Fréttablaðið - 25.03.2009, Síða 1

Fréttablaðið - 25.03.2009, Síða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI MIÐVIKUDAGUR 25. mars 2009 — 73. tölublað — 9. árgangur Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Dóra Magnúsdóttir, markaðsstjóri ferðamála hjá Höfuðborgarstofu, fór í ævintýralega siglingu með Norrænu í fyrrasumar ásamt eig-inmanni og fjórum börnum. Fjöl-skyldan lagði í hann frá Seyðis-firði, sigldi til Færeyja og þaðan til Noregs. Í Noregi fór hún í land, keyrði yfir til Svíþjóðar og Dan-merkur þaðan sem hún sigldi aftur heim. „Þótt flug sé góðra gjaldaþá er h inn er Norræna sem er gerð út frá Færeyjum. Dóra gerði sér ekki sérstaklega háar hugmyndir um skipið í fyrstu þrátt fyrir að hafa skoðað af því myndir og heyrt sögur af því hversu vel útbúið það væri. Hún varð þó ekki fyrir von-brigðum. „Hugmyndir mínar lituðust óneitanlega svolítið af Smyrligamla sem ég f ð ið lætur úr höfn. Um borð eru frí-höfn, veitingastaðir, líkamsræktar-aðstaða og sundlaug, en hún vakti mikla lukku yngri kynslóðarinnar enda reyndist klikkað fjör að taka sprett í góðum veltingi. Á kvöldin er svo boðið upp á lifandi tónlist, skemmtiatriði og töfrabrögð meðtilheyrandi fjöri “D Naut lífsins í Norrænu Sjóleiðin frá Íslandi til Skandínavíu er að sögn Dóru Magnúsdóttur óviðjafnanleg. Hún er vissulega tíma- frekari en flug en hefur marga kosti og gerir ferðalagið á áfangastað mun innihaldsríkara. Dóra segir gaman að sjá veröldina úr lofti en einstakt að sjá haf og lönd af skipsfjöl. MYND/ÚR EINKASAFNI MYNDASÝNING frá ævintýralegri ferð Sæmundar Þórs Sigurðssonar, göngufararstjóra ÍT ferða, á Aconcagua í Argentínu verður haldin í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal á laugardaginn klukkan 11.00. Gjaldþrota draugaborgir „Nú eru um 7.000 íbúðir tómar, hálfbyggðar eða lóðir tilbúnar. Er hægt að kalla það annað en hrun á hugmyndafræði í húsnæðismálum?“ spyr Reynir Ingibjartsson. Í DAG 16 DÓRA MAGNÚSDÓTTIR Einstakt að sjá haf og lönd af skipsfjöl • á ferðinni • fermingar Í MIÐJU BLAÐSINS Laugavegi · Kringlunni · Leifsstöð www.skifan.is BOND Á DVD KOMINN Í SKÍFUNA! 2.499kr Kaffirjómi í nýjum umbúðum Frábær út í kaffið og til matargerðar. Geymsluþolin mjólkurvara ms.is Í minningu Hólmfríðar Leikfélag Hörgdæla styrkir Krabba- meinsfélag Akureyrar. TÍMAMÓT 18 FORMÚLA 1 Háspenna, kjarkur og þor ráða úrslitum Sérblað um Formúlu 1-keppnina FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG formúla 1MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2009 Nýjar reglur - nýir bílarFormúlan hefst á Stöð 2 Sport á fimmtudaginn. SÍÐA 2 DARRI INGÓLFSSON Ætlar að reyna fyrir sér í Borg englanna Flytur til Los Angeles á morgun FÓLK 30 Dökkhærð Sandy Ólöf Jara Skagfjörð og Bjartur Guð- mundsson leika aðalhlutverk- in í Grease. FÓLK 22 TÓNLIST „Við reyndum að halda þessu leyndu enda vildum við að fólk kynni að meta lagið en væri ekki að kjósa út frá pólitískum hagsmunum,“ segir rúss- neska söngkon- an Tinatin Jap- aridze. Hún er meðhöfundur að íslenska lag- inu Is it True? sem Jóhanna Guðrún flytur í Euro vision- keppninni í Moskvu. Söngkonan þýðir nú texta lagsins yfir á rússnesku til að kynna það frekar. Tinatin er ákaflega ánægð með Jóhönnu Guðrúnu og er fullviss um að hún eigi eftir að standa sig vel á stóra sviðinu. - fgg / sjá síðu 30 Óvæntur liðstyrkur Íslands: Með leynivopn í Eurovision STJÓRNMÁL Eigið fé bankanna var aukið með reiknilistum og er eitt af því sem fór úrskeiðis í fjármála- kerfinu. Þetta er mat Gylfa Magn- ússonar viðskiptaráðherra. „Já, ég held að það sé alveg aug- ljóst að eitt af því sem gerðist í hrunadansinum var að menn bjuggu til eigið fé með því annars vegar að breyta lánsfé í eigið fé með því að lána til hlutabréfakaupa og síðan bjuggu menn til eigið fé á pappírn- um með því að kaupa eignir á verði sem var mjög óraunhæft og færa muninn sem viðskiptavild,“ sagði Gylfi á fundi með blaðamönnum í gær. Atli Gíslason, þingmaður VG, sagðist í Fréttablaðinu í gær hafa heimildir fyrir að eigið fé bankanna