Fréttablaðið - 21.03.2009, Page 22

Fréttablaðið - 21.03.2009, Page 22
22 21. mars 2009 LAUGARDAGUR Hver er ábyrgð þín í því hruni sem íslenskt samfélag varð fyrir? Það er alveg ljóst að ábyrgðin á bankahrun- inu liggur fyrst og fremst hjá forsvarsmönn- um fjármálastofnana og stærstu útrásárfyr- irtækja sem fóru allt of geyst. Í mínum huga er líka ljóst að eftirlitsstofnanir stjórnvalda brugðust einnig og þær hefðu átt að grípa inn í fyrr. Það voru mjög margir, meðal annars ég, sem treystu mjög á að eftirlitsstofnanir legðu rétt mat á málin. Ég lagði ítrekað fram fyrirspurnir á Alþingi, líklega einar tuttugu á árunum 2005 til 2007, um bankakerfið. Ég spurði hvort stefnt gæti í hrun bankakerfisins vegna stærðar þess, hvort endurskoða þyrfti inni- stæðutryggingar, um hættuna vegna kross- eignatengsla, kaup bankanna í óskyldum fyrirtækjum og óeðlilegar lánveitingar til stjórnenda bankanna, svo dæmi séu tekin. Svörin voru öll á einn veg: Fyrrverandi við- skiptaráðherra Framsóknarflokksins vísaði í eftirlitsstofnanir, FME og Seðlabankann, um að allt væri í besta lagi. Auðvitað bera margir ábyrgð, líka þeir sem stóðu vaktina. En forsendan margra var eflaust sú að treysta eftirlitsstofnununum, að þær legðu rétt mat á málin. Samfylkingin tók á málunum með ákveðn- um hætti. Það sem helst er hægt að ásaka hana fyrir er að hún hefði átt að grípa fyrr inn í, hefði átt að setja Sjálfstæðisflokknum stólinn fyrir dyrnar miklu fyrr. Þegar við gerðum það var farið í nauðsynlega endur- skipulagningu. Ný ríkisstjórn var mynduð og Samfylkingin hefur því verið forgönguaðili þeirra breytinga sem gerðar hafa verið í end- urreisnarstarfinu.“ En það var eftir hrun? Já, það var eftir hrun. En við vildum grípa miklu fyrr inn í og það er hægt að gagnrýna okkur fyrir að vera allt of þolinmóð við Sjálf- stæðisflokkinn eftir hrunið. Við vildum strax fara í ýmsar breytingar. Samfylkingin hefur axlað ábyrgð, meðal annars með stjórnarslit- um við Sjálfstæðisflokkinn, og verið burða- rásinn í því endurreisnarstarfi sem unnið hefur verið. En bera þingmenn og ráðherrar ekki allir ábyrgð? Jú, það bera allir ábyrgð, stjórnarþingmenn og stjórnarandstaða og þeir sem voru í rík- isstjórn. Auðvitað bera þeir mikla ábyrgð sem voru í þeim ráðuneytum sem fóru með efnahagsmálin; forsætis-, fjármála- og við- skiptaráðuneyti. Björgvin G. Sigurðsson axl- aði pólitíska ábyrgð og sagði af sér ráðherra- dómi og hafði forgöngu um að stjórn FME vék frá. Þetta er mikilvægt fordæmi og hann er maður meiri eftir þetta. Við höfum síðan haft forgang um ýmsa hluti sem nauðsynleg- ir voru til að koma hlutunum á réttan kjöl, til dæmis endurskipulagningu Seðlabankans, Fjármálaeftirlitsins og fjármálakerfisins. En andvaraleysið var vissulega of mikið, en ég vísa bæði til þeirra fyrirspurna sem ég setti fram og þess hvernig eftirlitsstofn- anir leiddu stjórnvöld ekki á réttar brautir með afstöðu sinni. Ég tel að ef sannleikur- inn hefði komið í ljós í þessum fyrirspurnum hefðu menn getað gripið fyrr inn í. Ertu þá að segja að sannleikanum hafi verið hagrætt? Það er ljóst að byrjunin á hruninu liggur nokkuð langt aftur í tímann og í þessum fyr- irspurnum, frá árunum 2005-2007, er verið að spyrja um hluti sem síðar kom í ljós að voru ekki í lagi. Ég minni líka á skýrslu Seðla- bankans um fjármálastöðugleika frá því í maí 2008, þar sem niðurstaðan var sú að fjár- málakerfið væri í meginatriðum traust. Auðvitað rýnir maður í svona skýrslur til að meta málin og þar segir að íslenska bankakerfið uppfylli kröfur sem gerðar voru til þess og stæðist álagspróf FME og Seðla- bankans. Þetta kom fram í þessari skýrslu þannig að ábyrgð þeirra er náttúrulega tölu- vert mikil. Þannig að menn hafi fegrað sannleikann í þessum skýrslum og svörum við fyrirspurn- um þínum? Já, ég held að það sé alveg ljóst. Hvað olli þessu hiki á að tilkynna formanns- framboð? Mín svör voru afdráttarlaus þegar niður- staða Ingibjargar Sólrúnar lá fyrir. Ég sagði strax að þetta væri verkefni sem ég mundi ekki taka að mér og ég ætlaði mér aldrei að gera það. Ég gaf kost á mér sem forsætisráðherra og forsætisráðherraefni að því tilskyldu að annar yrði formaður. Eftir mikla hvatningu og mikinn stuðning í prófkjöri endurmat ég mína afstöðu. Ég þurfti nokkra umhugsun því þetta var alls ekki sjálfgefið. Þetta er spenn- andi og ögrandi verkefni og nú þegar ákvörð- un hefur verið tekin geng ég til verksins stað- ráðin í að bregðast ekki trausti fólksins og leiða endurreisnarstarfið sem nú er hafið. Mér fannst ég ekki geta vikið mér undan verkefninu. Nú verða allir að leggjast á árarnar og mér fannst ég ekki geta neitað því á sama tíma og ég krafðist þess af öðrum, atvinnulífinu, launafólki og þjóðinni allri, að leggja sitt af mörkum. Þú sagðir á Alþingi eftir bankahrunið að frjálshyggjan hefði beðið skipbrot og hefja þyrfti félagsleg gildi til virðingar á ný. Þarf uppstokkun okkar gilda? Já. Þau stjórnmál sem hafa verið hér við lýði síðastliðinn einn eða tvo áratugi, sérstaklega síðustu tíu ár, hafa verið með þeim hætti að græðgis- og einkavinavæðingin hafa haft hér öll tök. Við sjáum hve dýrkeypt það hefur verið þjóðinni. Hver hefur verið sjálfum sér næstur, en nú þurfum við samstöðu um önnur gildi í samfélaginu. Það þarf að byggja á jafnræði, samfé- lagslegri ábyrgð, bættu siðferði og kannski ekki síst hófsemd. Ég tel að það séu fyrst og fremst gildi jafnaðarstefnunnar sem munu leiða okkur upp úr þessum öldudal og það sé lykilatriði að jafnaðarmenn verði leiðandi í ríkisstjórn. Ertu þá ekki að boða félagshyggjustjórn? Jú, ég held að það væri mjög farsælt. Skoð- anakannanir sýna að núverandi stjórnar- flokkar eru með meirihluta, þó margt get gerst á þeim mánuði sem er til kosninga. Ég held að það væri farsælast ef núverandi stjórnarflokkar fengju óskorað umboð til að halda verkefnunum áfram. Mun stjórnin sitja áfram fái hún meirihluta? Já, ég held að innan flokkanna sé meirihluta- vilji fyrir því. Fái stjórnin ótvíræðan meiri- hluta liggur það beinast við. Ég held að það sé nauðsynlegt eftir 18 ára stjórnarsetu Sjálf- stæðisflokksins að hann vermi áfram stjórn- arandstöðubekkina. Stjórnarseta flokksins lagði grunn að mörgum þeim hremmingum sem íslenskt samfélag gengur nú í gegnum. Verður