Fréttablaðið - 21.03.2009, Side 32
32 21. mars 2009 LAUGARDAGUR
Hver er ykkar fyrsta minning um
hvort annað?
Bjarni: Við höfum aldrei hist
áður, er það?
Hildur: Ekki mér vitandi. Ég er
nú reyndar ómannglögg en ég
þekki þig af myndum og svona.
Og ég myndi eftir því ef við
hefðum hist. Erum við ekki bæði
alveg ógleymanleg?
Bjarni: Ætli ég muni ekki
fyrst eftir þér úr sjónvarpinu.
Þú varst auðvitað fréttaritari
Ríkisútvarpsins og Sjónvarps-
ins í London. Og svo man ég eftir
að þú stjórnaðir skemmtilegum
spurningaþáttum um skeið, sem
landsbyggðin fylgdist með af
miklum áhuga. Bíddu hvað varð
um þá þætti?
Hildur: Þeim var bara slátrað
eftir þrjú ár, þegar við vorum
með um fjörtíu prósenta áhorf.
Auglýsingadeildin grætur enn.
Það urðu reyndar dagskrárstjóra-
skipti þarna um miðjan síðasta
veturinn. Rúnar Gunnarsson tók
við af Sigurði Valgeirssyni og svo
var bara einhver sem …
Bjarni: Ákvað það?
Hildur: Já, eða fannst við eitt-
hvað of beitt. Mér fannst við hins
vegar alltaf vera réttu megin við
mörkin. En auðvitað var svolít-
ill broddur í þáttunum, kosning-
ar voru í nánd og þessari slátr-
un var hálfgert smyglað fram hjá
útvarpsráði þegar átti að sam-
þykkja dagskrá næsta vetrar. Þá
stóð eitthvað á þessa leið í inni-
haldslýsingunni: „Líflegur spurn-
ingaþáttur fyrir alla fjölskyld-
una.“ Flest í útvarpsráði, nema
kannski Gunnlaugur Sævar,
þáverandi formaður, héldu auð-
vitað að þau væru að kvitta fyrir
áframhald á „Þetta helst“. En
svo einn daginn, strax eftir síð-
ustu útsendingu vorsins, lá leik-
myndin brotin úti í porti. Minnir
að það hafi verið skúringakonan
sem sagði okkur verið væri að
mölva leikmyndina úti í porti. En
svona bara gengur þetta.
Bjarni: Þetta var dálítið þannig,
það hefur kannski breyst, en ef
eitthvað gekk vel – þá var ákveð-
ið að slaufa því.
Hildur: Einmitt. Eins og þeir hafi
hugsað: Ókei, þetta gengur sem
sagt svona vel. Þá bara …
Bjarni: …skulum við passa okkur
að halda því ekki áfram.
Hildur: Við náðum nefnilega
öllum aldurshópum í áhorfsmæl-
ingum. Meira að segja þessum
áhorfshóp, milli tvítugs og þrí-
tugs, MTV-kynslóðinni sem þá
þótti íslenskt sjónvarp það alhall-
ærislegasta.
Annars man ég best eftir
Bjarna í tengslum við Hellis-
búann þótt mig rámi í hann áður.
Svo veit ég að þú ert búinn að
fara út um víðan völl með þessa
sýningu og fleiri sýningar, er það
ekki? Svona alvöru, heiðarleg-
ur, útrásarvíkingur? Ekki rænt
neinn við að setja upp þín verk?
Bjarni: Nei, ekki rænt neinn. En
hins vegar finnur maður fyrir því
núna þegar maður er að tala við
útlendinga að þeir hafa áhyggj-
ur af okkur og manni er sýnd
umhyggja. Og þeir vilja jafnvel
gera samning við mann bara af
því að.
Hildur: Já, þú meinar – af aum-
ingjagæsku bara?
Bjarni: Já. Ég var einmitt að tala
við Íra áðan í símann varðandi
samstarf í leikhúsinu. (Bjarni
setur upp vinalega kennararödd
og leikur Írann): „Já, vinur, við
skulum bara endilega gera eitt-
hvað saman. Bara hvað sem er.“
Hildur: Haha! Þú ert nú auðvitað
að sýna smá hógværð. En ég held
hins vegar að útrásir framtíðar-
innar liggi í sköpun og hugverk-
um. Við förum ekkert til útlanda
núna og segjumst vera banka-
menn.
Guðjón Þórðar í agasætið
Byrjum leika á Alþingi. Í vikunni
þurfti að fresta atkvæðagreiðslu
á Alþingi vegna slæmrar mæting-
ar þingmanna. Einnig hefur þurft
að fresta þinghaldi. Ef þið ættuð
að ráða agameistara á Alþingi
– hvaða þjóðþekkta Íslending
mynduð þið velja og af hverju?
Hildur: Forseti Alþingis á auð-
vitað að halda uppi aga, en ég
er nú samt ekkert viss um að
hægt sé að kenna núverandi for-
seta Alþingis um hvað þingmenn
mæta illa. Ég held að skýringin á
því sé að hugur þingheims alls sé
bundinn við eitt: Komandi kosn-
ingar. Það má enginn vera að því
að róa einhvern lífróður fyrir
þjóðarbúið.
