Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.03.2009, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 20.03.2009, Qupperneq 11
FÖSTUDAGUR 20. mars 2009 ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@ frettabladid.is Helgarblaðið: Bjarni Benediktsson í helgarviðtali Snyrtir fætur útigangsmanna - Bergdís Þóra Jóns- dóttir hlaut samfélagsverðlaunin Frægustu Hollywood-slysin Ferðalög: 48 tímar í Berlín – svölustu borg Evrópu Heimili og hönnun: Heimshornaflakkarinn Kolbrún Hjartardóttir safnar sérkennilegum munum. STJÓRNMÁL Almenningur getur kosið um einstök mál á Alþingi, gefið þeim álit og einkunn á heima- síðu Almannaþings sem hópur hugbúnaðarsérfræð- inga hefur þróað. Að sögn Daða Ingólfssonar, eins forsvarsmanna verkefnisins, kviknaði hugmyndin í kjölfar efnahagshrunsins síðastliðið haust. Stjórn- málaflokkarnir sýndu þá að þeir voru úr tengslum við fólkið í landinu. Hugmyndin um kerfi sem virkjaði íbúa lands- ins í beinu lýðræði var því þróuð af Daða og fleiri hugbúnaðar- sérfræðingum. Í stuttu máli má á vef Almanna- þings fylgjast með Alþingi og málum sem það hefur til umfjöll- unar og greiða með þeim atkvæði eða á móti, sömuleiðis má gefa ein- stökum málum einkunn. Notendur skrá sig inn á vefinn og verður í framtíðinni hægt að gera það með rafrænum skil- ríkjum. Hugmynd hópsins var upphaflega sú að reyna að koma manni að á þing sem myndi vera fulltrúi fólksins, og greiða atkvæði í samræmi við niðurstöðu Almannaþings. Vegna þess hve knappur tími er til kosninga verður sennilega ekki úr því en Daði bendir á að alþingismenn muni geta fylgst með niðurstöðum meðlima þingsins og notað þær til að verða einhvers vísari um vilja þjóðarinnar. Hugmyndafræðin á bak við síðuna verður kynnt í dag á hádegisfundi Skýrslutæknifélagsins þar sem fjallað er um ýmsar hliðar rafrænna kosninga. Slóð síðu Almannaþings er beint.lydraedi.is, nánari upp- lýsingar um fundinn er að finna á sky.is. - sbt Hægt að greiða atkvæði um alþingisfrumvörp á netinu: Allir geta tekið þátt í Almannaþingi DAÐI INGÓLFSSON Hilmari Sigurðarsyni, smiði til fimmtíu ára, blöskrar það þegar fólk hendir penslum bara vegna þess að þeir eru skítugir. Hann er með góða lausn. „Ég fann eitt- hvað sem heitir Pensla- sápa í Byko,“ segir hann. „Umbúðirnar lofa öllu fögru. Ég hélt að þetta væri einhver auglýs- ingabrella, en gaf því þó tækifæri. Ég lét nokkra skítuga og grjótharða pensla liggja í sáp- unni í tvo sólarhringa og mér til mikillar ánægju komu þeir upp úr þessu eins og nýhreinsaðir hundar. Það þurfti ekki nema að skola af þeim með volgu vatni og þá mátti fara að nota þá aftur. Þessi sápa er íslensk og náttúruvæn, framleidd af Undra í Reykjanesbæ. Fólk er eflaust að dytta að og mála úti um allt land um þessar mund- ir og það liggja penslar undir skemmdum víða. Ég mæli eindregið með því að fólk verði sér út um þessa sápu því það skilar sér margfalt. Penslar sem voru haugamatur komast aftur í not.“ Neytendur: Mælt með Penslasápu Haugamatur verður sem nýtt ALÞINGI Á heimasíðu Almannaþings, lydraedi.is, getur fólk kosið um einstök mál á Alþingi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.