Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.03.2009, Qupperneq 84

Fréttablaðið - 21.03.2009, Qupperneq 84
56 21. mars 2009 LAUGARDAGUR folk@frettabladid.is Hvað er að frétta? Er að leika Í Ástverki ehf., var að leikstýra Chicago í FG, skemmti stanslaust sem annar helmingur gleðiparsins „Viggó og Víóletta“ og er að kenna leiklist sjálfstætt og hjá Leynileik- húsinu. Þannig að allt er geggjað gott. Augnlitur: Blágrænn. Starf: Leikari, leikstjóri, skemmtikraftur og leiklistarkennari. Fjölskylduhagir: Fullkomnir. Er giftur Frímanni Sigurðssyni. Hvaðan ertu? Frá fallegasta firði Íslands: Tálkna- firði. Ertu hjátrúarfullur? Þegar það hentar. Uppáhaldssjónvarpsþátturinn: Dýralífsþættir, South Park, Family Guy og bla bla, svo margir. Uppáhaldsmaturinn: Humar og sjávarfang. Fallegasti staðurinn: Tálknafjörður á sumarkveldi. iPod eða geislaspilari: iPod, var að henda ferða- geislaspilaranum í vikunni. Hvað er skemmtilegast? Fíflalæti og hlátursköst. Hvað er leiðinlegast? Fólk sem er með prik fast uppi í óæðri endanum á sér. Helsti veikleiki: Á erfitt með að finna mér frítíma. Helsti kostur: Traustur. Helsta afrek: Að lifa af því að vera sjálfstætt starfandi listamaður síðan ég útskrifaðist fyrir tveimur árum sem leikari. Mestu vonbrigðin? Í dag eru það þau að Selma er ekki enn búin að hringja í mig og vilja mig í Grease, en það verður búið á morgun. Það er svo leiðinlegt að staldra of lengi við vonbrigði. Hver er draumurinn? Að lifa af listinni. Hver er fyndnastur/fyndnust? Anna Svava Knútsdóttir leikkona og bekkjarsystir úr leiklistardeildinni. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Hroki. Hvað er mikilvægast? Heilsan. HIN HLIÐIN BJARNI SNÆBJÖRNSSON LEIKARI, LEIKSTJÓRI OG SKEMMTIKRAFTUR Er hjátrúarfullur þegar það hentar 07.07.1978 Sprengjuhöllin fær góða dóma á blogg- síðu blaðsins Time Out Chicago fyrir tónleika sem hún hélt á staðnum Opal Divine´s Freehouse í Austin í Texas. Tónleikarnir eru hluti af tónlistar- hátíðinni South By Southwest sem er haldin um þessar mundir í Texas. Gagnrýnandi blaðsins viðurkenn- ir í upphafi að hann eigi erfitt með að bera fram nafn hljómsveitarinnar. Það hafi þó hjálpað til að aðalsöngvarinn hafi eytt þremur mínútum í að kenna áhorfendum framburðinn. „Samt sem áður er þetta hljómsveit sem fólk á eftir að uppgötva,“ skrifaði hann. „Þeir spiluðu upplífgandi, poppuð lög af svo miklum krafti að hljómsveitarmeðlimirnir urðu að hoppa hver á annan. Þeir sögðust ætla að verða ríkir og frægir í Bandaríkjunum og ég sé ekki hvers vegna það geti ekki orðið að veruleika.“ Erfiður framburður SPRENGJUHÖLLIN Hljómsveitin Sprengjuhöllin er stödd í Austin í Texas um þessar mundir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON > ÓTTAST FRÆGÐINA Duffy segist óttast frægðina sem hún hefur öðlast að undanförnu. Í viðtali við ástralska dagblaðið Sid- ney Morning Herald viðurkennir söngkonan að sér finnist erfitt að vera ekki lengur líkt við söngkonur á borð við Dusty Springfield og þurfa nú að standa undir eigin nafni. Hún segist kunna að meta það að vera virt fyrir tón- list sína en ekki vita almennilega hvað hún vill lengur. Lagið Þegar þungar þrautir eftir Begga Dan og Tryggva Má Gunn- arsson í flutningi höfunda bar sigur úr býtum í Baráttu- og bjartsýnis- söngvakeppni hins nýja lýðveldis á Rás 2. Alls bárust yfir 100 lög í keppn- ina og undanfarnar tvær vikur hefur Rás 2 spilað lögin tólf sem komust í úrslit, en hugmyndin var að finna nýtt íslenskt lag sem blæs þjóðinni bjartsýni í brjóst og fyllir okkur baráttuvilja til að takast á við framtíðina. Þjóðin valdi svo á milli laganna í netkosningu á heimasíðu Popplands, en í öðru sæti lenti lagið Sólarylur eftir Þóru Björk Þórðar- dóttur. - ag Beggi Dan og Tryggvi Már sigruðu BEGGI DAN Lagið Þegar þungar þrautir sigraði Baráttu- og bjartsýnissöngva- keppni hins nýja lýðveldis á Rás 2. Ný barnabók er komin út á geisladiski þar sem vin- urinn fyrrver- andi, Jenni- fer Aniston, er sögumaður. Bókin nefnist Loukoumi´s Good Deeds og er sú þriðja í röðinni þar sem góðverk er umfjöllunarefnið. Aniston les einnig, ásamt föður sínum John, aðra sögu sem fylgir með bókinni. „Jennifer var yndis- leg. Það var ótrúlega auðvelt að vinna með þeim og þetta var í fyrsta sinn sem þau gera eitthvað þessu líkt saman,“ sagði Nick Katsoris, höfundur bókarinnar. Allur ágóði rennur til góðgerðar- mála. Aniston les barnabók JENNIFER ANISTON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.