Fréttablaðið - 21.03.2009, Side 65
LAUGARDAGUR 21. mars 2009 37
Hildur Helga og Bjarni Haukur höfðu aldrei hist fyrir
viðtalið.
Bjarni var búinn að ímynda sér að Hildur Helga væri
nautnaseggur, vinamörg og félagslynd, færi seint að
sofa og hann sá hana ekki fyrir sér í mikilli útivist.
Bjarni hafði rétt fyrir sér, nema að Hildur ríður á fjöll
og fer í langar gönguferðir með hundinn sinn. En
finnst líka notalegt að vera inni.
Hildur Helga var líka búin að ímynda sér að Bjarni
væri matelskur nautnaseggur, vel skipulagður og
hefði gaman að því að tefla. Hildur hafði rétt fyrir
sér.
Bjarni heldur með Manchester United.
Hildur Helga á íslenska fjárhundinn, Skottu, sem
birtist með víðfrægri „Íslandsgrein“ í Vanity Fair.
VISSUÐ ÞIÐ AÐ...
www.postur.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
–
0
9
–
0
4
3
9
Nú getur þú sent persónuleg frímerki með boðskortinu í
fermingarveisluna. Á frímerkið getur þú valið mynd úr þínu eigin
myndasafni og skreytt umslagið með frímerki sem kemur á óvart.
Það eina sem þú þarft að gera er að fara á www.postur.is,
velja mynd sem þú hefur skannað inn eða tekið á stafræna
myndavél og við sendum þér frímerkin innan fimm daga.
Þú færð persónuleg frímerki á www.postur.is
Boðskort
Mikilvægasta
manneskja í heimi
Bjarni: Og Sylvía Nótt toppaði
sig of snemma. En ég er sam-
mála Hildi. Ef Jóhanna Guðrún
segir: „Perhaps we should have
been more careful“ á rússnesku
og brosir svo bara – þá er okkur
borgið.
Hildur: Svo má líka kenna henni
að segja „We are not terrorists“
á rússnesku.
Af hverju erum við ekki
almannatenglar efnahagshruns-
ins Bjarni?
Endurvinnsla á
gömlum jakkafötum
Prófkjörin eru nú rétt ný afstað-
an. Ef þið væruð sjálf í framboði –
hvernig myndi plakatið af ykkur
líta út? Hverju tókuð þið einkum
eftir í framboðsauglýsingunum í
ár?
Bjarni: Ég væri á morgunsloppn-
um, úfinn. Og slagorðið væri:
„Hef ekkert betra að gera – why
not?“
Hildur: Líst vel á að fá bara að
vera memm í þessu. Ég verð með
skuplu og kaffibolla og blöðin í
eldhúsinu í morgunslopp: „Lofa
að mæta.“
Bjarni: Við verðum bara saman
Hildur með þetta slagorð: „Erum
með tiltölulegan lausan tíma,
munum mæta.“ Í framboðsaug-
lýsingunum sem eru afstaðn-
ar tók ég hins vegar eftir því að
frambjóðendur X-D höfðu lista-
bókstafinn „d“ alveg svakalega
smáan í auglýsingunum. Í aug-
lýsingum fyrri ára hefur X-D
alltaf náð yfir alla síðuna en nú
þurfti maður að leita lengi áður
en maður fann d-ið þar sem það
var yfirleitt falið neðst í ein-
hverju horninu.
Hildur: Sumir gleymdu meira að
segja að taka fram fyrir hvaða
flokk þeir væru í framboði í próf-
kjörunum. En þessir frasar sem
hafa verið í notkun í auglýsing-
unum finnast mér alveg skelfi-
lega þreyttir. Ég myndi vilja láta
lóga þeim öllum. Hvernig er þetta
aftur: „Þjarkur, þor og þraut-
segja.“ „Kjósið þann sem þorir.“
Þorir hvað? Þetta er svo innant-
ómt og manni finnst að tími inn-
antómra klisja sé liðinn.
Bjarni: Hárrétt. Það vantar líka
dálítið að frambjóðendurnir tali
frá hjartanu en hljómi ekki eins
og vélar. Maður fær á tilfinn-
inguna að þeir séu að spila sömu
spólu og þeir spiluðu síðast og
segi bara það sem „á“ að segja.
Hildur: Svo er líka svo skrítið að
það er eiginlega enginn munur á
yngri og eldri frambjóðendum.
Eða ekki skrítið, því yngri fram-
bjóðendur eru að koma í gegnum
flokksvélarnar þar sem er búið
að móta þá og skapa, teygja og
toga, þannig að „they walk the
walk, they talk they talk.“ End-
urnýta bara jakkafötin af þeim
eldri. Ekki það sem við þurfum
núna.
Að lokum. Ef þið mættuð bæta
einni spurningu inn í viðtalið,
handa hvort öðru, hver yrði
spurningin og hvert yrði svarið?
Hildur: Þessi stendur alltaf fyrir
sínu: Áttu dýr?
Bjarni: Nei, ég á ekki dýr. Nema
son. Með hvaða liði heldurðu í
ensku knattspyrnunni?
Hildur: Leeds. Af því að mig
minnir að sonur minn geri það.