Fréttablaðið - 21.03.2009, Síða 44
Prjónaðir kjólar, peysur og fylgi-
hlutir með vísanir í íslenska þjóð-
búninginn eru meginviðfangsefni
á sýningu Katrínar Jóhannesdótt-
ur prjónahönnuðar í Handverki og
hönnun við Aðalstræti 10. Sýning-
in byggist á lokaverkefni Katrín-
ar frá Textilseminariet í Viborg
í Danmörku, þaðan sem hún
útskrifaðist í vetur.
„Þetta eru prjónaðar kvenflík-
ur og fylgihlutir sem ég valdi að
prjóna og útfæra út frá íslenska
þjóðbúningnum. Uppspretta hug-
myndanna er höfð óljós, fötin
eru úr svörtu rétt eins og í
þjóðbúningnum og gerð úr
merino-ull en smáatriðin öll
í tærum litum, til að lyfta
aðeins drunganum af klæðun-
um,“ útskýrir Katrín, sem hóf
nám við skólann árið 2005 og
þá ásamt sjö Íslendingum, sem
þótti óvenjulega hátt hlutfall
íslenskra nemenda, og útskrif-
aðist ásamt tveimur þeirra.
Katrín var sú eina sem horfði
til ættjarðarinnar í hönnun
sinni.
„Ég vildi gera eitt-
hvað tengt Íslandi
og mundi þá eftir
belti við þjóð-
búning sem
ég erfði
eftir langömmu mína en átti ekk-
ert við. Úr varð að hanna fatn-
að undir áhrifum þjóðbúnings-
ins, en þó með nútíma áherslu,“
segir Katrín, sem reiknar með að
halda áfram á þessari línu. „Já,
og ég ætla að vinna áfram með
einfaldar flíkur, þar sem sams
konar smáatriði verða til staðar.“
roald@frettabladid.is
Talsverð áhersla er á
litrík smáatriði, sem
hugsuð eru sem
mótvægi við svartan
klæðnaðinn.
Horfir til ættjarðarinnar
Katrín Jóhannesdóttir prjónahönnuður sýnir lokaverkefni sitt í vélprjóni í Handverki og hönnun við Aðal-
stræti 10. Í verkum sínum sækir hönnuðurinn innblástur í þjóðlega arfleifð.
Katrín kennir við
Hússtjórnarskólann á
Hallormsstað og
dreymir um að
gera hönnun að
aðalstarfi. Um
hana má fræðast
betur á www.
katy.is.
Segja má að sýningarsalur Handverks og hönnunar sé þjóðlegur
þessa daga, þar sem klæðnaður með vísanir í íslenska þjóðbún-
inginn er til sýnis. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Uppspretta
hugmyndanna
er höfð óljós.
Katrín ætlar að vinna
áfram með smáatriðin
sem hún hannaði í tengsl-
um við lokaverkefnið.
M
YN
D
/Ú
R
E
IN
K
A
SA
FN
I
HEIMASAUMAÐAR FLÍKUR eru alveg í tísku
núna. Það sama á við um annað sem búið er til inni
á heimilinu eins og heimatilbúið skart og hvers konar
prjónavörur. Heimatilbúið er heitt.
HELGIN