Fréttablaðið - 21.03.2009, Side 27

Fréttablaðið - 21.03.2009, Side 27
LAUGARDAGUR 21. mars 2009 27 2008 8. maí. Edgar Eusebio Millán Gómez, yfirmaður Mexíkósku lögreglunnar, myrtur. 9. maí. Esteban Robles Espinosa, yfirmaður hjá Mex- íkósku rannsóknarlögreglunni, myrtur. 28. maí. Sjö lögreglumenn myrtir í skotárás í borginni Culiacan í Sinaloa. 26. júní. Igor Labastida, yfirmaður í lögreglunni myrtur. 18. júlí. Kafbátur með sex tonnum af kókaíni stöðvaður. 15. september. Átta myrtir og yfir 100 særðir í sprengjuárás eiturlyfjahrings í borginni Morelia í Michoacán. 17. september. Bandaríska fíkniefnalögreglan (DEA) í samstarfi við önnur lögregluembætti hrindir af stað Operation Solare. Um 200 glæpamenn í Mexíkó, Guatemala, Bandaríkjunum og Ítalíu eru handteknir. Meðal hinna handteknu voru meðlimir í Golfo- eiturlyfjahringnum í Mexíkó og ítölsku mafíunnar Ndrangheta, sem hefur bækistöðvar í Calabria á suðurodda Ítalíu-skagans. Á meðal þess sem lögreglan lagði hald á voru: 16 tonn af kókaíni, 23 tonn af maríjúana, hálft tonn af meþamfetamíni, 9 kíló af heróíni, 176 bifreiðar, 167 vopn og 60 milljón dollarar í reiðufé. 22. október. Jesus Zambada, einn höfuðpaura Sinaloa-eiturlyfjahringsins, handtekinn. 24. október. Andres Dimitriadas, rannsóknarlögreglumaður í Mexíkósku lögreglunni, skotinn til bana. 26. október. Eduardo Arellano Felix, höfuðpaur Tijuana-eiturlyfjahringsins, handtekinn. 19. nóvember. Ricardo Gutierrez Vargas, yfirmaður Interpol í Mexíkó, handtekinn vegna tengsla við eiturlyfjasmyglara. 21. nóvember. Noe Ramirez Mandujano, fyrrum yfirmaður hjá Mexíkósku-lögreglunni, handtekinn vegna tengsla við eiturlyfjasmyglara. 10. desember. Felix Batista, fyrrum yfirmaður í bandaríska hernum og sérfræðingur í mannránum, er rænt í borginni Saltillo í Coahuila. Ekkert hefur spurst til hans. 21. desember. Átta hermönnum og fyrrum yfirmanni í mexíkósku lögreglunni rænt í borginni í Guerrero. Höfuðlaus lík þeirra fundust við verslunarmiðstöð í borginni ásamt skilboðum frá eiturlyfjasmyglurum þar sem sagt var að tíu her- menn yrðu myrtir fyrir hvern einn „af okkur“. 2009 6. janúar. Eiturlyfjasmyglarar gera skotárás á Televisa TV sjónvarpsstöðina í Nueva Leon. Engan sakaði. Eftir lágu skilaboð frá glæpamönnunum þar sem á var rita „hættið að fjalla aðeins um okkur“. 21. janúar. Nokkrir lögreglumenn í Tijuana handteknir vegna tengsla við eiturlyfjahringi. 22. janúar. Santiago Meza (gælunafn: El Pozolero eða kjötkássumaðurinn) einn af líf- vörðum hins alræmda Teodoro Garcia Simental (gælunafn: Teo eða Tres Letras sem þýðir þrír bókstafir) yfirmanns í Sinaloa-eiturlyfjahringnum, handtekinn. Talið er að Meza og Teo beri ábyrgð á hundruðum morða og að þeir hafi í sameiningu leyst um 300 lík upp í sýru. Meza fékk um 600 dollara á viku í laun hjá Teo. 3. febrúar. Mauro Enrique Tello Quinonez, fyrrum yfirmaður í-hernum, var myrtur innan við sólarhring eftir að hann tók við starfi sem ráðgjafi fíkniefnalögreglunnar í Cancún. 15. febrúar. Mexíkóski sjóherinn og bandaríska strandgæslan stöðva bát við strendur Mexíkó. Lagt er hald á sjö tonn af kókaíni. 20. febrúar. Robert Orduna, lögreglustjórinn í Juarez í Chihuahua, segir af sér eftir að eitur- lyfjasmyglarar höfðu myrt tvo lögreglumenn. Þeir hótuðu að drepa einn lögreglumann á 48 klukkutíma fresti þar til Orduna segði af sér. 26. febrúar. Bandarísk yfirvöld upplýsa að 755 manns hafi verið handteknir í tengslum við Operation Xcellerator. Flestir hinna handteknu tengdust Sinaloa- eiturlyfjahringnum. Lagt var hald á 22 tonn af fíkniefnum. Þá var upprætt verksmiðja í Juarez sem gat framleitt 12 þúsund e-pillur á klukkustund. Einnig var lagt hald á 60 milljónir dollara í seðlum, 147 bifreiðar, þrjú skip og þrjár flugvélar. 