Fréttablaðið - 25.03.2009, Qupperneq 12
12 25. mars 2009 MIÐVIKUDAGUR
FRÉTTASKÝRING: Arðgreiðslur fjármálafyrirtækja
HAGNAÐUR OG ARÐGREIÐSLUR FJÁRMÁLAFYRIR-
TÆKJA Á ÁRUNUM 2004-2007
Landsbanki
Hagnaður að
frádregnum
arðgreiðslum
117,0
Landsbanki
arðgreiðslur
9,9
Fjármálafyrirtæki
Hagnaður að
frádregnum
arðgreiðslum
658,3
Tölur eru í milljörðum króna
HEIMILD: ÁRSREIKNINGAR OG CREDITINFO
Fjármálafyrirtæki arðgreiðslur 142,5
Kaupþing
Hagnaður að
frádregnum
arðgreiðslum
184,7
Kaupþing
arðgreiðslur
39,7
Exista
Hagnaður að
frádregnum
arðgreiðslum
137,9
Exista
arðgreiðslur
17,2
Glitnir
Hagnaður að
frádregnum
arðgreiðslum
74,9
Straumur
Hagnaður að
frádregnum
arðgreiðslum
74,3
Glitnir
arðgreiðslur
21,5
Straumur
arðgreiðslur
18,9
Nokkur helstu fjármála-
fyrirtæki landsins greiddu
hluthöfum sínum samtals
um 142,5 milljarða króna
í arð á árunum 2004 til
2007. Hagnaður félaganna
á þessu árabili var um 800
milljarðar króna. Afar mis-
jafnt er milli fyrirtækja
hversu hátt hlutfall hagn-
aðar var tekið út úr fyrir-
tækinu sem arður. Glitnir
greiddi eigendum sínum út
um 23 prósent af hagnaði,
á meðan Landsbankinn lét
nægja að greiða sjö pró-
sent hagnaðarins út.
Atli Gíslason, þingmaður Vinstri
grænna, gagnrýndi arðgreiðsl-
ur fjármálafyrirtækja á síðustu
árum á Alþingi á mánudag. Í sam-
tali við Fréttablaðið sagði hann
hagnað hafa verið búinn til með
hækkandi viðskiptavild, og sá
„loftbóluhagnaður“ notaður til að
greiða út háan arð til hluthafa.
Fréttablaðið hefur tekið saman
upplýsingar úr ársreikningum
viðskiptabankanna þriggja, auk
nokkurra af helstu fjármálafyr-
irtækjum landsins. Þar má meðal
annars sjá hagnað félaganna á
árabilinu 2004 til 2007, og arð-
greiðslur sem hluthafar fengu
greiddar á sama árabili.
Hagnaður meiri en skuld ríkisins
Samanlagður hagnaður helstu
fjármálafyrirtækja landsins var
um 800 milljarðar króna á árun-
um 2004 til 2007. Í þeim hópi eru
viðskiptabankarnir þrír, Straum-
ur-Burðarás, FL Group, Exista,
Milestone, SPRON og Byr.
Af þessum 800 milljarða króna
hagnaði, sem lesa má um í árs-
reikningum félaganna, greiddu
þau hluthöfum samanlagt um
142,5 milljarða króna arð. Það er
um 17,8 prósent af hagnaði fyrir-
tækjanna, en hlutfallið var afar
breytilegt eftir fyrirtækjum og
árum.
Ríkið fékk einnig sinn skerf af
þessum háu hagnaðartölum fjár-
málafyrirtækjanna í formi skatt-
greiðslna. Á móti kemur að áætlað
hefur verið að kostnaður ríkisins
vegna bankahrunsins verði um
370 milljarðar króna. Steingrím-
ur J. Sigfússon fjármálaráðherra
staðfesti við Fréttablaðið að þessi
tala sé enn nærri lagi þrátt fyrir
fall SPRON og Sparisjóðabank-
ans.
Hagnaður viðskiptabankanna
þriggja á árabilinu 2004 til 2007
var um 448 milljarðar króna,
eða um 78 milljörðum meira en
kostnaður ríkisins. Bankarnir
þrír greiddu eigendum sínum 71,1
milljarða króna arð á árabilinu,
um fimmtung af skuldum ríkis-
ins vegna hrunsins.