þessu lýst yfir? Það á eftir að ræða það í flokknum. En hafið þið Steingrímur rætt þetta? Nei, við höfum ekki gert það. Ekki nema óbeint þannig að samstarfið gangi vel. Ég held að menn geti alveg séð það fyrir sér áfram. En standa Evrópumálin ekki í vegi fyrir slíku samstarfi? Vinstri græn þekkja þá áherslu sem Sam- fylkingin leggur á Evrópumálin. Ég held að aðild að Evrópusambandinu og myntbanda- laginu sé sú framtíðarsýn sem þjóðin þarf á að halda. Við munum auðvitað setjast yfir þetta og sjá hvort og hvernig við náum saman í því. En þetta eru okkar áherslur og eiga ekki að koma Vinstri grænum á óvart. Tala atvinnulausra nálgast nú 20 þúsund. Hvernig á að koma þeim til hjálpar, sem og skuldsettum heimilum? Við höfum þegar kynnt mjög fjölbreytt úrræði er varðar heimilin. Það er fleira á döfinni frá þinginu í þeim efnum sem ég bind vonir við; greiðsluaðlögunin, greiðsluaðlögun fasteignalána, séreignasparnaðurinn, hækk- un vaxtabóta, frestun á nauðungarsölum og svo framvegis. Við höfum einnig gert ýmislegt fyrir atvinnulífið og kynnt áætlun um að skapa 6.000 störf. Atvinnuleysið er allt of mikið núna og það gæti orðið níu til tíu prósent á þessu ári og næsta, en síðan mun það lækka verulega. Af þessum 6.000 störfum eru um 2.000 í orkufrekum iðnaði. Þar er ekki aðeins stór- iðnaður sem skiptir máli, heldur mannafls- frekar framkvæmdir og til þeirra lítum við þegar við nefnum þessi 6.000 ársverk. Þá er mikilvægt að hlúa að atvinnugreinum þar sem við nýtum sem best menntun og þekk- ingu; ég nefni hátækniiðnað og sérfræði- störf. Þá vil ég nefna endurgreiðslu virðisauka- skatts vegna viðhaldsframkvæmda úr 60 í 100 prósent tímabundið. Þetta mun auka atvinnu verulega, ekki síst hjá verktökum og iðnaðarmönnum. Þá hefur sá möguleiki að gera ráð fyrir hlutastörfum samhliða atvinnuleysisbótum verið nýttur mikið. Tut- tugu prósent þeirra sem eru skráðir atvinnu- lausir eru í hlutastarfi. Það mikilvægasta er þó að endurskipu- leggja bankakerfið sem er langt komið, vinna skipulega að áætlun um að afnema gjaldeyr- ishöftin og ná niður stýrivöxtum hratt og markvisst, en það ferli er nú hafið. Þetta er undirstaða endurreisnar efnahagslífsins. Gríðarlega mikill fjárlagahalli blasir við næstu ár. Hvernig á að vinna á honum? Hallinn sem þarf að taka á er gífurlegur og við sjáum ekki fyrir okkur hallalaus fjárlög fyrr en 2012 til 2013. Það þarf að sýna veru- legt aðhald í ríkisrekstrinum og það er þegar hafið. Sambland af aðhaldi í rekstri og breyt- ingum á skatttekjum. Við verðum að brúa bilið og það er óhjákvæmilegt að allir muni finna fyrir samdrættinum. Eitt af því sem mér finnst ekki hafa verið gert nægilega mikið af – og ég tel mig geta unnið farsællega að með Vinstri grænum – er að forgangsraða í ríkisrekstrinum. Það er alltaf byrjað á því að taka á velferðarkerf- inu, eins og það sé ekkert annað sem megi taka á. Eitt vil ég einnig nefna og það er undan- dráttur í skattkerfinu. Um nokkra hríð hefur legið fyrir skýrsla sem ég bað um um hversu mikill hann er og þar er verið að ræða um tugi milljarða. Það hefur aldrei verið farið út í almennilega aðgerðir