Fréttablaðið - 20.03.2009, Page 52
32 20. mars 2009 FÖSTUDAGUR
Nýtt hefti af Þjóðmálum er komið út í ritstjórn Jakobs F. Ásgeirs-
sonar, fyrsta hefti þessa árs. Í heftinu
eru greinar og
ritgerðir um
þjóðmál: Björn
Bjarnason
skrifar grein
af vettvangi
stjórnmálanna,
Vilhjálmur
Eyþórsson skrifar
þjóðarhugtakið
í umræðu
kringum hrunið.
Gunnlaugur Jónsson ræðir vörn frjáls-
hyggjunnar og Gísli Freyr Valdórsson
fjallar um pólitískar hreinsanir. Margt
fleira er í ritinu sem er 96 bls. að
stærð. Bókafélagið Ugla gefur út.
Penny for your thoughts – tíu ráð til fjárfestinga og vaxtar er komin
út. Í þessari bók er horft gagnrýnum
augum á helstu goðsagnir viðskipta-
heimsins um
uppbyggingu og
rekstur fyrir-
tækja. Bókin er
skemmtilega
uppsett sem
handbók með
lýsandi dæmum
úr atvinnulífinu
og eru niður-
stöður hennar
byggðar á viða-
miklum rannsóknum á fyrirtækjum í
skapandi rekstri á Norðurlöndunum.
Rannsóknin sem bókin byggist á er
styrkt af Norræna nýsköpunarsjóðn-
um. Höfundar eru Tobias Nielsén,
Dominic Power og Margrét Sigrún
Sigurðardóttir. Bókin er á ensku.
Leiðin til lífshamingju eftir Dalai Lama og Howard C. Cutler hefur
nú verið endurútgefin í kilju, enda má
ætla að þörf fólks fyrir innri frið sé
með meira móti
nú um stundir. Í
þessari einstöku
bók greinir Dalai
Lama, einn
fremsti andlegi
leiðtogi heims,
frá því hvernig
hann öðlaðist sál-
arró og sigrast á
þunglyndi, kvíða,
reiði, afbrýði
eða bara hversdagslegri geðvonsku.
Dalai Lama er væntanlegur til Íslands
í sumar. Meðan á dvöl hans stendur
mun hann halda fyrirlestur í Laugar-
dalshöll þann 2. júní kl. 15.00. Miða-
sala er hafin á www.midi.is. Jóhanna
Þráinsdóttir þýddi og Forlagið gefur
út.
NÝJAR BÆKUR
Bjargey Ólafsdóttir ljósmyndari
hefur verið tilnefnd til hinna virtu
Leopold Godowsky, Jr. Color Pho-
tography Awards (http://www.
bu.edu/prc/godowsky.htm) fyrir
sýningu sína TÍRU sem nú stend-
ur yfir í Ljósmyndasafni Reykja-
víkur.
Verðlaunin voru sett á lagg-
irnar til að heiðra Leopold
Godowsky Jr. sem var einn
þeirra sem fann upp Koda-
chrome-filmuna og hefur
tilkoma hennar haft gríð-
armikil og varanleg áhrif í
ljósmyndun. Tilgangurinn
með þessum alþjóðlegu
verðlaunum, sem voru
fyrst veitt árið 1987,
er að verðlauna fram-
úrskarandi framlag á
sviði samtíma litljósmyndunar og
er valið úr tilnefningum frá virtum
alþjóðlegum hópi sýningarstjóra,
gagnrýnenda, ritstjóra og fagfólks
á sviði ljósmyndakennslu. Meðal
þeirra sem hafa hlotið verðlaun-
in eru Yinka Shonibare frá
Nígeríu, Alex Webb, New
York og Paul Seawright
frá Norður-Írlandi.
Sýning Bjargeyjar,
Tíra: Horfðu í ljósið
heillin mín en ekki í
skuggann þarna, sem
stendur til 10. maí nk.
er opin virka daga
12-19 og frá 13-17
um helgar. Aðgang-
ur er ókeypis í Ljós-
myndasafn Reykja-
víkur.
Bjargey tilnefnd
Guðrún Dalía Salómonsdóttir
heldur sína fyrstu einleikstón-
leika í Salnum á morgun en áður
hefur hún haldið einleikstónleika
í Listasafni Sigurjóns og í Stutt-
gart í Þýskalandi. Guðrún Dalía
segir efnisskrá tónleikanna bera
nokkurn keim af því að hún hafi
stundað nám bæði í Þýskalandi
og Frakklandi. „Ég er með tvær
Beethoven-sónötur, sú fyrri er
létt, stutt í tveimur köflum og
er oft spiluð af styttra komn-
um nemendum – en sú síðari er
síðan fyrsta virtúósa-sónatan
hans. Ég ákvað að stilla þess-
um tveimur sónötum saman til
að sýna þá miklu breidd sem er
í verkum Beethovens.“ Eftir hlé
slær Guðrún Dalía á mýkri, kven-
legri og franskari strengi. Þá
hefst efnisskráin á þremur verk-
um eftir Rameau, Papillons op. 2
eftir Schumann og loks þremur
Prelúdíum eftir Debussy. Þegar
hún er spurð hvað hafi ráðið
efnisvalinu á tónleikunum segir
hún: „Þetta er allt yndislega fal-
leg tónlist, konfektmolar sem ég
fæ að velja mér sjálf. Mig lang-
aði til að setja saman íhaldssama
og hefðbundna efnisskrá. Þótt
ég hafi mjög gaman af því að
spila nútímatónlist, þá er ég ekki
með neitt af nýjum verkum núna
vegna þess að mig langaði frek-
ar að leggja áherslu á heildstæða
efnisskrá en að reyna að spanna
alla tónlistarsöguna.“
Guðrún Dalía stundaði píanó-
nám í Tónmenntaskólanum í
Reykjavík og síðan við Tónlistar-
skólann í Reykjavík. Árið 2003
hélt hún til náms við Staatliche
Hochschule für Musik og dar-
stellende Kunst í Stuttgart og
útskrifaðist þaðan með hæstu
einkunn sumarið 2007. Hún er
nú í framhaldsnámi í París. Árið
2006 fékk hún fyrstu verðlaun í
háskólaflokki píanókeppni EPTA
í Salnum í Kópavogi. Guðrún
Dalía hefur hlotið ýmsa styrki,
meðal annars úr Minningarsjóði
um Birgi Einarsson apótekara
og Minningarsjóði Margrétar
Björgólfsdóttur. Á undanförn-
um árum hefur Guðrún Dalía
leikið á fjölmörgum tónleikum á
Íslandi og í Þýskalandi, bæði sem
einleikari og meðleikari. Árið
2008 flutti hún, ásamt Helgu Rós
Indriðadóttur, öll útgefin söng-
lög Jórunnar Viðar í Salnum og
á næstu vikum kemur út geisla-
diskur með sönglögunum. - pbb
Velur konfektmolana sjálf
TÓNLIST Guðrún Dalía Salómonsdóttir
píanóleikari.