Verkefni fyrir rannsóknarnefnd
„Ég legg ekki mat á það hvort
lög voru brotin, en hitt blasir við
að stór hluti af þessum hagnaði
reyndist sýnd veiði en ekki gefin,“
segir Gylfi Magnússon viðskipta-
ráðherra. Hann segir viðbúið að
rannsóknarnefnd Alþingis sem
fjalla mun um bankahrunið muni
fjalla meðal annars um þessi
mál.
Gylfi segir að svo virðist sem
eigið fé hafi sífellt verið hækkað
með viðskiptum sem byggt hafi á
því að selja eignir manna á milli,
á sífellt hærra verði. Þannig hafi
verið búið til svigrúm til að greiða
eigendum fyrirtækjanna arð.
Í ljós hafi komið að eignir hafi
ekki staðið undir því háa verði
sem sett hafi verið á þær, og það
hafi verið hluti af ástæðunni fyrir
bankahruninu.
Gylfi segir að ekki sé hægt að
setja fram þumalputtareglu um
eðlilegar arðgreiðslur sem hlut-
fall af hagnaði. Það verði að meta
í hverju tilviki í samræmi við
stefnu fyrirtækja.
Arðgreiðslur metnar í hverju
tilviki
Vilhjálmur Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri Samtaka fjárfesta,
segir einkennilegt að gagnrýna
fyrirtæki fyrir að greiða hlut-
höfum arð. Það sé forsenda þess
að hluthafar vilji eiga hlut í fyr-
irtæki að það greiði út eðlilegan
arð.
Ekki er hægt að draga mikl-
ar ályktanir út frá því hversu
stór hluti hagnaðar fyrirtækja er
greiddur út sem arður, segir Vil-
hjálmur. Það sé alltaf matsatriði
í hverju tilviki hvort fyrirtæki
eigi að greiða út mikinn arð, eða
greiða eigendum lægri upphæð og
nota hagnaðinn til fjárfestinga.
Vilhjálmur segist ósammála
Atla Gíslasyni um að viðskipta-
vildin hafi orðið til sem einhvers
konar loftbóla. Vandinn við við-
skiptavildina sé frekar hvernig
fjármálafyrirtæki hafi lánað út á
hana og ekkert annað.
Landsbankinn skar sig úr
Bæði hagnaður og arðgreiðsl-
ur voru hlutfallslega hæstar hjá
Kaupþingi (áður KB Banka). Sam-
anlagður hagnaður á fjögurra ára
tímabili, frá 2004 til 2007, var um
224,5 milljarðar króna. Fyrirtæk-
ið greiddi samtals 39,7 milljarða
króna í arð á tímabilinu, eða að
meðaltali um 17,7 prósent hagn-
aðar félagsins.
Glitnir greiddi að meðaltali
hlutfallslega hærri arð til eig-
enda. Samkvæmt ársreikningum
félagsins hagnaðist það um sam-
tals 96,4 milljarða á fjögurra ára
tímabili, frá árinu 2004 til ársins
2007. Bankinn greiddi um 25,5
milljarða króna í arð, eða 22,3
prósent að meðaltali.
Landsbankinn skar sig úr með
því að greiða hluthöfum sínum
mun lægra hlutfall af hagnaði
sem arð. Á árabilinu 2004 til 2007
hagnaðist bankinn um 126,9 millj-
arða króna, og greiddi 9,9 millj-
arða króna í arð. Það eru um 7,8
prósent hagnaðarins.
Arðgreiðslur þrátt fyrir mettap
Afar misjafnt er hvert hlutfall
útgreidds arðs var í öðrum fjár-
málafyrirtækjum. Straumur-
Burðarás var um margt líkur
Glitni. Hagnaður á árunum 2004
til 2007 var um 93,1 milljarður
króna. Arðgreiðslur námu um 18,9
milljörðum króna, sem er um 20,2
prósent af hagnaði félagsins.
Exista hagnaðist um 155,1 millj-
arð króna á þessu sama árabili, og
greiddi út samtals um 17,2 millj-
arða króna, eða 11,1 prósent.
Sparisjóður Reykjavíkur og
nágrennis skilaði 18 milljarða
króna hagnaði á þessum fjórum
árum, og greiddi 11,2 milljarða
króna í arð, mest árið 2007.
Gríðarlegt tap FL Group, síðar
Stoða, upp á um 67,3 milljarða
króna á árinu 2007, var meira en
hagnaður síðustu þriggja ára á
undan. Félagið tapaði 1,9 millj-
örðum á árabilinu 2004 til 2007.
