Fréttablaðið - 25.03.2009, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 25.03.2009, Qupperneq 21
EFNI BLAÐSINS Beiting hryðjuverkalaga MIÐVIKUDAGUR 25. mars 2009 Útlenskir embættismenn Sigurður Líndal Umræðan um setningu Norð- manns í embætti seðlabankastjóra hefur farið á afskeiðisflan, að mati Sigurðar Líndal. Þær athugasemdir sem hann hafi gert um hvernig staðið var að setningu hans í emb- ætti komi persónu seðlabankastjór- ans ekki við heldur lúti eingöngu að lögfræðilegum álitamálum. Þó hafi komið fram gildar mótbárur við áliti hans, sem Sigurður sér ástæðu til að svara. Minnisblöð embættis- manna Jóhanna Gunnlaugsdóttir Forstöðumenn opinberra stofnana eiga stundum erfitt með að greina á milli hvort skjöl, sem orðið hafa til í starfi þeirra, séu eign stofnunar eða þeirra sjálfra. Nýlegt dæmi er þegar Davíð Oddsson hafnaði ósk um afrit af minnisblaði með þeim rökstuðningi að það væri „persónulegt minnisblað formanns bankastjórnar“. Jóhanna Gunn- laugsdóttir bendir á að bankakerfið hrynur ekki aftur þótt blaðið verði birt nú. Breytinga er þörf Karl V. Matthíasson Það getur verið auðvelt og gaman að vera í stórum ríkisstjórnarflokki þar sem flestir brosa hver fram í annan af stolti yfir mætti sínum og velgengni. En það er ekki gaman ef maður í hjarta sínu veit að það er ekki verið að taka á grundvall- armálum með hugrekki og festu. Venjulegt fólk verður að fá leyfi til að bjarga sér með því að nýta sér auðlindir hafsins. Fall eða endurreisn Birgitta Jónsdóttir Íslenska þjóðin var fyrst til að falla í hyldýpi kreppu sem engan endi virðist ætla að taka. Þögnin um eiginlega stærð vandans er bæði þrúgandi og skammarleg, skrifar Birgitta Jónsdóttir. Nú sé lag til að gefa bæði þjóðinni sem og heims- byggðinni von um að hægt sé að taka á spillingu þótt hún nái inn á æðstu stofnanir. Bresku hryðjuverkalögin (Anti–Terrorism, Crime And Security Act 2001) voru samþykkt í kjölfar árásanna á New York 11. septemb- er 2001. Helstu ákvæði þessara neyðarlaga byggðust á rúmu valdi stjórnvalda til að vernda borgar- ana fyrir hryðjuverkamönnum og áttu þau eingöngu að gilda í tvö ár eða þar til lögbundin endurskoðun hefði átt sér stað. Hin svokallaða Newton–nefnd endurskoðaði lögin og skilaði skýrslu í árslok 2003. Í skýrslunni var m.a. lagt til að 2. kafli laganna um kyrrsetningu eigna yrði afnuminn þar sem þeim kafla laganna yrði vart beitt gegn hryðjuverkamönnum og betur færi á því að ákvæði um kyrrsetningu eigna, annarra en hryðjuverka- manna og sem beita mætti í neyð, yrðu sett í aðra lagabálka. Bresk stjórnvöld höfnuðu þessari tillögu Newton-nefndarinnar og engar breytingar voru gerðar á þessum kafla laganna. Beiting hryðjuverkalaganna og íslenskar getgátur Hinn 8. október 2008 beittu bresk stjórnvöld ákvæðum í áðurnefndum öðrum kafla hryðjuverkalaganna til að frysta eða kyrrsetja tilteknar eignir íslenskra stjórnvalda í Bret- landi og allar eignir Landsbanka Íslands hf. í Bretlandi. Landsbank- inn var jafnframt settur á opinber- an hryðjuverkalista breska fjár- málaráðuneytisins en á þeim lista eru ríki eins og Súdan og Simbabve og samtök á borð við Al–Kaída og Talibana. Nú, sex mánuðum síðar, er Landsbankinn enn á þeim lista. Margt hefur verið ritað og full- yrt á Íslandi um ástæður þess að bresku hryðjuverkalögunum var beitt. Sagt hefur verið að beiting laganna hafi byggst á ólöglegum peningaflutningum íslensku bank- anna og gefið hefur verið í skyn að þeir hafi stundað ýmsa aðra ólög- lega starfsemi. Þessar fullyrðingar eru settar fram án vísana