Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.03.2009, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 21.03.2009, Qupperneq 16
16 21. mars 2009 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 S érfræðingar í stjórnmálafræðum túlka flestir skoðana- kannanir á þann veg að gamla flokkakerfið sé að festast í sessi: Fjórflokkurinn sem svo er kallaður hafi lifað hrunið af. Þetta er of einföld skýring. Að vísu bendir fátt til að ný framboð fái byr í seglin. Einhver þeirra gætu þó náð manni á þing. Af þessum vísbending- um verður þó ekki dregin sú ályktun að kerfi stjórnmálanna sé óbreytt. Þvert á móti. Margt bendir til að grundvallarbreytingar kraumi í deiglu íslenskra stjórnmála. Sameining vinstri flokkanna tókst ekki um síðustu aldamót með þeim hætti sem að var stefnt. Markmiðið með henni var að brjóta upp stjórnmálakerfið. Mynda átti öflugt mótvægi á vinstri vængn- um gagnvart Sjálfstæðisflokknum. Við síðustu kosningar ákváðu formenn Sjálfstæðisflokks og Sam- fylkingar að gera tilraun til samstarfs á miðju stjórnmálanna. Efn- islega var það skynsamleg samvinna. Með henni viku hins vegar fyrri hugmyndir margra forystumanna í Samfylkingu um að pól- itískt eðli hennar væri alfarið andspænis Sjálfstæðisflokknum. Þegar erfiðleikarnir blöstu við á liðnu hausti kom fljótlega í ljós að meirihluti Samfylkingarinnar treysti sér ekki til að glíma við þau verkefni með Vinstri grænt lausbeislað í stjórnarandstöðu. Formaður flokksins varð að láta í minni pokann þegar á reyndi um miðjusamvinnu. Evrópumálum var fórnað til þess að tryggja sam- vinnu við Vinstri grænt. Það var dýrkeypt frestun fyrir þjóðina en að sama skapi vænleg fyrir Samfylkinguna í augnablikinu. Flest bendir til að þessir tveir flokkar muni ná hreinum meiri- hluta í komandi kosningum. Líklega verður Framsóknarflokkurinn eigi að síður tekinn með í stjórnina. Allir flokkarnir þrír líta svo á að það sé til fylgisaukningar fallið að útiloka samstarf við Sjálf- stæðisflokkinn. Veikburða tilraunir forystu Framsóknarflokksins til gagnrýni á stjórnina hafa enga efnislega þýðingu. Þær eru of augljós leikaraskapur. Formleg sameining Vinstri græns og Samfylkingar er ekki á dagskrá. Á hinn bóginn bendir öll framvinda mála til að þessir tveir flokkar verði hér eftir saman hvort heldur þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu. Af því leiðir að segja má að sameiningin sem tókst ekki á sinni tíð sé orðin að veruleika í verki. Þessi staða færir Vinstri grænt aðeins nær miðju. Hreyfingin þarf til að mynda að viðurkenna Atlantshafsbandalagsaðildina. Um leið mun hún toga Samfylkinguna lengra til vinstri í efnahagsmál- um. Aðild Íslands að Evrópusambandinu er óumflýjanleg. Að öðru óbreyttu mun Vinstri grænt ráða tímasetningu og aðferðum við að nálgast niðurstöðu í því máli. Málefnalegu undirtökin í samstarf- inu liggi því augljóslega hjá forystu Vinstri græns. Allt þetta gæti haft þá grundvallarbreytingu í för með sér að á komandi tíð hafi kjósendur um tvo skýra kosti að velja: Bandalags- ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri græns eða Sjálfstæðisflokk- inn. Möguleikar Sjálfstæðisflokksins