Fréttablaðið - 25.03.2009, Side 25
MIÐVIKUDAGUR 25. mars 2009 3
Tilvonandi fermingarstúlkur
sem vilja stytta sér stundir
fram að stóra deginum geta
dundað sér við að föndra
eigið fermingarskart og
skraut.
Þær stúlkur sem vilja tryggja
að þær skeri sig úr á ferming-
ardaginn geta tekið sig til og
búið til eigið hárskraut. Það
styttir þeim auk þess stund-
irnar fram að stóra deginum
Í Föndurstofunni við Síðu-
múla fást til dæmis hárspenn-
ur, kambar, nælur, spangir,
fjaðrir, blóm, perlur og ýmis
annar efniviður í skapandi
hárskrautsgerð. Í versluninni
er auk þess úrval af vörum til
skartgripagerðar. Þar fæst
efni í hálsmen, armbönd og
eyrnalokka sem gaman er að
hafa í stíl við hárskrautið eða
fötin. Sjá nánar á fondurstof-
an.is - ve
Skartið
föndrað
Spöng í líkingu við þessa er
hæglega hægt að gera sjálfur. Í
Föndurstofunni fæst ýmis efniviður
til hárskrauts- og skartgripagerðar.
Átakið Hættan er ljós stendur
nú yfir, sjötta árið í röð, á vegum
Félags íslenskra húðlækna,
Geislavarna ríkisins,
Krabbameinsfélags
Íslands, Landlækn-
isembættisins og
Lýðheilsustöðvar.
Með átakinu Hætt-
an er ljós vilja félög-
in benda foreldrum
fermingarbarna á hættuna
sem fylgir því að ungt fólk noti
ljósabekki. Bent er á að unglingar
og börn eru næmari en fullorðnir
fyrir skaðlegum áhrifum frá geisl-
um sólar og ljósabekkja.
Eins og kemur fram á vef Lýð-
heilsustöðvar hefur tíðni alvar-
legra húðkrabbameina eins og
sortuæxla aukist á síðustu árum,
sérstak lega hjá
ungum konum
á aldrinum
15 til 34 ára.
Að meðaltali
greinast um 50
manns árlega
með sortu-
æxli í húð, um
55 með önnur
húðæxli og um 225
manns með grunnfrumu-
æxli í húð samkvæmt tölum frá
krabbameinsskrá Krabbameins-
félags Íslands.
Nánari upplýsingar er að finna á
www.lydheilsustod.is. - rat
Hættan er ljós
Börnum og unglingum stafar meiri hætta af skaðlegum geislum sólar og ljósabekkja
en fullorðnum.
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
LAURA ASHLEY
Faxafeni 14 108 Reykjavík S:5516646
Opið virkadaga 10-18 og laugardaga 11-14
Fermingagjafir