölskyldur í Afríku.
KAMERÚN
Tvö bifhjólaslys á sama tíma
Tvö bifhjólaslys urðu um níuleytið
í gærkvöldi á höfuðborgarsvæðinu.
Ökumaður annars hjólsins féll við Vík-
urveg við Egilshöll, en ekið var aftan á
hinn við Kaplakrika í Hafnarfirði. Báðir
ökumenn voru fluttir á slysadeild, en
ekki er vitað um líðan þeirra.
SLYS
SPURNING DAGSINS