til lengri tíma felast í því að hann sýnist hafa meira svigrúm á miðju stjórnmálanna. Síðan er spurning hvernig hann nýtir sér þau sóknarfæri. Skoðanakannanir eru svo ótvíræðar að í komandi kosningum verður engin spenna. En vel má vera að nú sé að hefjast skeið tveggja stoða í íslenskum stjórnmálum. Þegar til lengdar lætur gæti það orðið til bóta fyrir lýðræðið. Grundvallarbreytingar í deiglunni: Tvær stoðir ÞORSTEINN PÁLSSON SKRIFAR Flestir lögfræðingar eru þeirrar skoðunar að íslenska stjórnar- skráin heimili ekki frekara fram- sal valdþátta ríkisins en orðið er með EES-samningnum. Vilji Íslendingar stíga skrefið til fulls og semja um aðild að Evrópu- sambandinu þurfi því að breyta stjórnarskránni. Þótt núv. minni- hlutastjórn hafi sett stjórnarskár- breytingar á dagskrá alþingis fyrir komandi kosningar, er þar ekki að finna tillögu sem heimili ríkinu að semja um aðild að fjölþjóðasamtök- um eins og ESB. Hins vegar er lagt til að náttúruauðlindir þjóðarinn- ar, þ.m.t. fiskimiðin innan íslenskr- ar lögsögu, verði lýst þjóðareign. Helgi Áss Grétarsson, lögfræð- ingur, heldur því fram í grein í þessu blaði (13.03.09) að stjórn- arskrárákvæði af þessu tagi sé ósamrýmanlegt hinni sameigin- legu fiskveiðistefnu sambandsins (CFP) sem kveður á um forræði ESB yfir efnahagslögsögu aðild- arríkja utan tólf mílna. Helgi Áss heldur því með öðrum orðum fram að stjórnarskrárbinding þjóðar- eignar á auðlindinni geti útilokað aðild Íslands að ESB. Hafi hann rétt fyrir sér geta íslensk stjórn- völd sparað sér ómakið við að senda inn umsókn og leggja á sig strangar samningaviðræður. En er þetta nú alveg rétt hjá lögfræð- ingnum? Lítum nánar á málavexti: Önnur samningsstaða Íslands Almenna reglan er sú að aðildar- ríki ESB ráða sjálf yfir auðlindum sínum. Eignarréttarskipan á þeim er þeirra mál. Spánverjar ráða sínum ólífulundum; Bretar sinni Norðursjávarolíu; Pólverjar sínum kolanámum og Finnar sínum skóg- arlendum. Sameiginlega fiskveiði- stefnan er undantekning frá þessu. Ástæðan liggur í augum uppi. Öldum saman hafa grannþjóðir við Norðursjó, sem nú eru innan ESB, nytjað sameiginlega fiski- stofna á sameiginlegu hafsvæði. Til þess að mismuna þeim ekki er umsjá hins sameiginlega hafsvæð- is hjá Evrópusambandinu, fremur en einhverri aðildarþjóðanna. Það ræðst af aðstæðum. Samningsstaða okkar Íslend- inga gagnvart Evrópusamband- inu um forræði yfir efnahagslög- sögunni er öll önnur en þessara þjóða. Íslenska efnahagslögsag- an er algerlega aðskilin frá sam- eiginlegri lögsögu bandalagsins. Helstu nytjastofnar á Íslands- miðum eru staðbundnir. Undan- tekningin er fáeinir flökkustofn- ar sem við höfum samið um við aðra og munum gera það áfram. Engin Evrópusambandsþjóð hefur framar sögulegan veiðirétt innan íslensku lögsögunnar. Á grund- velli þessara staðreynda verða samningsmarkmið okkar þau að íslenska lögsagan verði sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði á for- ræði Íslendinga. Þetta er ekki beiðni um tímabundna undanþágu frá sameiginlegu fiskveiðistefn- unni. Þetta er krafa um íslenska sérlausn sem styðst við fordæmi. Allir sem einhverja reynslu hafa af