Bjarni: Ég held þeir séu einmitt
að hugsa bara tvennt: Kosningar
og að leita sér að nýrri vinnu.
Hildur: Já, þú meinar, sem þeir
ætla að hafa í bakhöndinni. Það
var algjörlega fyrirsjáanlegt
að þetta myndi enda svona með
því að vera með kosningar svona
fljótt. Það er eins og fólk í stjórn-
kerfinu geri sér ekki grein fyrir
því að hver mínúta telur í björg-
uninni. Og það er að gera þjóð-
ina vitlausa að fylgjast með þess-
ari kyrrstöðu. Auðvitað er þessi
stjórn ekkert sterk stjórn, ólíkt
síðustu stjórn sem var mjög burð-
ug. Maður hugsaði einmitt með
sér að nú mætti gott á vita þegar
hún komst til valda.
Bjarni: Þessi stjórn sem var að
fara frá var fjórum árum of seint
á ferðinni. En að ráða agameist-
ara Alþingis? Ég held það væri
lítið mál að biðja Guðjón Þórðar-
son að koma. Hann myndi örugg-
lega mæta og aga þá.
Hildur: Sigurbjörn Bárðarson er
líka vel þjálfaður tamningamaður.
Bjarni: Eða þá bara að fá ein-
hvern mjög reyndan skólastjóra
eða kennara. Tryggvi Gíslason,
fyrrverandi skólameistari á
Akureyri.
Hildur: Já, hann yrði góður, eða
Guðna kjaft, ef hans nyti við
enn.
Vitur eftir á
Af Alþingi í söngvakeppni. Euro-
vision-farinn okkar í ár, Jóhanna
Guðrún, verður send á námskeið
um bankahrunið til að geta svar-
að spurningum fjölmiðlamanna
í Moskvu. Hvað finnst ykkur að
Jóhanna Guðrún eigi að segja
erlendum fjölmiðlamönnum um
hrunið?
Bjarni: Ég var einmitt að velta
þessu fyrir mér. Námskeið um
bankahrunið? Hvað á það nám-
skeið að gera? Það er ekkert hægt
að útskýra þetta öðruvísi en það
fór allt á hvolf og hverju á hún
eiginlega að svara öðru?
Hildur: Nákvæmlega. Á að leggja
það á þessa unga stúlku, vart af
barnsaldri komna, að hún eigi
að geta verið einhver málpípa
íslensks efnahagslífs.
Bjarni: Og í Moskvu!
Hildur: Þegar fyrrverandi for-
sætisráðherra hafði fátt annað
um málið að segja en „Perhaps
we should have“. Það má kannski
kenna henni þær setningar. Og
í guðanna bænum, þá vona ég
að þjálfarar Jóhönnu muni hafa
þessa kennslu á einföldum nótum.
Rígfullorðnir fræði- og stjórn-
málamenn eiga alveg nógu erfitt
með að stinga sér í þennan haug.
Það er ekki eins og fjölmiðlar
þarna úti megi vera að því að bíða
eftir því að hún romsi upp úr sér
einhverri doktorsritgerð.
Bjarni: Jú, hún hefur bara upp
raust sína og og segir: „Skohh …
þannig er mál með vexti að …“ og
flytur svo langa tölu. Á rússnesku
jafnvel?
Hildur: En hefði Sylvía Nótt ekki
svínvirkað núna? Hún hefði bara
sagt öllum að fara til fjandans.
Bjarni: Já, eða Gleðibankinn og
boðskapurinn þar: Þú leggur
ekkert inn í gleðibankann tóman
blús. Passar hann ekki núna?
Hildur: Við erum greinilega bæði
rosalega vitur eftir á Bjarni.
Bjarni: Aha. Gleðibankinn kom
tuttugu árum of fljótt.
Hildur: Og þarsíðasta ríkisstjórn
fjórum árum of seint.
Á RÖKSTÓLUM
Ættum
að vera
almanna-
tenglar
efnahags-
hrunsins
Bjarni Haukur Þórsson fær ómögulega skilið
hvernig Jóhanna Guðrún, Eurovision-fari, eigi
að geta útskýrt íslenska efnahagshrunið erlendis
þegar færustu hagfræðingar geti það jafnvel ekki.
Hildi Helgu Sigurðardóttur finnst að Jóhanna
Guðrún eigi bara að segja: „Perhaps we should
have“ eða „We are not terrorists“. Júlía Margrét
Alexandersdóttir hitti rökstólapar vikunnar.
ALLT VAR OF SNEMMA Á FERÐINNI Bjarni Haukur Þórsson og Hildur Helga Sigurðardóttir eru sammála um að Gleðibankinn,
Sylvía Nótt og síðasta ríkisstjórn hafi verið nokkrum árum of snemma á ferðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Hvernig er þetta aftur: „Þjarkur, þor og þrautseigja.“
„Kjósið þann sem þorir.“ Þorir hverju? Þetta er svo innant-
ómt og manni finnst að tími innantómra klisja sé liðinn.