Fréttablaðið - 21.03.2009, Síða 36

Fréttablaðið - 21.03.2009, Síða 36
ÞAÐ HEITASTA Í … HÓTELUM, VEITINGASTÖÐUM, GRÆJUM, BÚÐUM, MÖRKUÐUM OG FERÐANÝJUNGUMMIÐBAUGUR ferðalög kemur út mánaðarlega með helgarblaði Fréttablaðsins. Ritstjóri Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is Útlit Arnór Bogason og Kristín Agnarsdóttir Forsíðumynd Þórður Grímsson Pennar Júlía Margrét Alexandersdóttir Ljósmyndir Fréttablaðið Auglýsingar Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365. MasterCardMundu ferðaávísunina! – helgarferð Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi í 3 nætur á Hotel Platanus *** með morgunmat. [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ] ferðalög MARS 2009 Þ að er hreint ekki skrýtið að ungir Íslendingar skuli flykkjast til Berlínar, hvort sem það er í frí eða til þess að freista þess að búa þar í nokkur ár. Berlín er næstum orðin nýlenda ungra lista- manna enda er hún enn með ódýrari borgum í Evrópu. Það er óneitanlega eitthvað ferskt og spennandi í loftinu í þýsku höfuðborginni. Berlín, sem lengi hefur verið tengd við listir og neðanjarðarkúltúr, hefur öðlast sjálfstraust sitt á ný og heldur upp á það í sumar að tuttugu ár verða liðin frá falli múrsins. Hin tuttugu breyt- ingarár Berlínar eru einmitt þemað í borginni nú í ár og boðið verður upp á ótal viðburði af þessu tilefni. Berlín hefur ávallt verið nátengd listum og þess má geta að einar mikilvægustu kvik- mynda- og tónlistarhátíðir eru haldnar í borg- inni. Raftónlistarsenan í Berlín er heims- fræg og avant-garde hljómsveitir eins og hin goðsagnakennda Einsturzende Neubauten eru nátengdar borginni. Listasenan blómstr- ar og listamannahverfi eru fjölmörg og barir, skemmtistaðir og veitingastaðir á hverju horni. Næturlífið í Berlín stendur alltaf langt fram á hábjartan daginn. Hvar á að vera? Hverfin sem er mest spennandi að eyða tíma í eru óneitanlega Mitte, Friedrichshain, Prenz- lauer Berg og Kreuzberg. Mitte er hin gamla miðja Berlínarborgar þar sem áin Spree rennur í gegn og var óumdeilanlegur miðbær borgar- innar fram að annarri heimsstyrjöld. Undan- 48 STUNDIR Í BERLÍNHvar á að versla, borða, drekka og skemmta sér í svölustu borg Evrópu? Anna Margrét Björnsson fann hina fullkomnu uppskrift. FRAMHALD Á BLS. 4 Sælkeraborgin San Sebastian Spænska borgin við Biscaya-flóann SÍÐA 6 Á skíði um páskana Bestu skíðasvæðin innanlands SÍÐA 2 Eftir að hafa verið dugleg að heimsækja erlend skíðasvæði undanfarin ár benda aðsóknar- tölur á helstu skíðasvæði lands- ins til þess að þjóðin sé mun iðn- ari við að bruna niður íslensku fjöllin en áður. Um páskana er ekki úr vegi að njóta íslensku náttúrunnar og eyða dögunum á einhverjum af helstu skíðasvæð- unum. Enda hefur færið það sem af er vetri verið mun betra en í fyrra og veit því á gott að pásk- arnir gætu komið sterkir inn fyrir skíðafólkið. Þannig mætti annaðhvort skella sér norður í Hlíðarfjallið á Akureyri þar sem talað hefur verið um að aðsókn sé 120 prósent meiri en í fyrra. Odd- skarð á Austurlandi kemur einnig sterkt inn eða skíðasvæði Dal- víkur. Svo er aldrei að vita nema Bláfjöll verði opin um páskana þar sem færið hefur einnig verið mjög gott í vetur. - jma Á SKÍÐI UM PÁSKANA Bláfjöll. Skíðafæri er mun betra en í fyrra og um að gera að skella sér um hátíðarnar. L ux 11 er eitt svalasta hótel Berlín- ar og gæti ekki verið betur stað- sett í hverfinu Mitte: umkringt flottum verslunum, veitinga- stöðum og börum. Hackesher