samningaviðræðum þar sem miklir hagsmunir eru í húfi, vita að þá fyrst harðnar á dalnum ef samningsaðilar verða að gefa eftir umtalsverð verðmæti til þess að ná sameiginlegri niðurstöðu. Íslendingar eru í þessu dæmi í þeirri öfundsverðu stöðu að þurfa ekki að taka neitt frá neinum, né heldur er þess krafist að Evrópu- sambandið láti eitthvað af hendi sem það á fyrir. Þessar staðreynd- ir valda því að, öfugt við ríkjandi skoðun, ætti að vera auðveldara að ná samningsniðurstöðu, þar sem gengið er á hlut hvorugs samn- ingsaðilans, en í ýmsum öðrum málum. Og aðildarsamningur hefur sömu þjóðréttarlegu stöðu og sjálfur stofnsáttmálinn. Hann hefur varnalegt gildi. Ekkert hægt að útiloka Helgi Áss gefur sér þá forsendu að ekki sé hægt að semja við Evr- ópusambandið. Þar verði að taka hverju regluverki sem er, eða hafna öllum. Þetta er ekki rétt. Allar þjóðir sem hafa samið um aðild (27 talsins) hafa náð því fram í aðildarsamningum að tillit sé tekið til brýnustu þjóðarhagsmuna þeirra. Í samningaviðræðum Íslendinga við ESB mun á það reyna hvort Evrópusambandið getur komið til móts við þá grundvallarkröfu Íslendinga, að þjóðin haldi forræði sínu yfir þjóðarauðlindinni. Það er fjarstæða að útiloka það fyrir- fram. Það sýna fordæmi annarra þjóða. Því var haldið fram fullum fetum – fyrirfram – að Svíar og Finnar yrðu einfaldlega að ganga að hinni sameiginlegu landbún- aðarstefnu ESB (CAP), eins og hún kemur af skepnunni. Þar væru engar undanþágur veittar. Annað kom á daginn. Þessar þjóð- ir sömdu um sérlausn í krafti sér- stakra aðstæðna. Það er sjálfur sjálfur modus vivendi Evrópusambandsins að leysa ágreiningsmál aðildarþjóða með samningum á grundvelli laga og réttar. Þjóðareignarákvæði í stjórnarskrá um auðlindir Íslands skilgreinir því samningsstöðu þjóðarinnar með afdráttarlaus- um hætti. Þar með er ekki sagt að aðild sé útilokuð. Þekkt fordæmi sýna og sanna að það er nægilegt svigrúm til samninga. Höfundur leiddi fyrir Íslands hönd samningaviðræður um Evrópska efnahagssvæðið á árunum 1989-93. Um lögspeki og pólitík JÓN BALDVIN HANNIBALSSON Í DAG | Evrópumál UMRÆÐAN Sigrún Elsa Smáradóttir skrifar um verk- samninga Reykjavíkurborgar Í grein í Fréttablaðinu sl. miðvikudag reynir Óskar Bergsson að réttlæta eftirá verðbætur á verksamninga og vísar í að Vegagerðin verð- bæti samninga. Hið rétta er að strax í maí 2008 ákvað Vegagerðin að verðbæta samninga og bjóða út verðbætta samninga. Því hefur Vegagerðin frá fengið tilboð miðað við að samningar séu verðbættir frá því á fyrrihluta árs 2008. Á fyrrihluta ársins 2008 hafnaði borgin hins vegar kröfu um að verðbæta samninga, borgin bauð því út óverðtryggða samninga allt síðasta ár og ljóst að borg- in hefði fengið önnur og lægri tilboð ef til hefði staðið að verðbæta samningana. Borgin og fyrirtæki hennar snéru svo við blaðinu þegar meirihlutinn samþykkti að verktakar fái rúman milljarð bættan afturvirkt vegna samninga sem voru óverðtryggðir þegar gengið var að þeim.