Fréttablaðið - 21.03.2009, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 21.03.2009, Blaðsíða 38
BERLÍN: PRENZLAUER BERG, MITTE, FRIEDRICHSHAIN, KREUZBERG BORGARFERÐIR 4 FERÐALÖG Ferðafélag Íslands www.fi .is - Sími: 568 2533 www.fi .is Skráðu þig inn - Drífðu þig út. farin tuttugu ár hefur Mitte aftur orðið að hinni raunverulegu mið- borg Berlínarborgar þar sem er að finna sögulegar byggingar og stórfengleg söfn jafnt sem hipp og kúl verslunargötur, skemmtilega veitingastaði og svalar verslan- ir. Kreuzberg er í hinni fyrrver- andi Vestur-Berlín og þar er að finna mikið af tyrkneskum inn- flytjendum. Sjarmi hverfisins er einmitt fólginn í þeim mikla suðu- potti menningarheima sem búa þar í sameiningu. Í hverfin Prenzlau- erberg og Friedrichshain flykkist unga fólkið en þar er enn tiltölu- lega ódýrt að búa. Götur þar iða af skemmtilegum veitingahúsum, börum og verslunum. Hvar á að versla? Einfaldast er að halda sig við Mitte-hverfið, á Hakescher Markt, Munzstrasse og Alte Schönhauser Strasse. Þar er meðal annars hægt að finna verslanir eins og Acne Jeans, APC, American Apparel, Converse og Wood Wood ásamt versluninni Apartment ( Mein- hardstrasse 36, Mitte) sem selur fatnað frá merkjum eins og Cheap Mondays, Raf Simmons, Bernhard Wilhelm Undercover og April 77. Kastanienallee í Prenzlauer Berg er sérlega skemmtileg gata þar sem er að finna litlar hönnunarbúðir og flottar „vintage“-verslanir. Arkona- platz-flóamarkaðurinn í Mitte er opinn á sunnudögum og þar eru húsgögn, bækur og fatnað. Hvar á að borða? Það eru ógrynni veitingastaða i Berlín allt frá hinum frægu og ódýru kebabstöðum upp í það sem kallast „haute cuisine“. Kebab getur vissulega verið góður, sér- staklega ef valinn er kjúklingur eða falafel í durum-brauði með hvítlaukssósu. Mexíkóskí stað- urinn Dolores (Rosa-Luxem burg Strasse 7 í Mitte) er ódýr og góður og býður upp á burritos og quesad- illes að hætti íbúa San Fransisco með úrvali af sósum og meðlæti, meðal annars hinni ólýsanlega sterku habanera-sósu. Ef þig lang- ar í fjörugt og fallegt andrúmsloft með mat í ódýrari kantinum er hinn víetnamski Monsieur Vong ( Alte Schönhauser Strasse 46) kjör- inn. Innréttingarnar eru flottar, þar er alltaf yfirfullt af fólki og fyrst og fremst er maturinn sér- lega ljúffengur. Japanska staðinn Shiro i Shiro er að finna á hótelinu Lux 11(Rosa-Luxemburg-Strasse) en hann býður upp á æðislegt sushi og sashimi ásamt alls kyns öðrum japönskum réttum og sake-úrvali. Hvar á að drekka? Bar að nafni 8mm ( Schönhauser Allee 177B) hefur öðlast sérstakar EKKI MISSA AF... Taktu U-Bahn lestina eða strætisvagninn til Kreuzberg til þess að skoða hið stórfenglega Judisches Museum (Lindenstrasse 9-14) sem var hannað af arkitektinum Daniel Libes kind. Ganga um safnið er sláandi, sérstaklega þegar maður skoðar bréf og dagbækur gyðingafjölskyldna sem skrifuðu úr fangabúðum nasista. Þar er einnig svokallað Holocaust Tower sem er mjó, kuldaleg hvelfing með gífurlegri lofthæð þar sem maður getur ímyndað sér hrylling þann er beið gyðinga á leið í gasklefann. Taktu lyftuna efst upp í Fehrnsehturm á Alexander- platz í Mitte. Þessi sjónvarpsturn er 365 metra hár og státar af veitingastað sem snýst uppi á toppnum. Mat- urinn er ekki til að mæla með en það er mjög skemmti- legt að sitja þarna uppi með bjór eða glas af Riesling og skoða útsýnið yfir gervalla Berlín. Röltu yfir á Museumsinsel í Mitte þar sem gefur að líta fjölmörg söfn í stórfenglegum húsakynnum. Eitt merkilegasta safnið er Pergamomn- museum þar sem er að finna góð dæmi um fornan arkitektúr frá Grikklandi, Persíu og Tyrk- landi. Rússnesk stemning CCCP barinn ( Torstrasse 136) er lítill og eilitið skuggalegur og býður upp á vodka og rokktónlist í vænum skömmtum. Torstrasse er full af alls kyns börum og veitingastöðum og er rétt hjá Mitte. Við bara enduðum allir í Berlín Rokksveitin The Virgin Tongues nýtur mikilla vinsælda í borginni en meðlimirnir eru allir bandarískir. „Við bara fíluðum stemninguna hérna og líkar að búa hérna,“ útskýra þeir sem eins og fjölmargir lista- og tónlistarmenn hafa ákveðið að búa í Berlín. Kastanienallee Lífleg gata þar sem er að finna litlar hönnunarbúðir og „vintage“-verslanir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.