hafi verið „fixað“. Með aukinni við- skiptavild fengist aukinn hagnað- ur sem aftur leiddi til möguleika á auknum arðgreiðslum. Loftbólu- hagnað og loftbóluarðgreiðslur kall- ar Atli slíkar kúnstir. Gylfi er á sama máli. Menn hafi búið til fjármagn á pappírnum sem engin innstæða hafi verið fyrir. Spurður hvort forvígismenn bankanna hafi stundað ámóta við- skiptahætti og stjórnendur banda- ríska fyrirtækisins Enron gerðu og leiddu til þrots þess sagði Gylfi margt líkt með skyldum. „Auðvitað voru menn að blekkja sjálfa sig að hluta og aðra í leiðinni,“ sagði hann og kvaðst telja að sumt af háttalag- inu verði rannsakað sem sakamál. Það væri þó í höndum þar til bærra stofnana að ákvarða slíkar rann- sóknir. Gylfi segir hætt við að viðskipta- vild sé ofmetin í bókum þeirra fjár- málafyrirtækja sem enn starfi. Hún hafi ekki verið færð niður. Til hins beri þó að líta að slík bókfærð við- skiptavild sé ekki mikils virði nú um stundir. Fram kom í Fréttablaðinu í gær að samanlögð viðskiptavild Glitnis, Kaupþings og Landsbankans jókst úr tæpum nítján milljörðum árið 2003 í 123 milljarða árið 2007. Á sama tíma jókst eigið fé bankanna þriggja úr 92 milljörðum í 714 millj- arða. - bþs / sjá síðu 12 Bankarnir bjuggu til eigið fé með kúnstum Viðskiptaráðherra segir bankana hafa búið til eigið fé í bókum sínum. Líkindi séu með þeim gjörningum og athæfi stjórnenda Enron. Hann telur fullvíst að sum af verkum forvígismanna bankanna verði rannsökuð sem sakamál. ÆFA SVEIFLUNA Það var margt um manninn í Básum í Grafarholtinu gær þar sem kylfingar æfðu sveifluna fyrir sumarið. Þótt kalt hafi verið í veðri í vetur hafa kylfingar slegið hvítu kúlurnar í Básum af miklum móð. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON -2 -4 -4 0 -1 BJART Í BORGINNI Í dag verða norðlægar áttir, 3-13 m/s hvassast NV-til. Heldur meiri vindur síð- degis. Él á norðurhluta landsins, snjókoma suðaustan til en bjart með köflum suðvestanlands. Frost 0-7 stig. VEÐUR 4 VIÐSKIPTI Að höfðu samráði við fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins (AGS) var það mat Fjármála- eftirlitsins (FME) að SPRON myndi ekki uppfylla skilyrði um eiginfjárhlutfall þrátt fyrir að eftir gengi áætlun sú sem spari- sjóðurinn vann að í samstarfi við stýrihóp kröfuhafa bankans. Þetta kemur fram í rökstuðningi fyrir þeirri ákvörðun FME að taka yfir stjórn SPRON um helgina, en þá var einnig tekin yfir stjórn Spari- sjóðabankans. Samkvæmt heimildum Mark- aðarins gætir megnrar óánægju í hópi kröfuhafa SPRON sem furða sig á að AGS hafi ekki gætt betur hagsmuna þeirra banka sem um ræðir, enda hafi samningaleið um niðurfellingu skulda og framleng- ingu lána ekki verið fullreynd. Í tölvuskeytum til stjórnvalda síðasta föstudag, daginn áður en SPRON og Sparisjóðabankinn voru teknir yfir, vara kröfuhaf- arnir sterklega við ótímabærum aðgerðum yfirvalda sem byggja kunni á misskilningi og slæmri ráðgjöf. Áhyggjur hópsins virðast hafa aukist eftir símafund með fulltrúum stjórnvalda síðdegis á föstudag. - óká / sjá Markaðinn Kröfuhafar SPRON töldu samningaleið ekki fullreynda og vildu meiri tíma: Furða sig á þætti AGS í málinu Réðu ekki við Jón Arnór KR-ingar eru komnir í 2-0 í einvíginu á móti Íslandsmeisturum Keflavíkur eftir sigur í Keflavík. ÍÞRÓTTIR 26 VEÐRIÐ Í DAG SJÁVARÚTVEGUR Helga Pedersen, sjávarútvegsráðherra Noregs, íhugar að beita Íslendinga þving- unum fyrir að hafa úthlutað sér einhliða 112 þúsund tonna makríl- kvóta. Meðal aðgerða sem koma til greina er að fá norsk fyrirtæki til að hætta að flytja inn fiskimjöl og lýsi frá Íslandi eða þá að banna íslenskum skip- um sem veitt hafa makríl að veiða, hvaða fisk- tegund sem er, innan norskrar landhelgi. Landssamband íslenskra útvegsmanna hefur farið þess á leit við Steingrím J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra að hann ræði málin við norska kollega sinn. - jse/sjá síðu 8 Makríldeila við Norðmenn: Íhuga að svipta íslensk skip veiðileyfum HELGA PEDERSEN TINATIN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.