Fréttablaðið - 25.03.2009, Síða 35
MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2009 9formúla 1 ● fréttablaðið ●
Vistarverur Hamiltons
fjarri heimahögum
Hamilton er á ferðalagi mikinn
hluta ársins og því nauðsynlegt
að öll aðstaða sé góð í kring-
um hann og aðra liðsmenn á
mótstað.
Lewis Hamilton býr í Sviss og flutti
þangað til að forðast atgang gulu
pressunnar í Bretlandi. „Það er
nauðsynlegt að hafa góða aðstöðu
á mótstað. Þannig hefur maður há-
marksorku þegar kemur að kapp-
akstrinum,“ segir Hamilton. Hann
er yfirleitt eltur á röndum af fjöl-
miðlamönnum og því lítill friður til
að athafna sig.
„Ég hef engan tíma til að skoða
þau lönd sem ég keppi í, því miður.
Hver mínúta er skipulögð, frá því að
ég lendi á flugvellinum. Ég gisti á
bestu hótelum sem völ er á, en gler-
hýsi McLaren er minn griðastaður
um mótshelgar,“ segir Hamilton.
McLaren-menn segja að höllin
hafi fært liðinu yfir 500 milljónir
dala í viðskiptum, þar sem marg-
ir viðskiptasamningar hafi verið
gerðir innan veggja hennar. Höll-
in er tilkomumikil. Á neðri hæð-
inni er veitingasalur með þrem-
ur 63 tommu sjónvarpskjáum svo
gestir geti fylgst með atburðum á
brautinni.
Þá er fimm stjörnu eldhús, að-
staða fyrir fréttamenn og ljósmynd-
ara og sérstakt fundarherbergi.
Hamilton og Kovalainen eiga sín
herbergi sem eru algjörlega hljóð-
einangruð. Hamilton tekur með sér
tónlist og DVD-diska til að slaka á,
en nuddari er einnig til taks þegar
ökumenn McLaren óska þess.
Þá má ekki gleyma því að öflug-
ar leikjatölvur eru í herbergjum
beggja ökumanna. Þeir geta meira
að segja verið hvor í sínu herberg-
inu og keppt hvor við annan í tölvu-
leik ef því er að skipta.
Á efri hæðunum eru fjögur fund-
arherbergi fyrir markaðsmenn og
tæknimenn McLaren. Þangað er
gestum liðsins boðið þegar keppnin
er í gangi og tveir barir eru til stað-
ar. Þráðlaust net er í glerhöllinni og
flatskjáir á hverju strái, svo eng-
inn missi af neinu. Þá eru nokkr-
ir snertiskjáir þar sem gestir geta
skoðað bíla liðsins og aðrar upplýs-
ingar um Formúlu 1.
Það tekur tíma að koma höll
McLaren fyrir og þarf sjö flutn-
ingabíla til að koma herlegheitun-
um á sinn stað. Á eftir þeim trukk-
um koma þrír aðrir með húsgögnin.
Önnur keppnislið gerðu fyrst grín
að umstangi McLaren, en höllin
hefur skilað vænum bunka af seðl-
um í gullkistu liðsins. - gr
keppnisaðilum til hamingju með
árangurinn.
Enginn er fullkominn og Ham-
ilton kann að viðurkenna mistök
eins og hann gerði þegar hann ók
óvart aftan á Raikkonen á rauðu
ljósi á viðgerðarsvæðinu í kanad-
íska kappakstrinum í Montreal í
fyrra og bað hann afsökunar. Einn-
ig viðurkenndi hann ökumannsmis-
tök sem hann gerði á Fuji-braut-
inni í Japan og bætti við: „Á morg-
un kemur nýr dagur.“
Hamilton er mikill fjölskyldu-
maður og Anthony faðir hans fylg-
ir honum eftir um allan heim og
er honum greinilega mikil stoð og
stytta. Hann tileinkaði fjölskyld-
unni sigurinn á Silverstone í Bret-
landi í fyrra. Hamilton er einnig
mjög trúaður eins og kom berlega
í ljós þegar hann bað Guð um rign-
ingu á Spa í Belgíu í fyrra og fékk
þá ósk uppfyllta. Það skilaði honum
fyrsta sætinu sem síðar var reynd-
ar dæmt af honum.
ENDURTÓK EKKI MISTÖK FRÁ 2007
Hamilton kann að fagna árangri og
hver sigur er eins og hans fyrsti.
Hann er mikill keppnismaður og
markmið hans hefur alltaf verið
að aka til sigurs. Hamilton viður-
kenndi undir lok keppnistímabils-
ins í fyrra að það gæti hafa haft
áhrif að hann missti af heims-
meistaratitlinum árið 2007.
Hann ætlaði ekki að láta það
endurtaka sig. Því var markmiðið
í Brasilíu að sækja nógu mörg stig
til að verða heimsmeistari en fyrir
síðasta mótið hafði hann sjö stiga
forskot á Felipe Massa. Hann hafði
það sem þurfti, sálfræðilega yfir-
burði, og náði að landa heimsmeist-
aratitlinum eins og fyrr greinir
með eins stigs mun.
- hgm
sá fyrsti
Lewis Hamilton og söngkona Pussycat
Dolls, Nicole Schwarzinger, hafa verið
óaðskiljanleg frá fyrstu kynnum. Bæði
lifa annasömu lífi, hún sem söngkona og
hann sem kappakstursökumaður.
NORDICPHOTOS/GETTY
HANN ER FYRSTA FLOKKS ÖKUMAÐUR,
mjög sterkur og aðeins 16 ára. Ég er viss um að
hann kemst í Formúlu 1-kappaksturinn með þessu
framhaldi. Það er einstakt að sjá krakka á hans aldri
úti á brautinni. Hann hefur greinilega rétta hugar-
farið sem þarf í kappakstur.“
Michael Schumacher,
um Hamilton árið 2001
McLaren reisir sannkallaða glerhöll á þeim mótssvæðum sem liðið kemur á. Í henni er allt til alls.
N
O
RD
IC
PH
O
TO
S/
G
ET
TY