Fréttablaðið - 25.03.2009, Page 4

Fréttablaðið - 25.03.2009, Page 4
4 25. mars 2009 MIÐVIKUDAGUR efnAhAGsMál Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,59 prósent milli febrúar og mars, og mælist verð­ bólga nú 15,2 prósent, samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands. Hún var í síðasta mánuði 17,6 prósent. Mestu munar um lækkun á hús­ næðisverði, um 5,1 prósent. Jóhanna Sigurðardóttir forsætis­ ráðherra segir þetta ánægjulegar fréttir. „Við erum að sjá mikinn við­ snúning á verðbólgunni sem mun örugglega auðvelda okkur að fara hratt í stýrivaxtalækkun,“ segir hún. Verðbólga, miðuð til þriggja mánaða, reiknist nú 1,9 prósent, en var 24 prósent í desember. Henný Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ, segir verðbólguna ganga hraðar niður en búist var við. Spurð hvaða áhrif þetta hafi á fjárhag heimilanna, nefnir hún fyrst að höfuðstóll verðtryggðra lána lækki um 0,6 prósent milli mánaða. Um leið lækki verðbætur á verðtryggðum innstæðum. „En þetta þýðir auðvitað að útgjöld til daglegrar neyslu heim­ ilanna lækka einnig,“ segir Henný. „Í mat og drykk sáum við miklar og hraðar hækkanir þegar gengi krónu veiktist, og það er eðlilegt að það gangi til baka núna,“ segir hún. Svo fremi sem gengi krónu haldist stöðugt ætti verðbólga að ganga hratt niður næstu mánuði. „Okkar spár gera ráð fyrir því að undir lok ársins gætum við verið komin undir þrjú prósent,“ segir hún. Vilhjálmur Egilsson, fram­ kvæmdastjóri Samtaka atvinnu­ lífsins, segist ánægður með útkom­ una. „Þetta sýnir að þetta er bara algjörlega að detta niður,“ segir hann. Honum þyki merkilegast hvað aðrir liðir en húsnæðisliður­ inn lækki mikið. Seðlabankinn lækkaði vexti sína nýlega um eitt prósentustig og niður í sautj­ án prósent. Vil­ hjálmur segir það umhugs­ u n a r ef n i á hvaða forsend­ um stýrivaxta­ ákvarðanir séu teknar. „Bankinn lækkar ekki vexti sína meira núna vegna þess að í apríl í fyrra var mikil hækkun,“ segir hann. „Það virðist taka ár fyrir þá að uppgötva að verðbólgan sé að lækka,“ segir hann.  klemens@frettabladid.is,  bjorn@frettabladid.is 20 15 10 5 0 Mar. Apr. Maí. Jún. Júl. Ágú. Sep. Okt. Nóv. Des. Jan. Feb. Mar. % 8,7% 14,5% 11,8% 15,2% 18,6% Verðbólga,mars2008–mars2009 lÖGReGlUMál Yngsti ökumaður- inn sem tekinn var fyrir ölvunar- akstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina var sextán ára stúlka. Tíu ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í umdæminu. Þetta voru átta karlmenn á aldr- inum 18 til 48 ára og tvær konur. Eldri konan sem tekin var er á sjötugsaldri. Báðar lentu kon- urnar í umferðaróhappi sem og sumir karlmannanna sem teknir voru. Einn þeirra stakk af eftir að bíll hans hafði lent á bifhjóli, öðrum bíl og götuvita. Ökumað- urinn kom á lögreglustöð klukku- tíma síðar til að sækja bílinn en var handtekinn.  -jss Tíu teknir fyrir ölvunarakstur: Yngsti stútur- inn sextán ára seRbíA, AP „Árásin á land vort var ólögleg aðgerð,“ sagði Mirki Cvet- kovic, forsætisráðherra Serbíu, í gær í tilefni af því að rétt tíu ár eru liðin frá því að loftárásir NATO á Serbíu hófust vegna hern- aðar Serbíuhers gegn Kosovo- Albönum í Kosovo. „Serbía getur ekki gleymt þessum hörmungar- dögum,“ bætti Cvetkovic við. Við upphaf kennslu í skólum var stríðsins minnst með mínútu þögn og þjóðþingið í Belgrad hélt sér- stakan fund af sama tilefni. Ráð- herrar lögðu kransa að minnis- merkjum. NATO, sem mun halda upp á 60 ára afmæli sitt eftir mánaðamót- in, gaf ekki út neina ályktun í til- efni af afmæli loftárásanna. -aa Tíu ár frá loftárásum NATO: Serbar minnast myrkra daga Ósáttur„Ólögleg aðgerð“ segir Mirko Cvetkovic, forsætisráðherra Serbíu (t.h.), um loftárásir NATO fyrir tíu árum. NOrdiCphOTOS/AFp ÞRóUnARMál Nýtt samstarfsráð um alþjóðlega þróunarsamvinnu kom saman til síns fyrsta fundar í utanríkisráðuneytinu í gær. Ráðið hefur ráðgefandi hlut- verk við stefnumótun í þróunar- málum og fjallar um áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu. Ráðið gefur ráð um forgangs- röðun, val á samstarfslöndum og skiptingu milli tvíhliða þróun- arsamvinnu. Það ráðleggur líka um fjölþjóðlegt samstarf, sem á sér stað í alþjóðastofnunum á borð við Sameinuðu þjóðirnar, Alþjóðabankann og fleiri. Valgerður