Fréttablaðið - 21.03.2009, Side 81
LAUGARDAGUR 21. mars 2009 53
Hús moskunnar eftir Kader Abdolah er komin út. Þetta er
átakanleg en hlý frásögn af örlögum
einnar fjölskyldu og um leið heillar
þjóðar á
umbrota-
tímum.
Nútíminn
er tekinn
að berja að
dyrum í Íran
eftir aldalanga
stöðnun.
Þegar heit-
trúarbylgja
skellur á
landinu, hlát-
urinn þagnar
og skothríð tekur við af bænakalli
bregðast íbúarnir í Húsi moskunn-
ar við á ólíkan hátt. Höfundurinn,
Kader Abdolah, fæddist og ólst upp
í Íran en flúði land og hefur búið í
Hollandi frá 1988. Hús moskunnar
varð margföld metsölubók þar í
landi. Jóna Dóra Óskarsdóttir þýddi.
JPV gefur út.
Þýðing Atla Magnússonar á meistaraverki F. Scott Fitzgerald,
Hinn mikli Gatsby, er komin út í kilju
hjá Bókafor-
laginu Uglu.
Skáldsagan
hefur löngum
verið talin
höfuðverk
skáldsins og
lýsir samfélagi
auðmanna á
austurströnd
Bandaríkjanna
á árunum fyrir
kreppu og
hvernig dular-
fullur aðkomumaður þrengir sér inn
í þeirra hóp.
Uppheimar gefa nú út saka-málasögur Lizu Marklund og er
nýjasta skáldsaga hennar, Þar sem
sólin skín,
nú komin
út í þýðingu
Önnu R.
Ingólfsdótt-
ur. Sænsk
fjölskylda
finnst látin
í villu sinni
á spænskri
sólarströnd
og Annika
Bengtzon er
send þangað
til að skrifa
um morðin. Sagan var metsölubók
á þessu hausti víða um Norðurlönd
og er umfjöllunarefnið falið fé, pen-
ingaþvætti og eiturlyfjaverslun.
Önnur fræg og vinsæl kona snýr aftur í spennubókinni Blóð-
reiturinn eftir Patriciu Cornwell.
Kay Scarpetta,
greinandi hjá
bandarísku
alríkislögregl-
unni er kölluð
úr jólafríi þegar
lík konu finnst
upppstillt í
Central Park og
allt bendir til
að raðmorðingi
sé kominn á
kreik. Bókafélagið Ugla gefur út en
þýðandi er Atli Magnússon.
NÝJAR BÆKUR
Söngleikurinn Mamma mia var frumsýndur í Osló
í fyrrakvöld í nýuppgerðu Folketeatret. Björn og
Benny voru viðstaddir frumsýninguna, en miðasala
á söngleikinn hófst í ágúst í fyrra. Sviðsetningin sem
er unnin fyrir fyrirtæki Judy Cramer, sem stóð að
uppsetningunni fyrir tíu árum í London og að kvik-
myndinni vinsælu í fyrra, er í öllum atriðum eins og
aðrar sviðsetningar á verkinu. Aðstoðarleikstjóri sá
til þess að fylgt var í æsar fyrirmyndinni. Eini mun-
urinn er sá að hér var leikið og sungið á norsku en
það hefur víða verið gert.
Gagnrýnandi Aftenposten kvartaði í gær í dómi
sínum um sýninguna að það skemmdi nokkuð fyrir
þátttöku leikhúsgesta í sýningunni sem gerði bæði
sviðsetningu á ensku í London og New York að
skemmtilegu samspili söngvara á sviði og í sal. Þetta
er fyrsta sviðsetningin sem kemur á svið eftir að
kvikmyndin var frumsýnd og heldur áfram sigur-
göngu verksins sem áhorfendur á öllum aldri taka
fagnandi. - pbb
Mamma mia í Osló
LEIKLIST Björn og Benny raka inn fé á endurvinnslu laga sinna
í Mamma mia.
Fréttir eru nú teknar að berast af
yfirvofandi hlut Ragnars Kjart-
anssonar í Tvíæringnum í Fen-
eyjum. Þannig greinir bandaríska
tímaritið Art Forum frá plönum
æringjans í nýju hefti: Raggi ætlar
að setjast að í Palazzo Michiel dal
Brusa og hafa þar sumarsetu.
Sýning hans mun heita Endalok-
in og samkvæmt frétt Art Forum
sýnir hann þar nýja innsetningu í
Brúsahöllinni. Þar hyggst Ragn-
ar verða á staðnum sumarlangt
og mála mynd af ungri fyrirsætu
með Canal Grande í baksýn. Fyrir-
sætan á að reykja og drekka bjór á
baðfötunum einum. Ragnar Kjart-
ansson setur sýningu sína upp í
samstarfi við Kynningarmiðstöð
myndlistar - CIA - og gallerista
sína í I8 og Luhring Augustine í
Bandaríkjunum.
Ragnar í Feneyjum
MYNDLIST Ragnar Kjartansson málar
mikið í sumar en þó alltaf sömu
myndina.
Afkoma Sameinaða lífeyrissjóðsins á árinu 2008 markast mjög af
áföllum á fjármálamörkuðum; afleiðingum af falli viðskiptabankanna
og mikilli gengislækkun verðbréfa hér á landi og erlendis. Þrátt fyrir
að markvisst hafi verið unnið að því hjá sjóðnum að draga úr vægi
innlendra og erlendra hlutabréfa á árinu 2008 og auka vægi innlendra
skuldabréfa og innlána, rýrnaði eignasafn sjóðsins við þessar óvenjulegu
aðstæður og var í árslok 90,5 milljarðar króna á móti 96,6 milljörðum
króna árið áður. Við fall bankanna urðu hlutabréf og víkjandi skuldabréf
þeirra verðlaus og mikil óvissa er enn um verðmæti annarra skuldabréfa
sem þeir gáfu út og eru í eigu sjóðsins. Þá ríkir einnig mikil óvissa
um verðmæti skuldabréfa annarra innlendra fyrirtækja sem sjóðurinn
hefur fjárfest í. Vegna þessarar óvissu voru 7.761 milljón króna færðar
í varúðarafskrift, sem rýrir eignir sjóðsins í sama mæli.
ÁRSFUNDUR 2009
Ársfundur sjóðsins verður haldinn miðvikudaginn
27. maí nk. kl. 16.00 á Grand Hótel, Reykjavík.
Í samráði við tryggingastærðfræðing sjóðsins
hefur stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins ákveðið
að leggja fyrir ársfundinn tillögu um 10% lækkun
lífeyrisréttinda sjóðfélaga og lífeyrisþega.
Fundurinn verður nánar auglýstur síðar.
Helstu kennitölur