Fréttablaðið - 25.03.2009, Blaðsíða 17
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
Veffang: visir.is – Sími: 512 5000
H E L S T Í Ú T L Ö N D U M
Miðvikudagur 25. mars 2009 – 12. tölublað – 5. árgangur
Jón Aðalsteinn Bergsveinsson
skrifar
Óformlegar viðræður hafa átt sér stað um kaup evr-
ópskra fjárfesta og fyrirtækja á tuttugu prósenta
hlut í Marel Food Systems. Áhuginn mun vera all-
nokkur og hafa margir sýnt áhuga á að eignast ráð-
andi hlut, eða 51 prósent. Áætlað
er að sala skili 40 milljónum evra
hið minnsta, eða sex milljörðum
króna.
Árni Oddur Þórðarson, stjórn-
arformaður Marel Food Systems,
staðfesti að viðræður hefðu átt sér
stað. Hann vildi ekki tjá sig frek-
ar um málið. Eyrir Invest, stærsti
hluthafinn, muni ekki selja úr
eignasafni sínu náist samningar.
Þetta er annað sinnið á viku sem
greint er frá áhuga erlendra fjár-
festa á íslensku stórfyrirtæki. Hitt
er stoðtækjafyrirtækið Össur, sem
Eyrir á fimmtungshlut í.
Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur fall-
ið um rúm fjörutíu prósent frá áramótum og fór
undir 45 krónur á hlut í gær. Í kjölfar gengishruns-
ins eru hlutabréfin í þessu stærsta matvælavinnslu-
vélafyrirtæki heims afar ódýr í evrum og Banda-
ríkjadölum talið. Sama máli gegnir um hlutabréf
Össurar.
Víst þykir að hvorki er vilji hjá
Marel Food Systems né stærstu eig-
endum að selja hlutabréf á núver-
andi markaðsgengi. Hins vegar er
óvíst um stöðu hluthafanna. Eyrir
Invest má ekki bæta við sig þótt það
vildi án þess að brjóta yfirtökuregl-
ur. Óvíst er með burði annarra hlut-
hafa.
Marel Food Systems situr ekki
sjálft á fimmtungshlut eigin bréfa
og mun væntanleg sala fela í sér
að einhverjir hluthafar minnka við
sig auk þess sem heimild stjórnar
til útgáfu á nýjum hlutum verður
virkjuð náist samningar.
Útlendingar vilja
fimmtung í Marel
Hópar fjárfesta og fyrirtækja vilja kaupa ráð andi hlut í Marel
Food Systems. Ásókn er í ódýr hlutabréf eftir gengishrunið.
Hluthafar Eignarhlutur
Eyrir Invest 39,79%
Horn fjárfestingarfélag 19,43%
Grundtvig Invest A/S 10,61%
Lífeyrissjóður verslunarmanna 3,02%
Gildi – lífeyrissjóður 2,61%
Lífeyrissjóðir Bankastræti 2,58%
Sameinaði lífeyrissjóðurinn 2,44%
Stafir lífeyrissjóður 1,75%
Ingunn Sigurðardóttir 1,21%
Stapi lífeyrissjóður 1,15%
T Í U S T Æ R S T U
H L U T H A F A R N I R
Göngum
hreint til verks!
Ein mynt | Seðlabankastjóri Kína
hefur lagt fram tillögu um sam-
eiginlega mynt fyrir heimshag-
kerfið. Alþjóðagjaldeyrissjóður-
inn myndi halda utan um gjald-
miðilinn. Bankastjórinn segir
þetta geta minnkað vægi annarra
mynta, ekki síst Bandaríkjadals.
Borga til baka | Bandaríski fjár-
festingabankinn Goldman Sachs
hefur tilkynnt að hann hyggist
greiða til baka tíu milljarða neyð-
arlán fyrir fjármálafyrirtæki
innan mánaðar sem bankinn sótti
til stjórnvalda. Fleiri fyrirtæki
hafa tekið í sama streng.
Mikil hækkun | Fjárfestar í Banda-
ríkjunum kættust mjög á mánudag
eftir að stjórnvöld þar greindu frá
áformum sínum um kaup á eitur-
eignum og öðrum verðlausum
bréfum fyrir allt að þúsund millj-
arða dala. Dow Jones-vísitalan
stökk upp um sjö prósent.
