Fréttablaðið - 25.03.2009, Side 34
25. MARS 2009 MIÐVIKUDAGUR8 ● fréttablaðið ● formúla 1
Bretinn Lewis Hamilton er
yngsti meistari sögunnar og
ökumaður McLaren
Mercedes. Hann hóf ferilinn
átta ára gamall.
Lewis Carl Davidson Hamilton er
fæddur í Hertfordshire á Englandi
hinn 7. janúar 1985. Hann er öku-
maður McLaren og hefur lýst því
yfir að hann vilji vera hjá liðinu
allan sinn keppnisferil. Hamilton
er yngsti F1-ökumaður sögunnar
og varð heimsmeistari aðeins 23
ára gamall. Hann er skírður í höf-
uðið á sprettahlauparanum heims-
þekkta, Carl Lewis sem fjölskyld-
an hafði dálæti á.
Móðir Lewis, Carmen Larba-
lestie (nú Lockhart), er bresk og af
hvítum kynþætti. Faðir hans Anth-
ony Hamilton er blökkumaður en
foreldrar Anthony komu frá Gren-
ada til Bretlands í kringum 1950.
Carmen og Anthony skildu þegar
Lewis var tveggja ára og ólst hann
upp hjá móður sinni og tveimur
hálfsystrum, Nicolu og Samönthu,
til tólf ára aldurs. Þá flutti hann til
föður síns og stjúpmóður, Lindu og
hálfbróður síns Nicholas.
BYRJAÐI AÐ KEPPA ÁTTA ÁRA
Akstursíþróttaferill Lewis hófst
þegar hann var 8 ára en hann vann
sinn fyrsta sigur tíu ára í breska
kart-kappakstrinum. Sagan segir
að Lewis hafi árið 1995, þá tíu ára,
óskað eftir eiginhandaráritun hjá
Ron Dennis á Autosport-hátíðinni
í Bretlandi og sagt við hann: „Ég
mun aka fyrir þig einn daginn.“
Dennis skrifaði í bók sem Lewis
hafði meðferðis: „Hringdu í mig
eftir níu ár og við munum komast
að niðurstöðu þá.“
Það er skemmst frá því að segja
að Ron Dennis hringdi í Hamilt-
on þremur árum síðar, árið 1998
þegar McLaren uppgötvaði hæfi-
leika hans. Gerður var samning-
ur við hann í gegnum stuðnings-
klúbb Mercedes-Benz fyrir unga
ökumenn. Samningurinn fól í sér
möguleika á að aka fyrir McLar-
en í F1 í framtíðinni.
Eftir að hafa sigrað í bresku
Renault-formúlunni, Formúlu 3-
keppninni í Evrópu og orðið heims-
meistari í GP2 árið 2006 fékk
Lewis ökumannssæti hjá McLar-
en í Formúlu 1 árið 2007. Hann er
fyrsti blökkumaðurinn sem kepp-
ir í Formúlu 1.
Á fyrsta keppnisárinu náði
Hamilton öðru sæti í meistaramót-
inu og varð einungis einu stigi á
eftir heimsmeistaranum Kimi Ra-
ikkonen. Hamilton varð svo heims-
meistari ári síðar þegar hann vann
Felipe Massa með eins stigs mun
eftir gríðarlega spennandi keppni
í Brasilíu.
JÁKVÆÐUR, BROSMILDUR OG HLÝR
Lewis Hamilton hefur að mati
greinarhöfundar einstaka per-
sónutöfra. Hann er alltaf tilbúinn
í sjónvarpsviðtöl þar sem hann
gefur mikið af sér, er brosmild-
ur og hlýr. Hann er jákvæður og
þakklátur, gleymir aldrei að þakka
öllu liðinu sínu bæði á mótsstað
og heima fyrir góðan árangur og
áhangendum fyrir stuðninginn.
Það skilar sér í síauknum vinsæld-
um. Hamilton er einnig auðmjúkur
og ávallt tilbúinn til að óska sam-
Hver sigur er eins og
Nýja ökutæki Lewis Hamilton hefur valdið nokkrum vonbrigðum á æfingum en engu
síður ætlar hann sér í toppslaginn í fyrsta mótinu.
● UPPÁHALDS TÓNLISTARFLYTJENDUR: The Roots, De La
Soul, 2Pac, Biggie, Nas, Bob Marley, Sizzla, Sean Paul, Freddie McGregor,
UB40, Chaka Demus & Piliers, Beenie Man, Sanchez, Warrior King.
● ÁHUGAMÁL: Tónlist, að spila á gítar, bækur, líkamsrækt, leikja-
tölvur, hjólreiðar, skvass, tennis, kappakstur, kvikmyndaáhorf ,partí með
góðum vinum, afslöppun með fjölskyldu og vinum.
Strákarnir þrír: Lewis Hamilton,
Anthony faðir hans og yngri
bróðir hans, Nicholas. Hamilton
hefur hugsað vel um bróður
sinn sem hefur verið lamaður að
hluta frá fæðingu.