Fréttablaðið - 20.03.2009, Side 25
FÖSTUDAGUR 20. mars 2009 3
„Verkefninu er ætlað að fylla upp
í holur sem hafa myndast í miðbæ
Reykjavíkur. Hugmyndin kvikn-
aði þegar ég sá að tómum rýmum
í miðbænum var að fjölga og lang-
aði mig að gera eitthvað við þau til
að halda lífi í Laugaveginum. Ég
setti því saman hóp af myndlistar-
mönnum sem flakkar á milli, en
þó eru það ekki alltaf þeir sömu
sem sýna,“ útskýrir Kristjana Rós
Oddsdóttir Guðjohnsen, listakona
og meistaranemi í hagnýtri menn-
ingarmiðlun við Háskóla Íslands.
„Ég fæ rými í hvert sinn til
að setja upp sýningu og eru þær
unnar sem ferli þar sem sýning-
in fer eftir listamönnum sem taka
þátt, stærð og gerð rýmis sem not-
ast er við hverju sinni og samvinnu
innan hópsins,“ segir Kristjana
áhugasöm og heldur áfram: „Við
erum með sýningar um það bil
mánaðarlega og var sú fyrsta 14.
febrúar síðastliðinn. Næsta sýning
verður á morgun á Laugavegi 42
milli klukkan 13 og 18.“
Þeir listamenn sem taka þátt
að þessu sinni hafa notað síðast-
liðin ár eftir útskrift til að byggja
upp myndlistarstefnu sína og hafa
verið duglegir við að sýna bæði á
einka- og samsýningum hérlendis
og erlendis. „Listamennirnir sem
taka nú þátt útskrifuðust úr Lista-
háskóla Íslands og Myndlistarskóla
Akureyrar. Við þekkjumst öll vel
og vinnum mikið saman þannig að
við erum búin að móta einhverja
hugmynd um hvað við ætlum að
gera en síðan vinnum við inn í
rýmið hverju sinni. Hugmyndin
er að þróa verkin eða hugmynd-
ina á bak við þau með hverri sýn-
ingu sem haldin er. Þannig er
hægt að fylgjast með breyting-
um og komast aðeins inn í hug-
arheim myndlistarmannsins með
því að sjá hvernig tíminn og hver
opnun hefur áhrif á vinnsluna og
verkin,“ segir Kristjana einlæg.
Hverri sýningu fylgir því ákveð-
in óvissa sem skapar skemmtilega
stemningu.
„Allir verslunareigendur hafa
verið mjög liðlegir og skemmtilegt
að tala við þá. Þeir treysta okkur
fyrir þessu og eru opnir fyrir hug-
myndinni,“ segir Kristjana og
bætir við að hugmyndin sé hluti
af námi sínu í hagnýtri menning-
armiðlun við Háskóla Íslands.
„Þetta er mín leið til að miðla
menningu til Íslendinga og það að
sýna ekki í hefðbundnum sýning-
arrýmum er skemmtilegt. Þarna
tökum við málin í okkar hend-
ur og ráðum meiru sjálf. Verkin
eru allt frá myndbandsverkum og
innsetningum yfir í hefðbundin
olíumálverk.“
Boðið verður upp á kaffi og með-
læti meðan á sýningunni stendur
og verða myndlistarmenn á svæð-
inu sem hægt er að spyrja út í verk-
in. Hægt er að fylgjast með Flökku-
kindum, sýningum sem fram undan
eru, listamönnnum sem taka þátt
hverju sinni og myndum af liðnum
sýningum á www.flokkukindur.
blog.is. hrefna@frettabladid.is
Flökkukindur í miðbænum
Verkefnið Flökkukindur snýst um að fylla upp í holur sem myndast hafa í miðbæ Reykjavíkur með list-
sýningum í auðum rýmum. Kristjana Rós Oddsdóttir Guðjohnsen skipuleggur viðburðina og sýnir verk.
Kristjana Ósk sá sér leik á borði þegar tómum verslunarrýmum tók að fjölga á Laugaveginum og ákvað að setja saman listahóp-
inn Flökkukindur sem sýnir hér og þar í miðbænum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Í Tösku- og hanskabúðinni finnur þú
mikið úrval af handtöskum, tölvu- og
skjalatöskum, seðla-og leðurveskjum,
ferðatöskum, leðurhönskum og vönduðum
göngustöfum svo fátt eitt sé nefnt.
Þú getur litið við í verslun okkar eða farið á
slóðina www.th.is þar sem hægt er
að skoða úrvalið og gera góð kaup!
Tösku og hanskabúðin • Skólavörðustíg 7 • 101 Reykjavík • Sími 551 5814 • www.th.is
Alltaf
góður!
10 bita tilboð
466 1016
www.ektafiskur.is