Markt og Prenzlauer Berg eru í góðu göngufæri. Hótelið er í keðju Design Hotels og er mjög fallega hannað í naumhyggjulegum stíl sem minnir á japanskar innréttingar. Baðherbergin eru í raun inni í stofunni og eru með stórglæsilegu „onsen“-bað- kari ofan í gólfinu. Öll herbergi eru í raun litlar íbúðir eða svítur ásamt eld- húsaðstöðu og þess má geta að því leng- ur sem maður gistir á Lux 11 fer verð- ið lækkandi. Morgunmatur er innifalinn en þar er boðið upp á lífrænan og heilsu- samlegan mat, allt frá þýskum mjólkur- afurðum, ostum og pylsum upp í nýbak- aðar vöfflur og ferska exótíska ávexti. Veitingastaðurinn Shiro-i-Shiro er á hót- elinu en hann er vinsæll japanskur stað- ur þar sem boðið er upp á sushi og ýmiss konar teriyaki-rétti. Einnig er glæsilegt Aveda Spa á hótelinu þar sem hægt er að sækja alls konar nudd og fegrunarmeð- ferðir. - amb Lux 11, Rosa-Luxemburg Strasse 9-13. www.lux-eleven.com HÖNNUNARHÓTEL Í MIÐJU BERLÍNAR Lux 11 er hluti af Design Hotels-keðjunni og býður upp á einstaklega smekklegar íbúðir. E itt af því skemmtilegasta sem ég geri er að fara á nýjan áfangastað sem ég hef aldrei heimsótt áður og uppgötva hann sjálf. Það er bráðnauðsynlegt að leyfa sér að villast og taka ákveðna áhættu til þess að komast að hinum sanna kjarna hins nýja lands. Oft er fólk hrætt við að fara sjálft á stjá án þess að vera undir verndarhendi heimamanns, og enn oftar er fólk hrætt við að líta út eins og túristar og þorir ekki að láta sjá sig með kort eða leiðsögubók undir hendinni. Það eru reginmis- tök, það fyrsta sem ég geri í nýrri og óþekktri borg er að kaupa mér góðan ferðahandbók frá útgáfu sem ég treysti og finna þar sniðug hverfi, söfn, bari eða veitingastaði. Annað sem mér finnst mikilvægt að muna þegar haldið er í helgarferð er að vera ekki að stressa sig á því að þurfa að sjá allt. Maður er jú í fríi, ekki satt, og það er alls ekki gott í endurminningunni að hafa verið að vakna upp fyrir allar aldir og þeys- ast um allan liðlangan daginn í stífu prógrammi þar til maður lekur niður úr þreytu eftir fyrsta bjórinn um kvöldið. Ef borgin er skemmtileg og spennandi eru sennilega líkur á því að þú farir þangað aftur. Langbest er að leyfa sér að reika aðeins um, ganga um skemmtileg hverfi og detta óvart inn á eitthvað áhugavert heldur en að vera búinn að þaulskipuleggja allan daginn og stressast ef maður nær ekki ákveðnu tímamarkmiði. Slíkt finnst mér líka ná til verslana: ekki ákveða fyrirfram að þú verðir að versla í útlönd- um. Það er ekki einungis rándýrt þessa dagana heldur sóar fólk allt of miklum tíma í svoleiðis stress. Ef þú rambar á réttu búðina þá er það frábært en ekki eyða eftirmiðdegi í að finna akkúrat rétta svarta kjólinn sem þér tókst ekki að finna í Reykjavík. Oft lendir maður líka í því að heimamenn hnussa hálfpartinn þegar maður ávarpar þá á ensku og þykjast ekkert kunna. Mér finnst viðmót fólks breytast heilmikið ef maður lærir til dæmis bara að segja „góðan daginn“ og „takk fyrir“ á nýju tungumáli til þess að fólk brosi og verði hjálplegra. Að lokum er svo einn hlutur bráð- nauðsynlegur til borgarferða í vor, eitt stykki regn- hlíf, því að fátt er óskemmtilegra heldur en að ganga um ókunnar götur niðurrigndur og þvældur. Anna Margrét Björnsson skrifar AÐ UPPGÖTVA NÝJA BORG Vel staðsett. Lux 11 er í Mitte-hverfi Berlínar. 2 FERÐALÖG flugfelag.is Netið Þú færð alltaf hagstæðasta verðið á www.flugfelag.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.