Nýbúar kaupa | Nýbúar standa á
bak við 70 prósent íbúðakaupa á
vissum svæðum í Kaupmanna-
höfn. Að hluta til skýrist það af
því að þeir lána hver öðrum fyrir
kaupum á íbúðum eða húsum, að
sögn danska dagblaðsins Börsen.
Verðbólga eykst | Verðbólga mæld-
ist 3,2 prósent í Bretlandi í febrúar
samanborið við slétt þrjú prósent
í janúar, samkvæmt nýjustu hag-
tölum. Þróunin er þvert á vænt-
ingar. Verðhækkanir á innfluttum
vörum vegna falls pundsins skýra
breytinguna að mestu.
Össur Kristinsson
Gefur fátækum
gervifætur
2
Sparisjóðirnir
Laskaðir
með óbreytta
framtíðarsýn 4
Art Schalk
Sparnaðarleiðir og
sóknarfæri
6
Gengisvísitala krónunnar styrkt-
ist um 0,75 prósent í gær og rauf
hún við það 200 stiga múrinn sem
hún hefur legið fast upp við síðan
í síðustu viku. Vísitalan endaði í
200,9 stigum og hefur ekki verið
veikari síðan í enda janúar.
Veikingin var snörp, öll fyrir
hádegi, sem er lýsandi fyrir
millibankamarkaðinn um þessar
mundir. Fyrir breytinguna í gær
höfðu engin viðskipti verið með
krónur frá því á fimmtudag í síð-
ustu viku.
Birting verðbólgutalna og síð-
búin áhrif af stýrivaxtalækkun
Seðlabankans í síðustu viku auk
útflæðis á gjaldeyri vegna gjald-
daga á ríkis-
o g i n n i -
stæðu-
bréfum
skýra
veik-
ingu
krón-
unnar í
gær, að
sögn Grein-
ingar Íslands-
banka. - jab
Vísitalan yfir
200 stigin
Vika Frá ára mót um
Alfesca 17,9% -21,4%
Bakkavör -3,4% -43,8%
Eimskipafélagið 33,3% -20,0%
Föroya Bank 11,3% -2,5%
Icelandair -36,4% -47,4%
Marel -4,8% -41,9%
Össur 32,2% -2,8%
*Miðað við lokagengi í Kauphöll í gær.
Úrvalsvísitalan OMXI15 215
Úrvalsvísitalan OMXI6 637
G E N G I S Þ R Ó U N
Kröfuhafar SPRON töldu stjórnvöld fylgja rangri
eða gallaðri ráðgjöf í aðdraganda þess að Fjármála-
eftirlitið (FME) greip inn í rekstur SPRON og Spari-
sjóðabankans um síðustu helgi. Þetta kemur fram í
tölvupóstskrifum fulltrúa stýrihóps kröfuhafanna
til stjórnvalda síðasta föstudag. Í erindum sínum til
stjórnvalda þann dag áréttuðu kröfuhafarnir vilja
sinn til að ná samkomulagi um framlengingu lána
og afskriftir sem þurft hefðu til að tryggja starf-
hæfi SPRON og væri líklegt til að hámarka heimt-
ur þeirra.
„Í kjölfarið á símafundi sem nýlokið er við full-
trúa FME, Seðlabankans og fjármálaráðuneytisins
[síðdegis föstudaginn 20. mars], hefur stýrihópur
sá sem er fulltrúi 35 alþjóðlegra banka sem lánað
hafa SPRON miklar áhyggjur af því að taka eigi
handahófskennda og óábyrgar ákvarðanir í mál-
efnum SPRON. Ákvarðanir sem byggja á skorti á
skilningi viðeigandi yfirvalda á þeirri lausn til end-
urskipulagningar sem þeim var kynnt 18. mars,“
segir í erindinu, sem er frá fulltrúa Sumitomo Mit-
sui-bankanum. Sá banki er jafnframt einn stærsti
kröfuhafi Kaupþings.
Þá hefur Markaðurinn heimildir fyrir því að auki
á reiði kröfuhafanna að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
(AGS) virðist hafa átt hlutdeild í þeirri ákvörðun að
taka SPRON yfir, en ákvörðun þar að lútandi hafi
verið tekin að höfðu samráði við sjóðinn. - óká
Rangri eða slæmri ráðgjöf fylgt