Fréttablaðið - 25.03.2009, Blaðsíða 50
18 25. mars 2009 MIÐVIKUDAGUR
timamot@frettabladid.is
Okkar ástkæri,
Jón Óskar Guðmundsson
Hrafntóftum 2, Rang., áður Langholtsvegi 44,
verður jarðsunginn laugardaginn 28. mars kl 13.00
frá Oddakirkju á Rangárvöllum. Blóm og kransar
afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hins látna láti
Minningarsjóð Ólafs Björnssonar á Hellu njóta þess.
Sigurbjörg Ingvarsdóttir
Ragnheiður Jónsdóttir Hafsteinn Ingvarsson
Þórunn Jónsdóttir Steinn Þór Karlsson
Elísabet Vilborg Jónsdóttir Steinar Þór Jónasson
Pálína Jónsdóttir Björgúlfur Þorvarðsson
Margrét Fjeldsted
Jóna Borg Jónsdóttir Ludvig Guðmundsson
og fjölskyldur þeirra.
Elsku hjartans móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Guðný Guðmundsdóttir
frá Svanhól Vestamannaeyjum, síðast til
heimilis að Ljósheimum Selfossi,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands sunnudaginn
22. mars. Útför hennar verður auglýst síðar.
Þórdís Bjarney Jóhannsdóttir Helgi Hermannsson
Hrafnhildur Jóhannsdóttir Ólafur Bachmann
Sigurður Hilmir Jóhannsson Guðbjörg Guðjónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkæra eiginkona, móðir, stjúp-
móðir, amma, systir, vinur og lífsins ljós,
Helga Erlendsdóttir,
Árnanesi, Nesjum Hornafirði,
lést að kveldi 23. mars á Landspítalanum við
Hringbraut.
Fyrir hönd fjölskyldu og vina,
Ásmundur Gíslason
Ragna Eiríksdóttir
Erlendur Eiríksson
Elskulegur bróðir okkar og frændi,
Þorvaldur Pétursson,
Stórholti 4, Akureyri,
lést þann 15. mars sl. Útför hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hins látna.
Fyrir hönd aðstandenda,
María Pétursdóttir
Guðmundur Pétursson
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
Auðun Hlíðar Einarsson,
Neshaga 14, Reykjavík,
lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund fimmtu-
daginn 19. mars. Útför hans verður frá Neskirkju
fimmtudaginn 26. mars kl. 13.00. Blóm og kransar
vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast
hans er bent á að styrkja Dvalar- og hjúkrunarheimilið
Grund.
Karen Tómasdóttir
Halla Auðunardóttir
Hannes Auðunarson Heiða Björk Marinósdóttir
Katrín Auðunardóttir Björn Oddsson
og barnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
Ingi Sævar Oddsson
Asparási 1, Garðabæ,
lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut,
fimmtudaginn 19. mars sl. Útför hans verður frá
Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 27. mars kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem
vilja minnast hans er bent á söfnunarátak Hjartaheilla.
Þuríður Antonsdóttir
Hrafnhildur Ingadóttir Barði Ágústsson
Oddur Ingason
Gunnar Ingason Svanhildur Kristinsdóttir
Ómar Ingason Aníta Berglind Einarsdóttir
og barnabörn.
ELTON JOHN ER 62 ÁRA
„Ég er hrifinn af Britney
Spears, mér finnst hún sæt.
Mér finnst hún skemmtileg
og ég er hrifinn af plötunum
hennar. Ég er ekki snobbað-
ur á tónlist, skilurðu.“
Elton John er einn ástsælasti
tónlistarmaður síðustu ára-
tuga og hefur selt um 200
milljónir platna. Á ferli sínum
hefur hann átt yfir 50 smelli á
topp-40 vinsældalistum.
MERKISATBURÐIR:
1807 Breska þingið bannar
þrælaverslun.
1821 Grikkir lýsa yfir sjálfstæði
eftir uppreisn gegn Tyrkj-
um.
