Fréttablaðið - 25.03.2009, Síða 23
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
Dóra Magnúsdóttir, markaðsstjóri
ferðamála hjá Höfuðborgarstofu,
fór í ævintýralega siglingu með
Norrænu í fyrrasumar ásamt eig-
inmanni og fjórum börnum. Fjöl-
skyldan lagði í hann frá Seyðis-
firði, sigldi til Færeyja og þaðan
til Noregs. Í Noregi fór hún í land,
keyrði yfir til Svíþjóðar og Dan-
merkur þaðan sem hún sigldi aftur
heim.
„Þótt flug sé góðra gjalda vert
þá er hægt að ferðast frá eyjunni
okkar með öðrum hætti. Sjóleið-
in er vanmetin og er það eflaust
vegna þess að það er tímafrekt
að fara hana. Hún hefur þó ýmsa
kosti enda vilja margir meina að
það sé ekki áfangastaðurinn sem
skiptir máli heldur ferðalagið
sjálft,“ segir Dóra.
Eina skipið sem nú tengir
íslenskan almenning við umheim-
inn er Norræna sem er gerð út frá
Færeyjum. Dóra gerði sér ekki
sérstaklega háar hugmyndir um
skipið í fyrstu þrátt fyrir að hafa
skoðað af því myndir og heyrt
sögur af því hversu vel útbúið það
væri. Hún varð þó ekki fyrir von-
brigðum.
„Hugmyndir mínar lituðust
óneitanlega svolítið af Smyrli
gamla sem ég ferðaðist með ung
að árum á ódýrasta farrými. Nú
var hins vegar stigið um borð í
nýtt og glæsilegt skip og gengið til
notalegrar káetu öfugt við ferða-
lagið með Smyrli þegar ég hírðist
í svefnpoka mínum á neðstu hæð
skipsins ásamt fleiri blönkum
ferðalöngum.
Dóra segir sérstaka stemningu
hafa myndast um borð. „Nýtt
afmarkað samfélag farþega og
áhafnar verður til um leið og skip-
ið lætur úr höfn. Um borð eru frí-
höfn, veitingastaðir, líkamsræktar-
aðstaða og sundlaug, en hún vakti
mikla lukku yngri kynslóðarinnar
enda reyndist klikkað fjör að taka
sprett í góðum veltingi. Á kvöldin
er svo boðið upp á lifandi tónlist,
skemmtiatriði og töfrabrögð með
tilheyrandi fjöri.“
Dóra segir gaman að sjá veröld-
ina úr lofti en einstakt að sjá haf
og lönd af skipsfjöl. „Að sjá hlíð-
ar Seyðisfjarðar smám saman
minnka og hverfa, sigla fram hjá
Hjaltlandseyjum í ljósaskiptun-
um og sjá jafnvel stöku hval á reki
er óviðjafnanlegt. Eins að koma
auga á Færeyjar við sjóndeildar-
hringinn, norðurhluta Jótlands,
Skotlands eða vesturhluta Noregs
birtast og stækka og verða svo að
landföstum veruleika.
vera@frettabladid.is
Naut lífsins í Norrænu
Sjóleiðin frá Íslandi til Skandínavíu er að sögn Dóru Magnúsdóttur óviðjafnanleg. Hún er vissulega tíma-
frekari en flug en hefur marga kosti og gerir ferðalagið á áfangastað mun innihaldsríkara.
Dóra segir gaman að sjá veröldina úr lofti en einstakt að sjá haf og lönd af skipsfjöl. MYND/ÚR EINKASAFNI
MYNDASÝNING frá ævintýralegri ferð Sæmundar
Þórs Sigurðssonar, göngufararstjóra ÍT ferða, á Aconcagua
í Argentínu verður haldin í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal á
laugardaginn klukkan 11.00.