Sverrisdóttir, fyrr- verandi utanríkisráðherra, er formaður ráðsins. -aa Nýtt þróunarsamvinnuráð: Gefur ráð um forgangsröðun FjölskipaðÍ ráðinu situr fólk með fjölbreytta reynslu af þróunarstarfi. FréTTAblAðið/GVA MAnnRéttInDI Aftökum fer fækk­ andi í Bandaríkjunum, en dauða­ refsing er enn algeng í ríkjum á borð við Japan og Sádi­Arab­ íu. Frá þessu greindu talsmenn Amnesty við kynningu á árs­ skýrslu samtakanna í gær. Alls 37 menn voru teknir af lífi vestra á síðasta ári, en aftökur hafa ekki verið færri þar í meira en áratug. Þetta vilja talsmenn Amnesty rekja til þess að sjónar­ miðum þeirra sem hafna dauða­ refsingum sé að vaxa ásmegin. Aftur á móti eru um 50 sinnum fleiri líflátnir árlega í Kína. -aa Amnesty International: Aftökum fækk- ar vestanhafs Mánuðurfyrirþjófnaði Karlmaður hefur verið dæmdur í eins mánaðar fangelsi, skilorðsbundið, fyrir þjófnaði. hann stal þráðlausu símtóli, áleggsbréfi af Goðaskinku og Giletterakvél, ásamt raksápu. dÓMstÓlar sonurtudjmansíframboð Miroslav Tudjman, sonur Franjo Tudj- mans heitins sem var forseti Króatíu 1991-1999, hefur tilkynnt að hann hyggi á framboð í forsetakosningunum 2010. krÓatía VeÐURsPá heiMurinn Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam basel berlín billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn las palmas london New York Orlando Osló parís róm Stokkhólmur 18° 9° 7° 4° 3° 9° 7° 6° 4° 3° 20° 12° 12° 26° 1° 10° 15° 0° -2 -2 -4 -2 -4 -1 0 0 -1 -1 -6 10 7 5 8 3 5 2 5 6 8 5 -6 -4 0 1 -2 -5 -7 -7 -6 -5áMorgun 5-13 m/s Föstudagur Norðan 8-15 austan til annars hægari FrostuMMest alltland Kaldar norðanátt- ir munu leika um okkur næstu daga. Þá verður vindur almennt nokkuð stífur sem þýðir að vindkæling verður töluverð og því napurt. Almennt verða él á norðurhluta landsins fram yfir helgi en úrkomulít- ið syðra, þó verður snjókoma suðaustan til í dag. Á laugardag verður svo líklega úrkoma víða um land. síst þó á Austurlandi. sigurðurÞ. ragnarsson veður- fræðingur Minni verðbólga hraði vaxtalækkun Verðbólga hefur ekki verið minni síðan í september. Forsætisráðherra segir þetta hraða stýrivaxtalækkun. Hagfræðingur ASÍ telur verðbólgu geta farið undir þrjú prósent í lok árs. Seðlabanki byggi stýrivexti frá því í apríl í fyrra. henný hinz VilhjálMur egilsson jÓhanna sigurðardÓttir lÖGReGlUMál Íslenska ríkið var í gær dæmt til að greiða Ólafi Vil­ berg Sveinssyni skaðabætur. Lög­ reglan á höfuðborgarsvæðinu hafði handtekið hann án þess að geta sýnt fram á rökstuddan grun um fram­ inn glæp. Manninum var haldið í fangaklefa í sextán klukkustundir án þess að „rannsóknarhagsmunir hafi verið slíkir að réttlætti frelsissviptingu“, eins og segir í dómnum: „Verður því ekki annað séð en að aðgerðir lög­ reglu […] hafi verið óþarfar.“ Lögreglan hafði fengið tilkynn­ ingu um barsmíðar í húsi vélhjóla­ samtakanna Fáfnis í júlí 2007. Hún hitti þar Ólaf og segir að hann hafi „brugðist illa við afskiptum“. Fórn­ arlamb barsmíðanna benti á tvo aðra menn sem árásarmenn, en lögreglan handtók Ólaf engu síður, ásamt öðrum í húsnæðinu. Erlendur Þór Gunnarsson, lög­ maður Ólafs, segir dóminn staðfesta að lögreglu beri að fara eftir lögum og reglum eins og aðrir og gæta þess að brjóta ekki á rétti borgar­ anna: „Lögreglan þarf að bregðast eins við hvort sem um Fáfnismenn er að ræða eða briddsfélagið Bald­ ur.“ Ólafur fær 100 þúsund krónur í bætur auk málskostnaðar. Þetta er í annað sinn í mánuðin­ um sem einstaklingar vinna slíkt mál gegn lögreglunni. Þrír piltar fengu nýlega 200 þúsund krónur hver fyrir að hafa verið handteknir að ósekju af vopnuðum lögreglu­ mönnum, og síðan berstrípaðir og niðurlægðir, að mati dómsins. Lögreglan tapar máli vegna ólögmætrar handtöku í annað skipti í mánuðinum: Ríki borgi Fáfnismanni bætur erlendurÞÓrgunnarssonSegja má að skjólstæðingur Erlends, Ólafur, hafi fengið 6.250 krónur á tímann í fangelsinu. gengið24.03.2009 GjAldMiðlAr KAup SAlA hEiMild: Seðlabanki Íslands 187,7868 GeNGISvíSITALA króNuNNAr 113,91 114,45 167,09 167,91 154,14 155,00 20,687 20,809 17,924 18,030 14,146 14,228 1,1600 1,1668 171,56 172,58 bandaríkjadalur Sterlingspund Evra dönsk króna Norsk króna Sænsk króna japanskt jen Sdr

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.