1838 Póstskip sem lenti í hrakn-
ingum við Dyrhólaey og
hraktist til Noregs kemur
til landsins eftir fjögurra
mánaða bið eftir byr.
1901 Fyrsta tvígengisdísilvélin
sýnd í Manchester.
1957 Rómarsáttmálinn sam-
þykktur með þátttöku
Belgíu, Hollands, Lúxem-
borgar, Frakklands, Ítalíu
og Vestur-Þýskalands.
1975 Vatnsfjörður í Barða-
strandarsýslu friðlýstur.
1992 Sjötíu ára gömul lög um
bann við löndun úr er-
lendum fiskiskipum á Ís-
landi afnumin.
Sýningar á farsanum Stundum og
stundum ekki eftir Arnold og Bach,
hafa staðið yfir hjá Leikfélagi Hörg-
dæla í mars. Annað kvöld mun inn-
koma sýningarinnar renna óskert til
Krabbameinsfélags Akureyrar og ná-
grennis en sýningin er tileinkuð minn-
ingu Hólmfríðar Helgadóttur.
„Hólmfríður starfaði mikið fyrir
Leikfélag Hörgdæla og þegar hún
greindist með krabbamein fyrir nokkr-
um árum hélt hún áfram að styðja við
leikfélagið,“ útskýrir Tryggvi Gunn-
arsson, varaformaður Leikfélags Hörg-
dæla og kynningarfulltrúi. „Hólmfríð-
ur mætti á allar sýningar hjá okkur og
var okkur stoð og stytta þar til hún lést
í desember síðastliðnum. Hugmyndin
kom svo upp í febrúar fyrir frumsýn-
ingu að heiðra minningu hennar með
því að styrkja Krabbameinsfélagið sér-
staklega.“
Tryggvi reiknar með að leikfélag-
ið muni afhenda Krabbameinsfélag-
inu eitthvað í kringum 250.000 krón-
ur eftir sýninguna annað kvöld en hús-
fyllir hefur verið á hverja sýningu á
fætur annarri síðan frumsýnt var 5.
mars. Það muni koma Krabbameins-
félaginu vel en margir skjólstæðingar
þess þurfa að leggja land undir fót til
að leita sér lækninga.
„Ég held að það sé ekki oft sem áhuga-
leikhús gera svona lagað og þetta kætti
Krabbameinsfélag Akureyrar gríðar-
lega mikið þegar við bárum hugmynd-
ina undir þau. Félagið sér fyrir sér að
nota peningana til að styrkja sjúklinga
sem þurfa að leita til Reykjavíkur í með-
ferð, til dæmis með gistingu.“
Æfingar hjá leikfélaginu hófust í jan-
úar en um 30 manns koma að sýning-
unni. Starfið innan leikfélagsins er öfl-
ugt en leikfélagið sýndi fyrst árið 1928
og hefur sett upp sýningar að meðal-
tali annað hvert ár síðan þá. Tryggvi
segir æfingar hafa gengið vel og við-
tökurnar sem verkið hafi fengið fram
að þessu frábærar.
„Fólk segist hlæja stanslaust í 90 mín-
útur af þeim 110 mínútum sem sýning-
in stendur yfir,“ segir Tryggvi. „Leik-
ritið var fyrst sýnt í Iðnó árið 1940 en
var bannað því það þótti særa blygðun-
arkennd Íslendinga. Fólk verður bara
að koma og meta sjálft hvort við séum
orðin eitthvað sérstaklega siðlaus hér í
Hörgárdalnum,“ bætir hann við hlæj-
andi en hann fer sjálfur með hlutverk í
sýningunni. „Mitt hlutverk dansar ein-
mitt á mörkum siðferðis. Ég starfa sem
sölumaður í Húsasmiðjunni og undan-
farið hafa konur tekið sveig fram hjá
mér eftir að hafa séð mig á sviðinu.“
Að öllu gamni slepptu segir Tryggvi
inntak leikritsins eiga vel við í dag en
það var skrifað í kringum 1935. Sagan
gerist á skrifstofu siðferðismálaráð-
herra og fjallar um hvernig hver klór-
ar öðrum á bakinu til að fá sínu fram-
gengt. Sýnt er á Melum í Hörgárdal og
er miðasala í símum 862 6821 og 695
7185 milli klukkan 17 til 19 virka daga
og milli klukkan 13 til 17 um helgar.
