Fréttablaðið - 25.03.2009, Qupperneq 10
25. mars 2009 MIÐVIKUDAGUR
„Veita
persónulega
ráðgjöf.“
Kona, 39 ára.
Í dag, miðvikudag, sitja ráðgjafar
okkar lengur við símann.
Ráðgjafar Eignastýringar, Almenna lífeyrissjóðsins
og Fjármögnunar svara spurningum ásamt
ráðgjöfum Íslandsbanka.
Hringdu í okkur á milli kl. 17 og 21
í síma 440 4000.
Getum við aðstoðað?
Á islandsbanki.is getur þú einnig pantað fjármála-
viðtal þar sem við bjóðum þér að setjast niður með
okkur og fara ítarlega yfir stöðuna.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
0
9
-0
3
4
0
Frá því í nóvember höfum við kallað eftir skoðunum viðskiptavina í
útibúum og á heimasíðu okkar um það hvernig þeir vilji að nýr banki
starfi. Við notum þessar ábendingar til að móta nýjan banka.
MEXÍKÓ Bandarísk stjórnvöld hyggj-
ast auka eftirlit við landamæri
Mexíkó. Dagblaðið The Washing-
ton Post greindi í gær frá sívax-
andi áhyggjum stjórnvalda yfir
eiturlyfjastríðinu í Mexíkó en það
hefur í auknum mæli teygt anga
sína norður yfir landamærin.
Í Bandaríkjunum eru mannrán
nú hvergi tíðari en í Phoenix í Ariz-
ona, sem er skammt frá landmær-
um Mexíkó, og er það tengt við átök
mexíkóskra eiturlyfjahringa.
Hillary Clinton, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, mun funda
með Felipe Calderón, forseta Mex-
íkó, á næstu dögum. Munu þau
ræða hvernig þjóðirnar geti unnið
saman að því að binda enda á átök-
in og sérstaklega ólöglegt vopnas-
mygl frá Bandaríkjunum til Mex-
íkó. Talið er að um 95 prósent
þeirra vopna sem eiturlyfjabar-
ónarnir noti séu keypt eða stolin í
Bandaríkjunum.
The Washington Post greinir
frá því að þess sé ekki langt að
bíða að Bandaríkjaforseti sendi
hersveitir suður að landamærum
Mexíkó. Bandarísk stjórnvöld
hafa hins vegar verið treg til að
gera það.
Mexíkósk stjórnvöld birtu í gær
lista með nöfnum þrjátíu glæpa-
manna sem eftirlýstir eru vegna
eiturlyfjastríðsins í landinu.
Tveggja milljóna dollara verðlaun
eru í boði fyrir upplýsingar sem
leiða til handtöku þeirra þrettán
sem eru efstir á listanum.
Frá því að Felipe Calderón tók við
forsetaembætti í Mexíkó í desem-
ber árið 2006 hafa yfir níu þúsund
manns látist í átökum tengdum
baráttunni gegn eiturlyfjabarón-
unum.
Efstur á lista mexíkóskra yfir-
valda er Joaquín Guzman Loera,
höfuðpaur Sinaloa-eiturlyfjahrings-
ins. Hann komst fyrir skömmu í
701. sætið á lista Forbes-tímaritsins
yfir ríkustu menn veraldar. Auður
hans er talinn nema um einum millj-
arði dollara. Guzman Loera er líka
hundeltur af bandaísku fíkniefna-
lögreglunni (DEA) sem heitir fimm
milljóna dollara verðlaunum fyrir
upplýsingar sem geta leitt til hand-
töku hans. Guzman Loera hefur
verið á flótta síðan hann strauk úr
fangelsi í Mexíkó árið 2001.
Mexíkósk stjórnvöld hafa sent
um 45 þúsund hermenn til þeirra
svæða þar sem eiturlyfjahringirnir
eru hvað sterkastir. Flestir eru við
landamæri Bandaríkjanna.
trausti@frettabladid.is
Bandaríkjaher
líklega á leið í
eiturlyfjastríð
Bandarísk stjórnvöld hafa vaxandi áhyggjur af eitur-
lyfjastríðinu í Mexíkó. Hillary Clinton fundar með
forseta Mexíkó á næstu dögum. Milljónir dollara eru
í verðlaun fyrir upplýsingar um eiturlyfjabaróna.
VIÐ LANDAMÆRIN Mexíkóskur hermaður stendur vörð við landamæri Bandaríkjanna
skammt frá Tijuana. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
EFTIRLÝSTIR Ricardo Najera, talsmaður
mexíkóska dómsmálaráðuneytisins,
stendur fyrir framan veggspjald með
myndum af eftirlýstum glæpamönnum.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
FRAKKLAND, AP Franska ríkis-
stjórnin hefur ákveðið að bjóða
bætur þeim þúsundum manna sem
hlutu heilsutjón af völdum kjarn-
orkutilrauna Frakka í Alsír og í
Kyrrahafi á tímabilinu 1966-1996.
Allt að 150.000 manns, bæði her-
menn og óbreyttir borgarar, voru á
vettvangi er tilraunasprengingarn-
ar voru framkvæmdar. Þær voru
alls 210 talsins.
Franski varnarmálaráðherrann
Herve Morin sagði í gær að það
væri tími til kominn fyrir Frakka
að „semja frið við sjálfa sig“ og við-
urkenna hliðarverkanir tilrauna-
sprenginganna. - aa
Kjarnorkutilraunir Frakka á árunum 1966-1996:
Bjóða bætur eftir
kjarnorkutilraun
HLIÐARVERKANIR Frá einni af tilrauna-
sprengingum Frakka árið 1971 á Muru-
roa-skerjum í Suður-Kyrrahafi.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP