Fréttablaðið - 21.03.2009, Page 8
8 21. mars 2009 LAUGARDAGUR
Leikkona: Þóra Karítas Árnadóttir
Leikstjóri: María Ellingsen
Íslenskun: Gísli Rúnar Jónsson
Ath. örfáar sýningar: 22/3 27/3 28/3 4/4 5/4 18/4
Miðasala í síma 568 8000 á borgarleikhúsid.is og midi.is
Næsta sýning kl. 16:00 á morgun
Námsmannatilboð 2 fyrir 1
Sannsögulegt verk sem hefur farið
sigurför um allan heim
á hluta sjúklings af verði lyfseðilsskyldra lyfja
Marstilboð
til elli- og örorkulífeyrisþega
FRAKKLAND, AP Ókunn skytta skaut
úr þrýstiloftbyssu á leikskóla í
borginni Lyon í Frakklandi í gær,
með þeim afleiðingum að ellefu
fullorðnir hlutu skotsár, að því er
saksóknarinn í borinni greindi
frá. Ekkert leikskólabarnanna
sakaði.
Lögregla umkringdi svæðið
en allt kom fyrir ekki; skyttan
fannst ekki.
Skothríðin átti sér stað um það
leyti sem foreldrar voru að sækja
börn sín á leikskólann um hádeg-
ið í gær. Nokkrir voru fluttir á
slysadeild en meiðslin af völdum
skotanna reyndust ekki alvarleg.
Atvikið er mönnum ráðgáta.
„Það voru engin vitni, enginn sá
skyttuna,“ sagði saksóknarinn,
Xavier Richaud. - aa
Undarleg árás í Lyon:
Loftbyssuskot-
hríð á leikskóla
LEIT Á STAÐNUM Þrátt fyrir fjölmennt
lögreglulið fannst skyttan í Lyon í Frakk-
landi ekki. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
1 Hvaða þjóðlega góðgæti er
verið að flytja út djúpsteikt til
Bandaríkjanna frá Hvamms-
tanga?
2 Hve mikið lækkuðu stýrivext-
ir Seðlabankans á fimmtudag?
3 Hvaða breska leikkona lést
eftir höfuðmeiðsl sem hún fékk
er hún féll á skíðum?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 66
Samstarf aukið
Sören Gade, varnarmálaráðherra
Danmerkur, fundaði með Georgi
Lárussyni, forstjóra Landhelgisgæsl-
unnar, í gær um öryggismál á Norður-
Atlantshafi. Gade sér tækifæri í nánari
samvinnu við Gæsluna, ekki síst með
tilliti til opnunar siglingaleiða á Norð-
ur-Íshafi. Gade viðrar möguleika á að
Landhelgisgæslan taki þátt í eftirliti
við Grænland og Færeyjar.
LANDHELGISGÆSLAN
Kúabændur vonsviknir
Landssamband kúabænda deilir
vonbrigðum „málsmetandi aðila“
með hversu lítil lækkun stýrivaxta
Seðlabankans var á fimmtudag.
Vextir lækkuðu um eitt prósentustig.
„Kúabændur hefðu viljað sjá miklu
meiri vaxtalækkun, þar sem vandséð
er önnur aðgerð sem kæmi rekstri
búanna betur,“ segir á vef sambands-
ins.
EFNAHAGSMÁL
BRUSSEL, AP Leiðtogar Evrópu-
sambandsins lögðu til á vorfundi
sínum í Brussel í gær að neyðar-
sjóður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
yrði tvöfaldaður upp í 500 millj-
arða Bandaríkjadala, andvirði
um 57.500 milljarða króna. Þetta
skyldi gert í því skyni að efla getu
sjóðsins til að hamla gegn viðlíka
áföllum í efnahagsmálum heimsins
og heimsbyggðin gengur í gegn um
þessar mundir. Sjálf ætla Evrópu-
sambandsríkin að leggja til þriðj-
unginn af þessari endurfjármögn-
un AGS.
Það voru Jose Manuel Barroso,
forseti framkvæmdastjórnar ESB,
og aðrir leiðtogar sambandsins sem
tilkynntu um þetta samkomulag í
lok leiðtogafundarins í gær. Aðal-
umræðuefni fundarins var annars
efnahagskreppan í álfunni og ráð-
stafanir gegn henni.
„Evrópusambandið er að sýna
að það er vandanum vaxið,“ sagði
Barroso. Leiðtogarnir sögðu sam-
bandið sjálft munu leggja á bilinu
75 til 100 milljarða dala til hinnar
áformuðu endurfjármögnunar AGS.
Endanleg ákvörðun um þá endur-
fjármögnun verður tekin á leiðtoga-
fundi G20-hóps mestu efnahags-
velda heims í Lundúnum 2. apríl. Á
þeim fundi stendur til að finna leið-
ir til að stýra efnahagskerfi heims-
ins út úr kreppunni. - aa
JOSE MANUEL BARROSO Á blaðamanna-
fundi eftir leiðtogafundinn í Brussel í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Leiðtogafundur Evrópusambandsins um aðgerðir gegn efnahagskreppunni:
Vilja endurfjármagna AGS
STYRKIR OG TAP STJÓRNMÁLAFLOKKA ÁRIÐ 2007
0
20
40
60
-20
-40
-60
-80
-100
Styrkir frá fyrirtækjum
Tap ársins
HEIMILD: RÍKISENDURSKOÐUN
60,3
28,6
28,4
4,8
29,1
5,7
89,7
23,5
37,3
56,9
36,2
16,9
Tölur eru í milljónum króna
SPÁNN Eftir að Benedikt XVI páfi
lét hafa eftir sér í Afríkuferð sinni,
sem nú stendur yfir, að smokkar
væru „ekki lausnin“ á HIV-
smitvandanum í álfunni, hefur
spænska ríkisstjórnin ákveðið
að senda eina milljón smokka til
dreifingar í Afríkulöndum.