19. mars. Mexíkóska lögreglan handtekur, Vicente Zambada, einn af höfuðpaurum Sinaloa-eiturlyfjahringsins. Faðir hans, Ismael Zambada, stjórnaði hringnum áður en hann var handtekinn í fyrra. Eins og nafnið gefur til kynna hefur Juarez-eiturlyfjahringurinn bækistöðvar í Juarez í Chihuahua. Valdasvæði hans teygir sig til Durango og hluta af Sinaloa. Juarez-eiturlyfjahringurinn var stofnaður af Amado Carrillo Fuentes í byrjun tíunda-áratugarins. Amado var hundeltur af lögreglunni og fór í marg- ar lýtaaðgarðir til að breyta útliti sínu. Hann lést á dularfullan hátt árið 1997. Banameinið er talið tengjast einhvers konar aukaverkunum eða sýkingum vegna lýtaaðgerða. Eftir mikil innri átök komst Vicente Carrillo Fuentes, bróðir Amado, til valda en þó eru eru enn miklar innbyrðis deilur innan hringsins. Bæði Golfo- og Tijuana-eiturlyfjahringirnir hafa skynjað þetta og herjað á Juarez- hringinn undanfarin ár. Þess má geta að í óskarsverðlaunamyndinni Traffic er einmitt fjallað um átök milli meðlima Tijuana- og Juarez-eiturlyfjahringanna. Talið er að tímabili hafi Juarez-hring- urinn borið ábyrgð á 50 prósent af öllum fíkniefnasmygli til Bandaríkjanna. Mexíkóskir fjölmiðar telja að í dag sé hann varla skugginn af sjálfum sér. Bækistöðvar Tijuana-eiturlyfjahrings- ins eru í Tijuana í Baja California. Arrellanosystkinin tóku við völdunum eftir að frænda þeirra Miguel Ángel Félix Gallardo var stungið í steininn árið 1989. Arellano-bræðurnir eru sjö. Fjórir eru í fangelsi og einn látinn. Eftir að Eduardo Arrellano Félix var handtekinn í október í fyrra hefur systursonur bræðranna, Luis Fernando Sánches Arellano, tekið við stjórnar- taumunum. Tijuana-eiturlyfjahringurinn þykir með þeim öflugustu og hrottafengn- ustu. Einn af alræmdasti hrotinn Teodoro Garcia Simental var háttsettur innan glæpasamtakanna þar til í í fyrra þegar það kastaðist í kekki milli hans og bræðranna. Simental er talinn berar ábyrgð hundruðum morða og mannrána. Í janúar síðastliðnum var einn af undirmönnum hans handtekinn og kom þá í ljós að Simental hafði borgaði honum fyrir að leysa um 300 lík upp í sýru. Simental er nú genginn til liðs við Sinaloa- hringinn og á í hatrömmu stríði við Tiju- ana-hringinn. VALDALITLIR LÍKIN Í SÝRU Vicente Carrillo Fuentes Eduardo Arrelano Felix Santiago Meza TIJUANA-HRINGURINN JUAREZ-HRINGURINN FRÁBÆR GJÖF! SAGA MANNSINS er sannkallað stórvirki og tilvalin gjöf til fermingarbarnsins, stúdentsins nú eða sem tækifærisgjöf! Ritstjóri bókarinnar er Illugi Jökulsson. Þetta er bók til að lesa frá upphafi til enda en líka til að fletta upp í og glugga í árum saman. Sá sem sekkur sér á kaf í söguna verður aldrei einmana. Í þessari frábæru bók er saga mannsins rakin frá fyrstu apamönnunum í Afríku til Cristiano Ronaldos. Kóngar og drottningar, alþýðan og aðallinn, spekingar og illmenni, herforingjar og listamenn, allir fá sitt pláss á síðum þessarar þykku en þó handhægu bókar. Styrjaldir og plágur, stórslys og glæstir sigrar, kreppur og framfaraskeið, allt er þetta að finna í bókinni. Gífurlegur fjöldi mynda prýðir bókina og bókin er í senn fræðandi, auðveld í notkun og einstaklega skemmtileg. 664 bls. og yfir 7.000 myndir!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.