Fréttablaðið - 25.03.2009, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 25.03.2009, Blaðsíða 17
Sögurnar... tölurnar... fólkið... Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Miðvikudagur 25. mars 2009 – 12. tölublað – 5. árgangur Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar Óformlegar viðræður hafa átt sér stað um kaup evr- ópskra fjárfesta og fyrirtækja á tuttugu prósenta hlut í Marel Food Systems. Áhuginn mun vera all- nokkur og hafa margir sýnt áhuga á að eignast ráð- andi hlut, eða 51 prósent. Áætlað er að sala skili 40 milljónum evra hið minnsta, eða sex milljörðum króna. Árni Oddur Þórðarson, stjórn- arformaður Marel Food Systems, staðfesti að viðræður hefðu átt sér stað. Hann vildi ekki tjá sig frek- ar um málið. Eyrir Invest, stærsti hluthafinn, muni ekki selja úr eignasafni sínu náist samningar. Þetta er annað sinnið á viku sem greint er frá áhuga erlendra fjár- festa á íslensku stórfyrirtæki. Hitt er stoðtækjafyrirtækið Össur, sem Eyrir á fimmtungshlut í. Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur fall- ið um rúm fjörutíu prósent frá áramótum og fór undir 45 krónur á hlut í gær. Í kjölfar gengishruns- ins eru hlutabréfin í þessu stærsta matvælavinnslu- vélafyrirtæki heims afar ódýr í evrum og Banda- ríkjadölum talið. Sama máli gegnir um hlutabréf Össurar. Víst þykir að hvorki er vilji hjá Marel Food Systems né stærstu eig- endum að selja hlutabréf á núver- andi markaðsgengi. Hins vegar er óvíst um stöðu hluthafanna. Eyrir Invest má ekki bæta við sig þótt það vildi án þess að brjóta yfirtökuregl- ur. Óvíst er með burði annarra hlut- hafa. Marel Food Systems situr ekki sjálft á fimmtungshlut eigin bréfa og mun væntanleg sala fela í sér að einhverjir hluthafar minnka við sig auk þess sem heimild stjórnar til útgáfu á nýjum hlutum verður virkjuð náist samningar. Útlendingar vilja fimmtung í Marel Hópar fjárfesta og fyrirtækja vilja kaupa ráð andi hlut í Marel Food Systems. Ásókn er í ódýr hlutabréf eftir gengishrunið. Hluthafar Eignarhlutur Eyrir Invest 39,79% Horn fjárfestingarfélag 19,43% Grundtvig Invest A/S 10,61% Lífeyrissjóður verslunarmanna 3,02% Gildi – lífeyrissjóður 2,61% Lífeyrissjóðir Bankastræti 2,58% Sameinaði lífeyrissjóðurinn 2,44% Stafir lífeyrissjóður 1,75% Ingunn Sigurðardóttir 1,21% Stapi lífeyrissjóður 1,15% T Í U S T Æ R S T U H L U T H A F A R N I R Göngum hreint til verks! Ein mynt | Seðlabankastjóri Kína hefur lagt fram tillögu um sam- eiginlega mynt fyrir heimshag- kerfið. Alþjóðagjaldeyrissjóður- inn myndi halda utan um gjald- miðilinn. Bankastjórinn segir þetta geta minnkað vægi annarra mynta, ekki síst Bandaríkjadals. Borga til baka | Bandaríski fjár- festingabankinn Goldman Sachs hefur tilkynnt að hann hyggist greiða til baka tíu milljarða neyð- arlán fyrir fjármálafyrirtæki innan mánaðar sem bankinn sótti til stjórnvalda. Fleiri fyrirtæki hafa tekið í sama streng. Mikil hækkun | Fjárfestar í Banda- ríkjunum kættust mjög á mánudag eftir að stjórnvöld þar greindu frá áformum sínum um kaup á eitur- eignum og öðrum verðlausum bréfum fyrir allt að þúsund millj- arða dala. Dow