Þannig trygg- ir borgin sér bæði óhagstæðari tilboð og greiðslur verðbóta. Mest eru útgjöldin vegna samkomulagsins hjá OR eða 750 -800 milljónir, sem er um það bil sú fjárhæð sem arðgreiðslur til borgarinnar hafa verið lækkaðar um. Í tilviki Orkuveitunnar verð- bætir fyrirtækið að meðaltali verðbólgu umfram 5% Rétt er að hafa í huga að verðbólguspá Seðla- bankans var í upphafi árs 2008 6%. Það er því alveg ljóst að aðilar eru ekki að skipta með sér ófyrirséðum kostnaði vegna verðbólgu heldur er borgin og fyrirtæki hennar að taka á sig allan ófyr- irséðan kostnað. Fullyrðingar Óskars Bergssonar um annað eru órökstutt yfirklór. Ef aðilar skiptu með sér ófyrirséðum kostnaðnum má því ganga út frá því að verktakar tækju á sig 500 milljónir á móti borginni og fyrirtækjum hennar. 500 milljónir eru peningar sem kæmu sér vel við rekstur borgarinnar, þá þyrfti ekki að skera niður skólatíma barna í yngstu bekkjum grunnskóla eins og nú er verið að gera og starfsmenn borgarinnar þyrftu ekki að taka á sig eins mikla kjaraskerðingu og raun ber vitni. En „sáttaleiðin“ var valin eins og Óskar kýs að kalla undirlægjuháttinn og uppgjöfina sem felst í því að seil- ast í vasa almennings til að borga brúsann. Höfundur er borgarfulltrúi. Sátt um að almenningur borgi? SIGRÚN ELSA SMÁRADÓTTIR Af eða á Í viðtali í Fréttablaðinu í gær var Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, spurður út í hvaða mögulega lendingu hann sæi milli VG og Samfylkingarinnar í Evrópumálum. Steingrímur svaraði: „Við störfum á grundvelli okkar stefnu og hún liggur fyrir. Okkur er jafnframt ljóst að það þarf að leiða þetta mál til lykta á uppbyggilegan og lýðræðislegan hátt; af eða á. Við göngum því ekki til viðræðna með fyrirfram ákveðnum skilyrðum. Okkar útgangspunktur í þessu máli, og mörgum öðrum stórum málum, er að íslenska þjóðin á sjálf að ákvarða örlög sín.“ Steingrímur hnykkti á þessu í setningarræðu á landsfundi VG í gær, með því að minnast ekki einu orði á Evrópumál. Meðal grunaðra DV birti frétt í gær um að Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Hús- eigendafélagsins, hefði ekki sótt um starf forstjóra Fjármálaeftirlitisins. Í fréttinni stendur að Sigurður Helgi hefði „legið undir grun“ um að hafa sótt um starfið en nafni Sigurðar úr lögmannsstétt kvað vera meðal umsækjenda. Ekki fékkst úr því skorið í fréttinni hver rétti umsækjandinn er en telja má ólíklegt að hann gefi sig fram í ljósi þess að það er talið „grunsamlegt“ að sækja um starfið. Grátt silfur Sjónvarpsmað- urinn Egill Helgason og Róbert Mars- hall, aðstoðarmaður samgönguráð- herra, elda grátt silfur þessi dægrin. Egill birti á fimmtudaginn grein eftir Róbert og kallaði hana „skýrara dæmi um kjördæmapólitík en maður hefur séð í seinni tíð“. Róbert sárnaði og skrifaði athugasemd hjá Agli þar sem hann lagði til að þeir hittust og gerðu út um sín mál. Egill var hins vegar ekki á þeim buxunum, enda hafði Róbert gerst sekur um þá frágangssök að segja að Silfur Egils væri leiðinlegur þáttur. „Hvað kom þér til að skrifa þetta um Silfrið,“ spyr Egill Róbert, „daginn eftir að ég hafði verið með hreint prýðilegan þátt, með Evu Joly, Davíð Scheving Thorsteinssyni og Valgerði Bjarnadóttur?“ Já, mikið getur mannskepnan verið grimm. bergsteinn@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.