Fréttablaðið - 21.03.2009, Side 84

Fréttablaðið - 21.03.2009, Side 84
56 21. mars 2009 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is Hvað er að frétta? Er að leika Í Ástverki ehf., var að leikstýra Chicago í FG, skemmti stanslaust sem annar helmingur gleðiparsins „Viggó og Víóletta“ og er að kenna leiklist sjálfstætt og hjá Leynileik- húsinu. Þannig að allt er geggjað gott. Augnlitur: Blágrænn. Starf: Leikari, leikstjóri, skemmtikraftur og leiklistarkennari. Fjölskylduhagir: Fullkomnir. Er giftur Frímanni Sigurðssyni. Hvaðan ertu? Frá fallegasta firði Íslands: Tálkna- firði. Ertu hjátrúarfullur? Þegar það hentar. Uppáhaldssjónvarpsþátturinn: Dýralífsþættir, South Park, Family Guy og bla bla, svo margir. Uppáhaldsmaturinn: Humar og sjávarfang. Fallegasti staðurinn: Tálknafjörður á sumarkveldi. iPod eða geislaspilari: iPod, var að henda ferða- geislaspilaranum í vikunni. Hvað er skemmtilegast? Fíflalæti og hlátursköst. Hvað er leiðinlegast? Fólk sem er með prik fast uppi í óæðri endanum á sér. Helsti veikleiki: Á erfitt með að finna mér frítíma. Helsti kostur: Traustur. Helsta afrek: Að lifa af því að vera sjálfstætt starfandi listamaður síðan ég útskrifaðist fyrir tveimur árum sem leikari. Mestu vonbrigðin? Í dag eru það þau að Selma er ekki enn búin að hringja í mig og vilja mig í Grease, en það verður búið á morgun. Það er svo leiðinlegt að staldra of lengi við vonbrigði. Hver er draumurinn? Að lifa af listinni. Hver er fyndnastur/fyndnust? Anna Svava Knútsdóttir leikkona og bekkjarsystir úr leiklistardeildinni. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Hroki. Hvað er mikilvægast? Heilsan. HIN HLIÐIN BJARNI SNÆBJÖRNSSON LEIKARI, LEIKSTJÓRI OG SKEMMTIKRAFTUR Er hjátrúarfullur þegar það hentar 07.07.1978 Sprengjuhöllin fær góða dóma á blogg- síðu blaðsins Time Out Chicago fyrir tónleika sem hún hélt á staðnum Opal Divine´s Freehouse í Austin í Texas. Tónleikarnir eru hluti af tónlistar- hátíðinni South By Southwest sem er haldin um þessar mundir í Texas. Gagnrýnandi blaðsins viðurkenn- ir í upphafi að hann eigi erfitt með að bera fram nafn hljómsveitarinnar. Það hafi þó hjálpað til að aðalsöngvarinn hafi eytt þremur mínútum í að kenna áhorfendum framburðinn. „Samt sem áður er þetta hljómsveit sem fólk á eftir að uppgötva,“ skrifaði hann. „Þeir spiluðu upplífgandi, poppuð lög af svo miklum krafti að hljómsveitarmeðlimirnir urðu að hoppa hver á annan. Þeir sögðust ætla að verða ríkir og frægir í Bandaríkjunum og ég sé ekki hvers vegna það geti ekki orðið að veruleika.“ Erfiður framburður SPRENGJUHÖLLIN Hljómsveitin Sprengjuhöllin er stödd í Austin í Texas um þessar mundir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON > ÓTTAST FRÆGÐINA Duffy segist óttast frægðina sem hún hefur öðlast að undanförnu. Í viðtali við ástralska dagblaðið Sid- ney Morning Herald viðurkennir söngkonan að sér finnist erfitt að vera ekki lengur líkt við söngkonur á borð við Dusty Springfield og þurfa nú að standa undir eigin nafni. Hún segist kunna að meta það að vera virt fyrir tón- list sína en ekki vita almennilega hvað hún vill lengur. Lagið Þegar þungar þrautir eftir Begga Dan og Tryggva Má Gunn- arsson í flutningi höfunda bar sigur úr býtum í Baráttu- og bjartsýnis- söngvakeppni hins nýja lýðveldis á Rás 2. Alls bárust yfir 100 lög í keppn- ina og undanfarnar tvær vikur hefur Rás 2 spilað lögin tólf sem komust í úrslit, en hugmyndin var að finna nýtt íslenskt lag sem blæs þjóðinni bjartsýni í brjóst og fyllir okkur baráttuvilja til að takast á við framtíðina. Þjóðin valdi svo á milli laganna í netkosningu á heimasíðu Popplands, en í öðru sæti lenti lagið Sólarylur eftir Þóru Björk Þórðar- dóttur. - ag Beggi Dan og Tryggvi Már sigruðu BEGGI DAN Lagið Þegar þungar þrautir sigraði Baráttu- og bjartsýnissöngva- keppni hins nýja lýðveldis á Rás 2. Ný barnabók er komin út á geisladiski þar sem vin- urinn fyrrver- andi, Jenni- fer Aniston, er sögumaður. Bókin nefnist Loukoumi´s Good Deeds og er sú þriðja í röðinni þar sem góðverk er umfjöllunarefnið. Aniston les einnig, ásamt föður sínum John, aðra sögu sem fylgir með bókinni. „Jennifer var yndis- leg. Það var ótrúlega auðvelt að vinna með þeim og þetta var í fyrsta sinn sem þau gera eitthvað þessu líkt saman,“ sagði Nick Katsoris, höfundur bókarinnar. Allur ágóði rennur til góðgerðar- mála. Aniston les barnabók JENNIFER ANISTON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.