í heim- ildir eða önnur haldbær gögn sem aðgengileg eru almenningi. Skort- ur á þess háttar sönnunargögnum útilokar ekki að þessar fullyrðing- ar séu sannar en á hinn bóginn er full ástæða að gjalda varhug við málflutningi af þessu tagi á meðan hann styðst ekki við traustar heim- ildir. Réttlæting breskra yfirvalda Indefence-hópurinn afhenti nýver- ið nefnd breska þingsins, sem fer með málefni Íslands, skjal sem yfir 83 þúsund einstaklingar höfðu ritað undir í því skyni að mótmæla beitingu hryðjuverkalaganna gegn íslenskum aðilum og íslensk- um hagsmunum. Veitti formaður nefndarinnar, Austin Mitchell þing- maður, skjalinu móttöku við athöfn í breska þinginu í viðurvist þing- manna úr neðri-deild og lávarða- deild þingsins. Með hliðsjón af því sem þar kom fram og á grundvelli annarra haldbærra gagna, m.a. umræðna í lávarðadeildinni 28. okt- óber 2008, má ætla að bresk stjórn- völd hafi talið eftirfarandi atriði réttlæta beitingu hryðjuverkalag- anna gagnvart Landsbanka Íslands hf. og íslenskum stjórnvöldum: 1. Breska ríkið varð fyrir veru- legu tjóni þegar bandaríski bank- inn, Lehman Brothers, flutti veru- lega fjármuni frá Bretlandi til Bandaríkjanna skömmu áður en hann fór á hausinn í september 2008. 2. Nauðsynlegt var að vernda hagsmuni breskra eigenda IceSa- ve innlánsreikninga sem og hags- muni breskra lánveitenda Lands- bankans, enda útlit fyrir að hvorir tveggja gætu tapað háum fjárhæð- um á þroti bankans. 3. Neyðarlögin íslensku hafi mis- munað sparifjáreigendum og kröfu- höfum eftir þjóðerni. 4. Með hliðsjón af samskiptum breskra og íslenskra stjórnvalda í aðdraganda bankahrunsins hafi fulltrúar breskra stjórnvalda ekki treyst þeim íslensku. 5. Örðugt hafi verið að beita öðrum lagaákvæðum til að kyrr- setja eignir Landsbankans. Óhófleg valdbeiting veldur tjóni Með hliðsjón af stöðu íslenska bankakerfisins í byrjun október síðastliðnum geta bresk yfirvöld án efa fært málefnaleg rök fyrir því að nauðsyn hafi borið til að ná umráðum yfir eignum Landsbank- ans. Sú aðgerð hins vegar, að beita ákvæðum hryðjuverkalaga til að ná því markmiði og setja bankann á hryðjuverkalista ásamt því að frysta tilteknar eignir íslenskra stjórnvalda, gekk alltof langt. Þessi aðgerð hefur valdið mun meira tjóni en margur ætlar og hefur bitnað á aðilum sem engra hagsmuna hafa að gæta í banka- rekstri eða hvernig milliríkjasam- skiptum milli Íslands og Bretlands sé háttað. Mergur málsins er sá að bresk stjórnvöld voru fyrst og fremst að vernda hagsmuni sinna þegna með beitingu hryðjuverkalaganna og við það tækifæri skeyttu þau ekk- ert um að nafn Landsbankans, íslenskra stjórnvalda og fjölda Íslendinga yrði um langa hríð tengt hryðjuverkum. Ísland er fullvalda og vopnlaust lýðræðisríki sem á ekki að una því að annað ríki beiti hryðjuverka- lögum til að ná fram efnahagsleg- um og pólitískum markmiðum og valdi Íslendingum með því stór- felldu tjóni. Af hverju beittu Bretar hryðjuverkalögum? HELGI ÁSS GRÉTARSSON Félagi í Indefence- hópnum BARIÐ Á BUMBUR Indefence-hópurinn afhenti á sunnudag breskri þingnefnd skjal með 83 þúsund undirskriftum. Eldhúsdagur er nýtt vikulegt fylgirit Fréttablaðsins sem leggur áherslu á umræðu og skoðanaskipti um stjórnmál og þjóðmál. Leitast verð- ur við að birta vandaðar og upp- lýsandi greinar um ýmis álitamál. Leitað verður eftir sjónarmiðum valinkunnra einstaklinga auk þess sem senda má gagnorðar greinar á netfangið greinar@frettabladid.is. A u g lý si n g as ím i – Mest lesið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.