Fréttablaðið - 20.03.2009, Page 26

Fréttablaðið - 20.03.2009, Page 26
 20. mars 2009 FÖSTUDAGUR4 Sérfræðingar í saumi kenna í versluninni Pfaff við Grensásveg. Gestum og gangandi gefst tækifæri til að fá saumakennslu í Pfaff við Grensásveg á morgun í tilefni af 80 ára starfsafmæli versl- unarinnar. Sérfræðingar í saumi munu kenna gestum ýmislegt nyt- samlegt, eins og hvernig skuli stytta buxur með einföldum hætti, sauma einfalda kjóla, hvað hægt er að gera í búta- saumi og notkun þæfingarvéla og svo ýmislegt fleira sem kemur sér vel fyrir fjölskylduna og aðra sem vilja læra að gera við, breyta og sauma á einfaldan hátt. Kennslan stendur yfir frá klukk- an 12 til 15 á morgun, en þess skal getið að um er að ræða einn viðburð í afmælisveislu Pfaff. - rve Breytt og bætt í Pfaff Saumavélin verður í aðalhlutverki í Pfaff á morgun. Yfir hundrað börn taka þátt í af- mælistónleikum Tónskóla Do Re Mi sem haldnir verða í Neskirkju í dag. Tónskólinn Do Re Mi heldur tón- leika í dag, föstudag, í tilefni af fimmtánda starfsári sínu. Tón- leikarnir verða haldnir í Neskirkju og hefjast klukkan 18. Þema tón- leikanna er heimstónlist og á efn- isskránni eru verk frá Brasilíu, Ungverjalandi, Grikklandi, Frakk- landi, Rússlandi, Skotlandi, Írlandi og Norðurlöndunum. Fram koma yfir eitt hundrað börn sem leika á ýmis hljóðfæri, frá blokkflautu og hörpu til harm- oniku og marimbu. Þá hefur verið mynduð stór gítarsveit af þessu tilefni og eru meðlimir hennar á þriðja tug gítarnema. Tónskólinn Do Re Mi hefur á að skipa 17 kennurum auk skólastjóra og koma þeir flestir að undirbún- ingi þessara tónleika. Eftir tónleik- ana verður tónleikagestum boðið upp á afmæliskaffi í nýju safnað- arheimili Neskirkju, þar sem saga skólans verður rifjuð upp í máli og myndum. Foreldrar, fyrrverandi nem- endur og allir sem láta sig starf- semi skólans varða eru velkomnir á tónleikana. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir. - sg Do Re Mi fimmtán ára Stór gítarsveit var sett saman í tilefni tímamótanna en hana skipa á þriðja tug gítarnema. Bogi Pétursson lögg. fasteignasali Kennsla í bútasaumi verður meðal annars til umfjöllunar í Pfaff.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.