Með smokkadreifingunni vilja
spænsk stjórnvöld leggja sitt af
mörkum til baráttunnar gegn
útbreiðslu HIV í Afríku, að því er
segir í tilkynningu frá spænska
heilbrigðisráðuneytinu. Þar segir
að smokkar hafi reynst „nauðsyn-
legur þáttur í þessari baráttu“;
þeir séu „gagnvirk vörn gegn HIV-
veirunni“. - aa
Í tilefni af páfaummælum:
Spánarstjórn
sendir smokka
STJÓRNMÁL Allir stjórnmálaflokk-
ar sem buðu fram til Alþingis árið
2007 skiluðu tapi á kosningaár-
inu. Samtals töpuðu flokkarnir 281
milljón króna. Þetta kemur fram í
úrdrætti úr ársreikningum flokk-
anna fyrir árið 2007, sem Ríkisend-
urskoðun birti í gær.
Flokkarnir höfðu samtals 796
milljónir króna í tekjur á árinu, og
eyddu því samanlagt um 1.077 millj-
ónum króna.
Samfylkingin tapaði mest allra
flokka um 90 milljónum króna.
Næst mestu tapaði Framsóknar-
flokkur, rúmum 60 milljónum.
Allir flokkarnir fengu styrki
frá fyrirtækjum. Mest fékk
Sjálfstæðisflokkurinn, 56,9 millj-
ónir króna. Það er tæplega tvöfalt
hærri upphæð en sá flokkur sem
næst komst fékk. Það var Fram-
sóknarflokkurinn, sem fékk um
28,6 milljónir króna frá fyrirtækj-
um.
Í útdrætti af ársreikningunum
má sjá lista yfir fyrirtæki og stofn-
anir sem styrktu stjórnmálaflokk-
ana á árinu 2007. Hámarksfjárhæð
styrks hvers fyrirtækis eru 300
þúsund krónur. Meirihluti þeirra
fyrirtækja sem styrktu flokkana
gáfu þá upphæð.
Glitnir og Landsbankinn styrktu
alla stjórnmálaflokkana um 300
þúsund krónur hvor banki. Kaup-
þing styrkti alla flokka nema Fram-
sóknarflokkinn um 300 þúsund
krónur.
Baugur styrkti Sjálfstæðisflokk,
Samfylkingu og Vinstri-græn um
300 þúsund krónur og Frjálslynda
flokkinn um 200 þúsund krónur. Að
auki styrktu Hagar, sem þá voru í
eigu Baugs, Samfylkingu, Vinstri-
græn og Íslandshreyfinguna um
300 þúsund krónur.
FL Group styrkti alla flokka
nema Sjálfstæðisflokk og Frjáls-
lynda flokkinn um 300 þúsund.
Þrjú félög Ólafs Ólafssonar, Sam-
skip, Ker og Kjalar, styrktu Fram-
sóknarflokkinn um samtals 650
þúsund krónur. Athygli vekur að
utanríkisráðuneytið styrkti flokk-
inn um 90 þúsund krónur.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk einn-
ig hæst framlög frá einstakling-
um, um 47 milljónir króna. Aðrir
flokkar voru ekki hálfdrættingar,
næst hæst framlög frá einstakling-
um fékk Samfylkingin, 15,1 milljón
króna. Framsóknarflokkurinn fékk
12,6 milljónir og Vinstri-græn 9,8
milljónir króna.
Minnstu flokkarnir fengu áber-
andi lægri upphæðir frá einstak-
lingum. Frjálslyndi flokkurinn fékk
1,5 milljón króna, og Íslandshreyf-
ingin 324 þúsund krónur.
Allir flokkarnir, fyrir utan
Íslandshreyfinguna, fengu að auki
framlög úr ríkissjóði í samræmi við
fjölda þingmanna, alls tæplega 425
milljónir króna á árinu 2007.
Sjálfstæðisflokkurinn var með
langhæstu tekjurnar á árinu 2007,
rúmar 317 milljónir króna saman-
lagt. Samfylkingin kom þar næst
á eftir með 197 milljónir, og þar á
eftir Framsóknarflokkur með 136
milljónir. Tekjur Vinstri-grænna
voru alls 80 milljónir, Frjálslyndi
flokkurinn var með um 63, og
Íslandshreyfingin rak lestina með
6,5 milljónir króna í tekjur.
Birting ársreikninga stjórnmála-
flokkanna vegna ársins 2007 hefur
dregist, en þetta er í fyrsta skipti
sem flokkunum er gert að skila árs-
reikningum til Ríkisendurskoðunar.
Stefnt er að því að birta niðurstöður
ársreikninga flokkanna vegna árs-
ins 2008 í haust. brjann@frettabladid.is
Eyddu um 1,1
milljarði 2007
Stjórnmálaflokkarnir töpuðu samtals 281 milljón
króna á árinu 2007. Sjálfstæðisflokkur fékk hæsta
styrki frá bæði fyrirtækjum og einstaklingum. Sam-
fylkingin tapaði mestu, tæpum 90 milljónum króna.
VEISTU SVARIÐ?