til að loka fyrir skattasmugur, samt hafa legið fyrir tillögur í fjármálaráðuneytinu í upp undir áratug. Það er fyrst núna sem menn eru að taka á þessu með markvissum hætti, eins og því að kom- ast inn í skattaskjól. Þarna eru miklir pen- ingar og ef við náum í þá þarf minna að skera niður eða breyta skattkerfinu. Það er alveg ljóst að í samstarfinu sem við erum núna með Vinstri grænum, verður reynt að verja velferðarkerfið í þeim niður- skurði sem fram undan er. Þeir sem verst hafa það, þeir sem helst þarf að hjálpa, munu finna sem minnst fyrir því. Þar mun fólk sjá breytt- ar áherslur frá því sem var þegar Framsókn og Sjálfstæðisflokkur stjórnuðu. Þá var ekki verið að hlífa velferðarkerfinu þó afgangur af ríkisfjármálum væri gríðarlegur. Þá var skattkerfið notað til að hækkar byrðina á fólki með lágar og meðaltekjur á meðan þeim var hlíft og þeir fengu skattalækkanir sem mest höfðu fyrir. Ég tel að við ættum að skoða breytingar á stjórnkerfinu og sameiningu ráðuneyta, svo sem efnahagsráðuneyta og atvinnuráðuneyta. Það myndi gera kerfið mun skilvirkara og það vantar líka meiri stjórnfestu í stjórnsýsluna. Þú nefnir breytingar á skattkerfinu. Þarf að hækka skatta og kemur til greina að koma á þrepaskiptum skatti? Ég er ekki að boða aukna skattheimtu. Það eina sem ég er að segja er að ekkert er und- anskilið þegar verið er að skoða hvað hægt er að gera. Það þarf að draga verulega saman í ríkisrekstri og það eru einkum tvær leiðir til þess; að skera niður og veita aðhald í ríkis- rekstri og svo að auka með einhverjum hætti skatttekjurnar. Það þarf að gera þannig að þeim sem minnst hafa fyrir og meðaltekjurn- ar verði hlíft sem mest. Síðan þarf að ráðast í stjórnkerfisbreyt- ingar sem ég hef verið að ræða um. Þær taka lengri tíma, en allt þarf að vera undir á næst- unni. Ég vil ekki segja af eða á með þrepaskipt skattkerfi fyrr en við höfum skoðað það. En það fylgja því ýmsir kostir. Hvað viltu segja um gagnrýni á Samfylking- una um að sinna ekki kalli um endurnýjun? Ég held að ekki sé hægt að segja annað en að hjá okkur sé eðlileg endurnýjun. Fyrir síðustu kosningar varð mikil endurnýjun og hún er töluvert mikil núna. Síðan þarf að hafa reynsl- una í bland líka og ég tel að hún sé til staðar hjá okkur. Mun Samfylkingin bjóða upp á persónukjör við kosningarnar? Það mál er í höndum þingsins og þar eru ein- hverjar hugmyndir um breytingar sem ég hef heyrt. Ég vil ekki tjá mig um þetta fyrr en þær liggja fyrir. Fegruðu sannleikann í svörum Jóhanna Sigurðardóttir segir ástand efnahagsmála hafa verið fegrað í svörum við fyrirspurnum hennar á þingi. Hún sagði Kol- beini Óttarssyni Proppé að hún telji flokkana vilja að stjórnin sitji áfram fái hún til þess umboð. Halda eigi Sjálfstæðisflokknum sem hafi græðgisvætt samfélagið í stjórnarandstöðu. Hagræða þurfi í ríkisfjármálum, endurskoða skattkerfið og stöðva skattsvik. FORSÆTISRÁÐHERRA Jóhanna telur farsælast að stjórnin fái umboð til að halda áfram verkum sínum eftir næstu kosningar. Á málverkinu er amma hennar og verkalýðshetjan Jóhanna Egilsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.