Fréttablaðið - 21.03.2009, Page 59
með ánægju
Skelltu þér á tvöfalt stefnumót með gömlu og nýju Evrópu í Berlín.
Borgin býður upp á spennandi bræðing ólíkra menningarheima – og
hún vill fá þig í heimsókn!
Bókaðu flug til Berlínar núna á www.icelandexpress.is
Það er vor í lofti í Berlín
Enginn dýragarður
í heimi hefur jafnmargar
dýrategundir og Zoo Berlin
Í Berlín er fjöldinn
allur af spennandi
söfnum. Auðgaðu
andann og svalaðu
forvitninni!
vinsældir meðal Íslendinga. Hann
er pínulítill og dimmur og minnir
að vissu leyti á Sirkus heitinn og
hefur verið mikið sóttur af íslensku
tónlistarfólki og berlínsk um lista-
spírum. Tónlistin er yfirleitt frá-
bær og heldur sig við rokk og ról.
Kim (Brunnenstrasse 10) er eins
naumhyggjulegur og hægt er að
ímynda sér: hrár, ómerktur staður á
tveimur hæður þar sem oft er hægt
að hlusta á góða plötusnúða eða tón-
listarmenn. Astro bar (Dachstrasse
40, Friedrichshain) á að minna á
einhvers konar geimskutlur frá
1950 og er skemmtilega „sjabbí“.
Þar hangir unga og fallega fólk-
ið og þess má geta að meðlimir
bandarísku rokksveitarinnar The
Virgin Tongues sjást þar oft á bak
við barinn eða í plötusnúðsbúrinu.
Hvar á að djamma fram á morgun?
Berlín er fræg fyrir raf- og teknó-
tónlist og hvort sem slíkur hávaði
hrífur mann eða ekki er mjög áhuga-
vert að sjá risavaxna klúbba eins og
Panorama Bar (í fyrrum lestarstöð í
Friedrichshain) en þar er boðið upp
á minimal teknótónlist á nokkrum
dúndrandi hæðum. Staðurinn, sem
er opinn allan sólar hringinn alla
helgina, er í raun fyrir samkyn-
hneigða og gestir verða að taka því
sem fyrir augu ber með opnum hug.
Villa (Landsberger Allee, Prenzlau-
er Berg) er mun minni og af öðrum
toga, skemmtilega hrár og á þrem-
ur hæðum og býður upp á bæði
minimal teknó- og rokkhljómsveit-
ir. Þar eru einnig herbergi þar sem
fólk getur sest við borð og spjallað
saman án þess að ærandi takturinn
yfirgnæfi samtalið. Þess má geta að
opnunartímar í Berlín eru frjálsir
og að flestir barir í borginni eru
opnir þar til 6 eða 7 um morguninn
á degi hverjum.
Iceland Express flýgur beint til
Berlínar 2-3svar í viku árið um
kring. Ljósmyndir: Þórður Gríms-
son.
Bar með sál Esschloraque, betur þekktur sem Monsterbar, heldur oft þemakvöld með
tilheyrandi kvikmyndum og tónlist.
Látlaus búðargluggi Það fer lítið fyrir hipp
og kúl versluninni Apartment, en þegar
gengið er niður í kjallarann blasa við
hátískuföt.
Japanskur matur Veitingastaðurinn Shiro i Shiro býður upp á sushi, sake og ýmiss konar
teriyakirétti í fallega hönnuðu umhverfi.