Þrátt fyrir það greiddi félagið
eigendum sínum 23,4 milljarða
króna arð, þar af um 15 milljarða
árið 2007, þegar félagið skilaði
mettapi.
Greiddu 143 milljarða í arð
Glitnir Kaupþing Lands-
banki
Straumur FL Exista Milestone Spron Byr
2,3
4,5
5,3
9,4
1,3
3,3
24,8
10,3
0,7
1,6
3,2
4,4
1,4
1,9
6,7
8,8
0,6
1,5
6,3
15,0
1,0
5,0
11,3
0,05 0,3
0,3
0,1
0,2
2,0
8,9
0,02
0,04
0
5
10
15
20
25
2004
2005
2006
2007
ARÐGREIÐSLUR FJÁRMÁLAFYRIRTÆKJA 2004-2007
Tölur eru í milljörðum króna
HEIMILD: ÁRSREIKNINGAR OG CREDITINFO
G
lit
ni
r
Ka
up
þi
ng
La
nd
sb
an
ki
St
ra
um
ur FL
Ex
is
ta
M
ile
st
on
e
Sp
ro
n
By
r0
5
10
15
20
25
30
35
40
ARÐGREIÐSLUR
FJÁRMÁLAFYRIRTÆKJA
2004-2007 SAMANLAGT
21,5
39,7
9,9
18,9
23,4
17,2
0,7
11,2
0,06
Tölur eru í milljörðum króna
HEIMILD: ÁRSREIKNINGAR OG CREDITINFO
FRÉTTASKÝRING
BRJÁNN JÓNASSON
brjann@frettabladid.is
0
20
40
60
80
2004 2005 2006 2007
6,5
14,0
53,7
68,4
HEILDARGREIÐSLUR
HELSTU FJÁRMÁLAFYRIR-
TÆKJA
Tölur eru í milljörðum króna
HEIMILD: ÁRSREIKNINGAR OG CREDITINFO
NÝ SALATLÍNA FRÁ
SÓMA SEM BYGGÐ ER
Á LANGRI REYNSLU
AF SAMLOKUGERÐ
Margir telja svokallaða viðskiptavild hafa þanist út í allt of miklum mæli hjá
mörgum íslenskum fyrirtækjum í aðdraganda bankahrunsins, og hún hafi átt
sinn þátt í hruninu.
■ Hvað er viðskiptavild?
Viðskiptavild er hluti af svokölluðum óefnislegum eignum fyrirtækja. Hún
verður til þegar fyrirtæki kaupir annað félag í rekstri, og greiðir fyrir hærri upp-
hæð en bókfært eigið fé félagsins sem er keypt. Bókfært eigið fé fyrirtækis
er í raun eignir þess að frádregnum skuldum. Í sem einfaldastri mynd má
ímynda sér félag sem á húsnæði sem kostar tíu milljónir króna, en skuldar
þrjár milljónir í húsnæðinu. Eigið fé þess er þá sjö milljónir króna.
Ef fyrirtæki borgar hærra verð fyrir annað félag en eigið fé þess þarf að
gera grein fyrir mismuninum á verðinu sem greitt var og því sem kalla má
raunverulegt verðmæti félagsins, eigin fé þess, í bókhaldinu. Það er gert með
því að skrá mismuninn sem viðskiptavild í bókhaldi félagsins.
■ Hvernig virkar þetta í viðskiptum?
Í dæmaskyni má nefna félagið Allt ehf., sem kaupir félagið Gott ehf. Eignir
Gott ehf. eru 100 milljóna króna virði, en skuldir eru 20 millj-
ónir, og eigið fé því 80 milljónir. Allt ehf. greiðir hins vegar
120 milljónir fyrir félagið og skráir muninn á kaupverðinu og
eigin fé, 40 milljónir króna, í bókhald sitt sem viðskiptavild.
■ Hvernig hefur viðskiptavild aukist?
Samkvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóra hækkaði
viðskiptavild viðskiptabankanna þriggja úr 18,7 milljörðum
króna árið 2003 í 123 milljarða árið 2007. Sérfræðingar hafa
bent á að félög virðist hafa gengið kaupum og sölum, oft
milli tengdra aðila, á sífellt hærra verði. Þannig gátu félögin
skráð sífellt hærri viðskiptavild sem eign í bókhaldi, en að
baki stóðu engar áþreifanlegar eignir.
FBL-GREINING: VIÐSKIPTAVILD
Blásist út á
undanförnum árum