heida@frettabladid.is
LEIKFÉLAG HÖRGDÆLA: STYRKIR KRABBAMEINSFÉLAG AKUREYRAR
Leikið í minningu Hólmfríðar
SÆRÐI BLYGÐUNARKENND Í leikritinu bregður fyrir konum í sundbolum en það féll ekki í
kramið í Iðnó árið 1940 og leikritið var bannað. Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir, Halla Halldórsdóttir,
Stefanía Elísabet Hallbjörnsdóttir, Sunna Dögg Róbertsdóttir og Helga Jónsdóttir í hlutverkum
sínum. MYND/LEIKFÉLAG HÖRGDÆLA
Opinn kynningarfundur
verður í kvöld klukkan 20.30
í Safnaðarheimili Seltjarn-
arneskirkju, á starfi Alþjóð-
legrar ættleiðingar.
Starfsemi félagsins verður
kynnt en félagið var stofnað
í lok árs 2008 og er því ætlað
að hafa milligöngu um ætt-
leiðingar erlendis frá til Ís-
lands. Unnið er að löggild-
ingu félagsins og að því að
ná samningum um ættleið-
ingar við tvö lönd, Kenía og
Pólland. Starfsemi félagsins
er unnin í sjálfboðavinnu og
renna tekjur félagsins til þess
að koma á milliríkjasamning-
um um ættleiðingar.
Nánari upplýsingar á http://
intadopt.worepress.com.
Alþjóðleg ættleiðing
Birna Ósk Einarsdóttir, formaður
Alþjóðlegrar ættleiðingar.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Hnefaleikarinn Mike Tyson var
handtekinn í júlí árið 1991 fyrir
nauðgun. Hann var sakfelldur í
febrúar og hlaut sex ára dóm og
hófst afplánun strax eftir réttarhöld-
in. Tyson sat inni í þrjú ár og snerist
til íslam áður en honum var sleppt
þennan dag árið 1995. Fyrstu tvo
bardagana eftir að hann losnaði úr
fangelsi vann hann auðveldlega, á
móti Peter McNeeley annars vegar
og Buster Mathis hins vegar.
Tyson giftist leikkonunni Robin
Givens árið 1988 en Givens fór
fram á skilnað ári síðar. Ástæða
skilnaðarins var hversu Tyson var
laus höndin. Árið 1997 giftist hann
Monicu Turner og eignuðust þau tvö börn. Það
hjónaband endaði einnig með skilnaði árið 2003
vegna framhjáhalds Tysons en
hann á að minnsta kosti tvö börn
að auki með öðrum konum.
Árið 2005 kom Tyson heimin-
um á óvart þegar hann tilkynnti
að hann væri hættur að boxa
eftir viðburðaríkan feril og oft og
tíðum skrautlegan. Tyson sagð-
ist ekki hafa hugrekkið né hjart-
að í íþróttinni lengur. Hann hefur
síðan verið handtekinn með eit-
urlyf í fórum sínum og viður-
kennt að eiga við fíkn að stríða.
Árið 2007 fór saksóknari fram á
árs fangelsi yfir Tyson vegna eitur-
lyfjamisferlis en Tyson var dæmd-
ur til 24 tíma fangelsis auk sam-
félagsþjónustu með því skilyrði að hann leitaði
sér hjálpar.
ÞETTA GERÐIST: 25. MARS 1995
Mike Tyson losnar úr fangelsi