Fréttablaðið - 21.03.2009, Page 45

Fréttablaðið - 21.03.2009, Page 45
 Sölufulltrúar Viðar Ingi Pétursson vip@365.is 512 5426 Hrannar Helgason hrannar@365.is 512 5441 Djúpavogshreppur auglýsir Leikskólinn Bjarkatún Laus er staða deildarstjóra eldri deildar við leikskólann Bjarkatún frá 1. maí 2009 auk leikskólakennara í 4 stöðugildi frá 15. ágúst 2009. Leikskólinn Bjarkatún er tveggja deilda með um 30 nemendur sem eru teknir inn eins árs. Leikskólinn er staðsettur í nýlegu húsnæði þar sem stutt er í ósnortna náttúru og skemmtilegt útivistarsvæði. Bjarkatún leggur áherslu á umhverfi smennt, hreyfi ngu og leikgleði. Opnunartími leikskólans er frá 7:45-16:15. Áhugasamir geta skoðað heimasíðu leikskólans: www.djupivogur. is/leikskoli Upplýsingar veitir Þórdís Sigurðardóttir leikskólastjóri í síma 478-8832 eða í tölvupósti thordis@djupivogur.is Umsókn fylgi yfi rlit um nám og störf. Umsækjendur geta sótt um í tölvupósti á bjarkatun@djupivogur.is Umsóknarfrestur er til 15. apríl 2009 og 15. júlí 2009 Grunnskóli Djúpavogs Fyrir næsta skólaár vantar kennara í eftirfarandi náms- greinar: Íþróttir, ensku, dönsku, stærðfræði, nátt- úrufræði, textílmennt, heimilisfræði, upplýsinga- og tæknimennt. Grunnskóli Djúpavogs er einsetinn skóli þar sem mikil áhersla er lögð á samkennslu, samvinnu árganga og grenndarnám. Mjög gott samstarf er milli grunnskólans, tónskólans, leikskólans og Umf. Neista. Möguleiki er, fyrir íþróttakennara, að fá þjálfun fyrir Ungmennafélagið samhliða íþróttakennslu í skólanum. Umsóknum skal skal skila til skólastjóra, fyrir 1. maí 2009. Eyðublöð má fi nna á heimasíðu skólans: http://djupivogur.is/grunnskoli/ Allar nánari upplýsingar veitir skólastjóri, Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir í síma: 478-8246 eða dora@djupivogur.is Í Djúpavogshreppi búa um 500 manns. Þar er góður leikskóli, grunnskóli, íþróttamiðstöð með innisundlaug, verslanir, heilsugæsla, læknir auk annarrar almennrar þjónustu. Starfssvið Leitum að Hugbúnaðarsérfræðingum Þróun á hugbúnaðarlausnum og stuðningur við þjónustu. Aðstoð við þarfagreiningu fyrir viðskiptavini TrackWell og ábyrgð á afhendingu lausna. Hæfniskröfur Umsækjandi þarf að hafa menntun og reynslu á sviði tölvunar- eða kerfisfræði. Viðkomandi þarf að hafa góða þekkingu á uppbyggingu vefþjónusta í Java. Æskilegt er að viðkomandi hafi góða þekkingu á Spring frameworki, HTML, JavaScript, Ajax og CSS. Framtíðartækifæri TrackWell Forðastýring Nánari upplýsingar má fá hjá TrackWell í síma 5100600. Tekið er á móti ferilskrám á job@trackwell.com eða á skrifstofu félagsins. Umsóknir skulu berast fyrir 30. mars. Allir umsækjendur þurfa að hafa frumkvæði og verða að geta unnið sjálfstætt, agað og eiga auðvelt með samskipti við aðra. Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir að vinna í tæknilega krefjandi umhverfi og læra nýja hluti. TrackWell hefur frá stofnun árið 1996 sérhæft sig í hugbúnaðargerð með sérstakri áherslu á lausnir tengdum fjarskiptum og staðsetningatækni. TrackWell hefur þróað þjónustu fyrir fyrirtæki sem kallast TrackWell Forðastýring (Mobile Resource Management) með verkferlum til þess að hafa eftirlit með og stýra notkun forða - hver er að gera hvað á hverjum tíma, hvar og hvernig. Með þann ávinning sem nær 300 íslenskir viðskiptavinir hafa náð með TrackWell Forðastýringu hefur TrackWell tekið fyrstu skref í að bjóða erlendum fyrirtækjum að ná fram hagræðingu og aukinni framleiðni með íslensku hugviti.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.