Jones-vísitalan stökk upp um sjö prósent. Nýbúar kaupa | Nýbúar standa á bak við 70 prósent íbúðakaupa á vissum svæðum í Kaupmanna- höfn. Að hluta til skýrist það af því að þeir lána hver öðrum fyrir kaupum á íbúðum eða húsum, að sögn danska dagblaðsins Börsen. Verðbólga eykst | Verðbólga mæld- ist 3,2 prósent í Bretlandi í febrúar samanborið við slétt þrjú prósent í janúar, samkvæmt nýjustu hag- tölum. Þróunin er þvert á vænt- ingar. Verðhækkanir á innfluttum vörum vegna falls pundsins skýra breytinguna að mestu. Össur Kristinsson Gefur fátækum gervifætur 2 Sparisjóðirnir Laskaðir með óbreytta framtíðarsýn 4 Art Schalk Sparnaðarleiðir og sóknarfæri 6 Gengisvísitala krónunnar styrkt- ist um 0,75 prósent í gær og rauf hún við það 200 stiga múrinn sem hún hefur legið fast upp við síðan í síðustu viku. Vísitalan endaði í 200,9 stigum og hefur ekki verið veikari síðan í enda janúar. Veikingin var snörp, öll fyrir hádegi, sem er lýsandi fyrir millibankamarkaðinn um þessar mundir. Fyrir breytinguna í gær höfðu engin viðskipti verið með krónur frá því á fimmtudag í síð- ustu viku. Birting verðbólgutalna og síð- búin áhrif af stýrivaxtalækkun Seðlabankans í síðustu viku auk útflæðis á gjaldeyri vegna gjald- daga á ríkis- o g i n n i - stæðu- bréfum skýra veik- ingu krón- unnar í gær, að sögn Grein- ingar Íslands- banka. - jab Vísitalan yfir 200 stigin Vika Frá ára mót um Alfesca 17,9% -21,4% Bakkavör -3,4% -43,8% Eimskipafélagið 33,3% -20,0% Föroya Bank 11,3% -2,5% Icelandair -36,4% -47,4% Marel -4,8% -41,9% Össur 32,2% -2,8% *Miðað við lokagengi í Kauphöll í gær. Úrvalsvísitalan OMXI15 215 Úrvalsvísitalan OMXI6 637 G E N G I S Þ R Ó U N Kröfuhafar SPRON töldu stjórnvöld fylgja rangri eða gallaðri ráðgjöf í aðdraganda þess að Fjármála- eftirlitið (FME) greip inn í rekstur SPRON og Spari- sjóðabankans um síðustu helgi. Þetta kemur fram í tölvupóstskrifum fulltrúa stýrihóps kröfuhafanna til stjórnvalda síðasta föstudag. Í erindum sínum til stjórnvalda þann dag áréttuðu kröfuhafarnir vilja sinn til að ná samkomulagi um framlengingu lána og afskriftir sem þurft hefðu til að tryggja starf- hæfi SPRON og væri líklegt til að hámarka heimt- ur þeirra. „Í kjölfarið á símafundi sem nýlokið er við full- trúa FME, Seðlabankans og fjármálaráðuneytisins [síðdegis föstudaginn 20. mars], hefur stýrihópur sá sem er fulltrúi 35 alþjóðlegra banka sem lánað hafa SPRON miklar áhyggjur af því að taka eigi handahófskennda og óábyrgar ákvarðanir í mál- efnum SPRON. Ákvarðanir sem byggja á skorti á skilningi viðeigandi yfirvalda á þeirri lausn til end- urskipulagningar sem þeim var kynnt 18. mars,“ segir í erindinu, sem er frá fulltrúa Sumitomo Mit- sui-bankanum. Sá banki er jafnframt einn stærsti kröfuhafi Kaupþings. Þá hefur Markaðurinn heimildir fyrir því að auki á reiði kröfuhafanna að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) virðist hafa átt hlutdeild í þeirri ákvörðun að taka SPRON yfir, en ákvörðun þar að lútandi hafi verið tekin að höfðu samráði við sjóðinn. - óká Rangri eða slæmri ráðgjöf fylgt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.